Atvinnuleysi eða hvað?

Kreppan birtist okkur með ýmsum hætti og víst að fjölmörg heimili eiga erfitt með að ná saman endum. Atvinnuleysistölur eru líka háar en segja þó ekki alla sögu. Sjálfur þekki ég til atvinnurekenda sem eiga í basli með að manna sín störf og nýlega var auglýst í blöðum og netmiðlum eftir fólki í kvöldvinnu með 2000 króna tímakaupi. Allt sem viðkomandi þurftu að gera var að senda inn nafn og símanúmer á netfangið kvoldvinna@gmail.com en viðbrögðin urðu sáralítil. Tveir svöruðu.

Rétt eins og við vorum öll upptekin af því fyrir nokkrum árum að í landinu væri góðæri og allir hefðu það svo gott þá erum við nú öll upptekin af því að það sé kreppa og allir hafi það svo skítt. Í reyndinni er minni munur á þessum tímabilum en ætla mætti af fjölmiðlaumfjöllun. Flestir lifa sínu venjulega lífi í gegnum góðæri og kreppur og á báðum þessum tímaskeiðum er dálítill en samt alltof stór hópur sem hefur það reglulega erfitt.

Skammarlega erfitt í allsnægtarsamfélagi okkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni. Það eru eflaust margskonar ásæður fyrir því að fólk er atvinnulaust.

Sumir eru með börn sem ekki er auðvelt að yfirgefa á kvöldin, nema borga barnagæslu og betur heima setið en af stað farið.

Aðrir geta svo ekki tekið hvaða vinnu sem er vegna heilsu-brests og menntunar-leysis. Sumir eiga erviðara með að læra en aðrir, en það er eitthvað sem velferðar-ríkið skammast sín líklega fyrir að opinbera. Námsaðstoð fyrir þá sem eru í þeim hópi er næstum ósýnileg.

Svo eru kanski einhverjir sem einskorða sig við starf sem þeir hafa menntun í og taka ekki önnur störf þó þeir geti unnið þau?  M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.3.2010 kl. 16:32

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæl hér

Það getur ekki verið að það séu svo rosalega margir af þeim sem eru á atvinnuleysisbótum séu of uppteknir fyrir kvöldvinnu...

Ég fékk smáskerf af atvinnuleysinu síðasta vor en eftir það hef ég verið vinnandi nánast allt sem að höndum ber, kvöld, helgar, og jafnvel næturvinnu...

Hjá mér er það þannig að ég get ekki fyrir mitt litla líf verið atvinnulaus, stofna frekar fyrirtæki ef þess þarf. Svo ef fólk segir nei við 2000 kr á tímann fyrir næturvinnu þá er eitthvað að hjá þeim...

Ég er með aðeins undir þessu í minni föstu vinnu, en er svo með 2000 kr á tímann í einni af aukavinnunum. svo ekki þarf ég að kvarta. Get reyndar ekki bætt við mig vinnu þar sem ég hef ekki nema 24klst í sólahringnum þrátt fyrir að sumir haldi að ég hafi einhverja aukatíma umfram þessa 24...

Ég hallast á að ef menn sannanlega finna ekki vinnu en gera hvað sem er til að fá vinnu þá mega þeir vera á bótum þar til þeir fá vinnu.

Hinnir sem nenna ekki að bera sig eftir vinnunni geta verið bótalausir eftir einhverja mánuði. Þeir nenna einfaldlega ekki að vinna.

Ég bý svo á því sem talið er vera erfiðasta svæðið á landinu (Suðurnesjum) en þar er einna mest atvinnuleysið, samt er ég vinnandi alla daga og í stundum 3 vinnum.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 29.3.2010 kl. 18:04

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þið eruð hetjur

Óskar Þorkelsson, 30.3.2010 kl. 21:10

4 identicon

Svæðisvinnumiðlun hringdi í unga stúlku á dögunum og lét hana vita af vinnu í söluskála einum við afgreiðslu í grilli. Hún kom til vinkonu sinnar alveg brjáluð og sagði að þessa andskotans stofnun (vinnumálast) hefði sagt að hún mundi missa bæturnar ef hún tæki ekki djobbið, og hún ætlaði sko ekki að fara vinna í grilli það væri svo langt fyrir neðan hennar virðingu........ sem betur fer var vinkonan góður vinur og sagði henni að hypja sig og drattast til að fara vinna því ekki dytti henni í hug að vorkenna henni sem svo fyrirlitlega afstöðu til þeirra vinnandi.

Því miður er þetta samt nokkuð algengt viðhorf hjá okkur í dag sem er hreinlega sorglegt.  Ég þekki þessa ungu konu sem taldi það fyrir neðan virðingu sína að vinna í sjoppu og ég efast um að ég eigi nokkur tíman eftir að líta hana sömu augum eftir, hef hreinlega ekki áhuga á að þekkja slíkt fólk.

(IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 09:53

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þekki nokkrar sem hafa og eru jafnvel enn vinnandi í sjoppum... Þetta er starf sem ég myndi glaður taka ef ég væri atvinnulaus... Það er svo margt skemmtilegt sem kemur fyrir á svona stöðum... Reyndar svo margt að svörtu hliðarnar eru hjóm eitt í samanburðinum...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 31.3.2010 kl. 17:03

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Man þá tíð þegar maður hafði heilsu til að taka hvaða verkamannavinnu sem bauðst. Skil ekki þá sem segjast bara ekki vilja vinna þetta eða hitt þótt heilsan leyfi það? Að vera ekki í vinnu er eitt af því mest niðurbrjótandi sem ég þekki. Vinnan eflir og göfgar hvern mann.  M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2010 kl. 11:59

7 identicon

Að fara út á vinnumarkaðinn er ekkert endilega það sem til þarf til að vinna, ég tel mig alveg í fullri vinnu þó ekki sé hún nú "launuð" ,  en ég rek stórt heimili auk þess að taka á móti fullt af börnum úr grunnskóla sem koma heim með syninum alla daga vegna þess að engin er heima hjá þeim. Að annar aðilinn sé heima sparar líka mikið fé svo ekki sé talað um ef fólk er með börn á leikskólaaldri.

(IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 13:50

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Anna, "Arbeid macht frei" stendur stórum stöfum yfir þrælabúðum Nazista.

Þessi þrælahugsunarháttur er íslendingum í blóð borin enda eru íslendingar að upplagi þrælar með þrælslund. Atvinnurekendur notfærasér þetta og borga grátlega svívirðilega lág laun til verkafólks.. ef ég væri á klakanum og fengi tilboð um sjoppuvinnu á 800 kr tímann mundi ég afþakka pent. 

Ég flutti til noregs og þar hef ég 228 norskar krónur á tímann, verkafólkið sem vinnur með mér hefur 153 norskar krónur á tímann við afgreisðlustörf í verslunum. 

aumingjar viðhalda aumingjalaunum.. 

Eins og ég sagði hér að ofan .. þið eruð hetjur.. 

Óskar Þorkelsson, 2.4.2010 kl. 10:37

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óskar. Ég veit þetta en ég er víst ein af þeim sem er statt og stöðugt að berja hausnum við steininn í von um að réttlætið nái völdum? Svo milkil er fáviska mín? M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2010 kl. 19:47

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

réttlætið nær aldrei völdum baráttulaust Anna.  Ísland hefur fyrir löngu misst af lestinni sem hinar norðurlandaþjóðirnar tóku.

Óskar Þorkelsson, 4.4.2010 kl. 07:52

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. löngu fyrir icesafe, löngu fyrir "útrás" hafði íslensk alþýða tapað baráttunni.

Óskar Þorkelsson, 4.4.2010 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband