Hreinsun að losna við bankana

Viðptalið við Jón var afar athyglisvert og undirstrikar allt það sem við krónusinnar höfum haldið fram. Ísland vinnur sig hratt út úr kreppunni. Tvennt vakti athygli mína öðru fremur, það voru orð hans um það hvað það hefði verið mikil innspýting fyrir raunverulegt atvinnulíf að losna við bankana og svo þeir töfrar sem Jón taldi krónuna ráða yfir.

Breytir engu um það að leiðin sem farin var er sársaukafull og það þarf að mæta þeim þrengingum sem lækkun krónunnar hefur valdið mörgum heimilum.


mbl.is Jón Daníelsson: Ísland stendur betur heldur en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Næstum óhuggulegt hvað " Kalli Sveinss.," er oft farinn að vera sammála þér í mörgum málum -þó aldrei verið " framsóknarmaður af gamla skólanum" !!

 Sá snjalli borni og barnfæddur Seltirningur ( að sjálfsögðu !) Jón Daníelsson, hefur lög að mæla.

 Við eigum að  hætta þessu lánavæli. Við höfum allt til alls. Við eigum nóg af bílum. Víð höfum nóg af íbúðum. Við eigum nóg af drasli. Við eigum nóg af mat. Við þurfum varla betri lífskjör.

 Verkalýðsforkólfarnir og stjórnmálamennirnir eru sífellt að tönnlast á að við þurfum að bætra lífskjörin. Þeir sjá ekki , að HÉR ERU BESTU LÍFSKJÖR Í HEIMI - og amen á eftir efninu !

 Hinsvegar þurfum við að jafna lífskjörin. Losa okkur við atvinnuleysið. Losa okkur við ömurlegustu ríkisstjórn sem landið hefur haft nokkru sinni.

 Skopteikning Moggans okkar í dag, segir meira en mörg orð um fyrstu 100% vinstri stjórn þjóðarinnar.

 Skömm hennar mun vara svo lengi sem land byggist ! -- Eða sem Rómverjar sögðu.: " In saecula saeculorum" - þ.e. " Um aldur og ævi" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 13:17

2 identicon

Félagi Bjarni !

 VINSTRI  R A U Ð I R  !!!

Þú barnið mitt Brútus - ekki lengur sjálfrátt ?? !! Á lista hjá vinstri rauðum !!

 Nú snúa þeir sér

 í gröfinni " gömlu framsóknarmennirnir" Hriflu-Jónas, Jörundur Brynjólfss., og Hermann - örugglega einnig Eysteinn og Ágúst á Brúnastöðum !!

 Getur verið að vannæring hafi þjáð þig í Eþíópíu ?? !!

 Slíkt getur haft mjög skaðvænleg áhrif á heilann !

 Fundið fyrir "manía/Depresive" ?? !

 Þetta gengur yfir - þú nærð þér  aftur !

 Farðu samt fyrst með bæði " Faðirvorið" & " Trúarjátninguna" Huggaðu þig við

  setninguna sem Meistarinn sagði.: " Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ei hvað þeir gjöra"

 Hefðir hinsvegar átt að láta þessi óskup ógerð, eða sem Rómverjar sögðu.: " Aut non tentaris aut perfice" - þ.e. " Byrjaðu á engu sem þú færð ekki ráðið við" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 17:27

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

merkilegt kalli hvað menn sem eru annars sammála um flest geta verið ósammála um flokka - sjálfur er ég sannfærður um að flestir okkar gömlu framsóknarforkólfa væru í vg í dag, væru þeir ofar foldu!

Bjarni Harðarson, 22.3.2010 kl. 19:20

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

VG er ekki Framsóknarflokkur, Bjarni og verður aldrei.Ekki heldur þótt þú gangir í flokkinn.Sjálfur var ég í flokknum í sex ár.Þú átt eftir að sjá muninn.Ég gekk líka með þær grillur í kollinum að um einhverskonar Framsókn yrði að ræða þegar flokkurinn var stofnaður.VG er í raun ríkisflokkur.Í flokknum er fyrst og fremst fólk sem starfar hjá ríkinu,og fólk sem kallar sig listafólk og er á framfærslu ríkisins.Það skilur ekki aðra starfsemi en þá sem ríkið rekur og vill helst ekki aðra starfsemi. En þetta er gott fólk sem trúir á fjallagrös, sem er góð trú.Ég mæti hjá þér í búðinni við tækifæri og fæ hjá þér fjallagrasakaffi eða blóðbergste.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 23.3.2010 kl. 17:46

5 identicon

thanks for your good topic

mbt shoes (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband