Gott er ađ slóra...

Bestu sunnudagarnir eru ţeir sunnudagar ţegar ekkert er gert nema slóra. Í morgun slórađi ég yfir bókum uppi í rúmi fram ađ hádegi eđa ţar til ég dottađi aftur um tólfleytiđ. Svo slórađi ég yfir gömlu drasli hér í kompunni minni og um kaffileytiđ fórum viđ hjónakorniđ í slórlegan göngutúr um Ölfusforirnar.

Ţađ var kalt en fátt eins heillandi eins og ullargult sinuteppiđ sem liggur hér yfir endalausu víđerni ţar sem er ekkert er nema einn og einn skurđur og örfáir slóđar.

Eftir ţetta slórađi ég svo viđ ađ elda sunnudagamat og ćtla ađ hengslast í tölvunni í kvöld án ţess ađ ćtla mér nokkuđ sérstakt međ ţví og draga mig snemma inn í kuđung yfir bók og vindlareykingum.

Svona á ađ lifa lífinu. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 " ´´´inn í kuđung yfir bók og VINDLAREYKINGUM".

 Hversvegna storka örlögunum ?

 Vindlareykingar ! ?

 Vissulega náđu sumir vindlareykingamennirnir ađ verđa viđ aldur, t.d. Churchill 91árs, - já og Séra Friđrik ađ verđa 93 ára. og reyndar sjálfur fađir sálkönnunarinnar Sigmund gamli Frued, ađ verđa 83 ára - en - Frued kallinn fékk hálskrabba af bölvuđum reykingunum - ella hefđi hann náđ ađ " sálgeina fleiri hálfruglađa stjórnmálamenn !!

 Nćgir engan veginn ađ fara eftir slagorđi Krabbameinsfélagsins, ţ.e. " Passiđ punginn" !

 Hćttu reykingaósiđnum STRAX !

 Međ ţví móti hefurđu sterkar líkur ađ komast á lífsleiđinni - allan hringinn í pólitíkinni - ţ.e. Framsókn, v-rauđir, Samfylking ? - Og endađ sem 1. ţingmađur Suđurkjördćmis fyrir Sjálfstćđisflokkinn !!

 Ţannig á ađ lifa lífinu !

 Mundu loks hvađ Rómverjar sögđu: " Fiat experimentum in corpore vili" - ţ.e. " Ögrađu ekki tilveru ţinni" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráđ) 28.3.2010 kl. 22:24

2 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Svakalega held ég ađ Kalli Sveinss hafi veriđ aftarlega í röđinni ţegar kímnigáfu var úthlutađ.

Hrönn Sigurđardóttir, 29.3.2010 kl. 12:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband