Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011

Ađ reykja fyrir heilli lóđ

grass.jpgLankes er nískur mađur. .. Níska hans er kerfisbundin: Ţegar einhver gefur honum sígarettu dregur hann tíu pfennínga pening upp úr vinstri buxnavasanum, vegur hann í lófa sér eitt andartak og lćtur myntina síđan renna ofan í hćgri buxnavasann ..

(GunterGrass, Blikktromman frá 1959, kom út á íslensku 1998-2000 í ţýđingu Bjarna Jónssonar)

Fimleiki ţýska nóbelverđlaunahafans Gunters Grass í hugmyndasmíđ og lýsingu hughrifa, tilfinninga og hugsana er međ miklum eindćmum.

Bókin Blikktromman er afar óvenjuleg og full af frásögnum af venjulegu fólki sem gerir óvenjulega hluti.

Í nćstu málsgrein hefur Lankes málari flutt svo marga tíu pfenníga yfir í hćgri vasann ađ hann á nóg til ađ kaupa sér lóđ. 'Hann reykti semsé fyrir henni.'


Tónskáldiđ brillerar

eva_og_elin.jpg

Tónskáldiđ hér á Sólbakka brillerar um ţessar mundir. Hún er stađartónskáld í Skálholti og dvelur ţar langdvölum en viđ kötturinn erum einir hér á Sólbakka. 

Á morgun, laugardaginn 23. júlí verđur frumflutt eftir hana verkiđ Ţangađ sem árnar renna munu ţćr alltaf renna.

Tónleikarnir hefjast klukkan ţrjú en klukkutíma áđur verđur stađartónskáldiđ Elín međ fyrirlestur um tónsmíđar sínar í Skálholtsskóla.

Ţađ er öllum opiđ og ókeypis ađgangur á bćđi fyrirlestur og tónleika. 

 


Brauđbakstur viđ 37 gráđur

Ţađ er sagt, ađ Hannes stutti hefđi í ćsku veriđ í sjálfsmennsku međ móđur sinni og haft lítiđ af mat, en ţó minna eldsneyti. Höfđu ţá fátćklingar ţessir ekki önnur ráđ til ţess ađ geta borđađ brauđbita, en ađ sitja á ţví, svo ađ ţađ harđnađi lítiđ eitt. Ţegar sulturinn tók ađ sverfa ađ ţeim, átti konan ađ hafa sagt: „Heldurđu ţessi sé ekki fullsetin, Hannes minn?“ Eđa ef hann varđ fyrri til: „Heldurđu ţesi sé ekki fullsetin, manna?“
(Gömul kynni, Ingunn Jónsdóttir, 1946)

Nú er spurt, hvađ ćtli brauđ sé lengi ađ bakast viđ 37 gráđu hita?


Magatónlist í dómkirkju

lucie-300x199.jpgSat í gćrkvöldi magnađa tónleika í Skálholtsdómkirkju ţar sem slagverksleikarinn Lucie Antunes frá París lék tónverk á hin ýmsu hljóđfćri.

Og ekki verra ađ eitt besta stykkiđ var frumflutningur á verkinu Saman eftir Elínu mína og vakti mikla hrifningu. 

Tónleikunum lauk svo međ slagverki sem listakonan lék međ lófum á nakiđ hold sitt, einkum maga en einnig, hár, eyru og ađra líkamsparta. 

Undir morgun hlotnađist mér svo ađ keyra Lucie og kaţólska prestinn Steinbjart á flugvöll í sól og dalalćđu sem gerir lífiđ bćđi töfrandi og dularfullt.

Ţeir sem misstu af tónleikunum geta hlustađ á brot hér. 


Af hverju ekki rekstrartrygging?

Stórhćttulegur ćđibunugangur viđ Múlakvísl er ekki gáfulegur. Og ekki heldur hávćrar kröfur um ađ Ögmundur reddi brú á stundinni. Ţegar fyrirtćki verđa fyrir rekstrarstöđvun vegna bruna eđa annars sem tryggingafélög ná yfir ţá bćta tryggingar rekstrartap.

Nú nćr sjálfsagt engir tryggingasamningar yfir ţađ rekstrartap sem ferđaţjónustuađilar í Skaftafellssýslum verđa fyrir en ţá er eđlilegast ađ gera ţá kröfu ađ samfélagiđ bćti mönnum tjóniđ sem ţeir verđa fyrir í minnkandi umferđ um háannatímann. Vertíđ ferđaţjónustu úti á landi er stutt og auđvitađ er tap manna á svćđinu bagalegt. Ţađ gćti jafnvel riđiđ einhverjum ađ fullu.

En ég furđa mig á afhverju menn gera ekki einfaldlega kröfu ađ ríkiđ komi til móts viđ ţetta tap sem er vitaskuld hćgt ađ reikna út rétt eins og tryggingafélög reikna út tap af rekstrarstöđvun viđ venjulegri ađstćđur. 


Illvilji og refsigleđi

Ógćfukona sunnan úr Eystrasalti bar út barn sitt og verđur samkvćmt fréttum sett í einangrun!

Á 19. öld var fátćkum vinnukonum sem báru út börn sín vissulega refsađ en ég held ađ enginn ţá hafi haft hugmyndaflug eđa leiđindi til ađ setja ţćr í einangrun - sem er líklega verri refsing en nokkur vandarhögg. 

Og lögreglan í mínum heimabć er sögđ á krísufundi vegna ţess ađ ekki tókst ađ koma Páli á Veiđisafninu í gćsluvarđhald. Ég veit ekki afhverju, er ekki örugglega runniđ af manninum!

Bćđi ţessi mál eru sorgleg, hvort međ sínum hćtti. Páll hefur af miklum myndarskap byggt upp fallegt og vel gert safn en er jafnframt einn okkar sem ekki klćđir vel ađ drekka vín.  

Báđum verđur lögum samkvćmt ađ refsa en skemmtilegra vćri ađ finna í samfélaginu samkennd og siđlegt umburđarlyndi en allan ţá refsigleđi, illvilja og dómhörku sem einkennir umrćđuna hér í netheimum. 


Hin borgaralega firring

Hin borgaralega firring nútímans birtist okkur.

Stađfesting ţess ađ hiđ nútímalega iđnsamfélag er trunta.


mbl.is Fćr ekki bćtur fyrir ađ hjálpa vinnufélaga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvar eru lýđrćđissinnarnir?

Ein rökin fyrir ESB viđrćđunum, m.a. frá talsmönnum viđrćđnanna innan VG, hefur veriđ hin lýđrćđislega krafa um ađ ţjóđin fengi ađ kjósa um samning og sjá hvađ er í pakkanum. Nú er alltaf ađ koma betur og betur í ljós ađ ţađ er ekkert í pakkanum, ekki einu sinni undanţága frá sameiginlegri fiskveiđistjórnun. Ţessvegna er eđlilegt ađ mikill meirihluti vilji núna hćtta ţessari vitleysu og verja fé og slagkrafti hins opinberra til annarra og gáfulegri verkefna.

En sömu lýđrćđissinnar sem hafa í senn talađ á móti ESB ađild en međ ađildarviđrćđum hljóta nú ađ hugsa sinn gang. Meirihluti ţjóđarinnar vill ekkert međ ţessar ađildarviđrćđur hafa, veit ađ ţćr eru tilgangslausar. Nýleg skođanakönnun Gallup sýnir sterka meirihlutaandstöđu viđ viđrćđurnar og sama niđurstađa var í könnun MMR fyrir hálfu öđru ári.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband