Bloggfćrslur mánađarins, júní 2012

Tóm hamingja á Sólbakka

sjalfbodalidar.jpgÍ sumarönnum er lítill tími til bloggs. Ofan á ferđamannastraum hef ég fyllt Sólbakkann af útlendu vinnufólki sem hamast hér viđ skráningar í gagnagrunn fornbókaverslunarinnar.

Hér er hluti af hópnum, f.v. taliđ bandaríkjakonan Grace, Jósef og Chai frá Singapore, Sophie sem er eiginlega kínverskur Hollendingur frá Bretlandi(!), Kelvin frá Singapore (Kai Chun Chua) og Mimi sem er pólskćttađur Kanadamađur. Á myndina vantar Asjerbajstan sem er úr Hreppunum,  Gunnlaug Velding sem er alltaf á Ţingvöllum og íslenska leynisjálfbođaliđann sem er úr Kópavogi og á afmćli í dag...


Talađ gegn ţjóđrembu samtímans

Ţađ lenti á mér ađ flytja 17. júnírćđuna hér á Selfossi. Ég hef ekki enn veriđ beđinn um ađ vera fjallkonan en í ţví hlutverki var afar vćn kona af Fjalli á Skeiđum og ekki hefđi ég fariđ í fötin hennar. 

En ég notađi tćkifćriđ og ónotađist ađeins út í ţjóđrembuna sem tröllríđur okkar samfélagi seint og snemma. Rćđuna í heild sinni má sjá hér, http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1245414/ 


Á hjóli um allt Ísland

img_7325.jpg

Ferđalangurinn Egill sem hefur fyrr meir ţvćlst um ţverar og endilangar Asíu og Afríku er nú í kominn vel á veg međ hjólareisu um Ísland.

Síđast frétti ég af honum í Oddskarđi en hann gerir sér til erindis ađ taka myndir af öllum sundlaugum landsins. Lauslega áćtlađ er ferđaáćtlunin 3500 kílómetrar sem er samt ekki nema um helmingur ţess sem kappinn hjólađi um moldargötur Vestur Afríku.

En ţar er ekki rok og sjaldan frost í Afríkutjaldi!

(Myndin er tekin í Skaftafelli um Hvítasunnuna ţegar foreldraómyndirnar brugđu undir sig betri fćtinum og sóluđu sig međ barninu austur ţar.)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband