Í umboði skötusels

Svokallaðir aðilar vinnumarkaðarins eru mikil ráðgáta og einkanlega þegar maður veltir fyrir sér í umboði hvers þeir starfa. Meðal þeirra fjölmörgu atvinnurekenda sem ég þekki, stórra og smárra, er varla neinn sem telur sig tilheyra Samtökum atvinnulífsins. Og svipaða sögu má raunar segja af ASÍ sem er ólíkt fjarlægara almennu launafólki en guð almáttugur.

En nú vitum við það. Samtök þessi starfa í umboði kynjaskepnu í undirdjúpunum sem heitir skötuselur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samtök Atvinnulífsins eru eins og svo mörg önnur hagsmunasamtök komin úr tengslum við uppruna sinn. Samtökin eru rekin eingöngu til þess að skaffa fólki vinnu, svona rétt eins og komið er fyrir ASÍ.

Ítrekað hafa LÍU hótað að ganga úr SA þegar þeim hefur ekki líkað eitthvað í málflutningi forráðamanna eða annarra félaga. Síðast stukku þeir upp á nef sér yfir áhuga SA fyrir ESB, hótuðu að fara og hætta að borga. Að sjálfsögðu þagnaði ESB umræðan hjá SA samstundis. Starfsmenn og launþegar SA þora ekki annað en að hlýða, ef þeir hafa sjálfstæða skoðun þá hætta peningarnir að koma, þeir vita alveg hver ræður.

Í þetta skiptið ætluðu þrælarnir að sýna undirgefni og hollustu sem tekið yrði eftir næst þegar budda LÍU verður opnuð.

http://skip.vb.is/frettir/nr/12175

http://eyjan.is/blog/2010/03/23/vilhjalmur-egilsson-ef-hlustad-vaeri-a-samtok-atvinnulifs-gengi-allt-her-betur/

bitvargur (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband