Fíflaleg ósvífni að hækka laun seðlabankastjóra

Sú hugmynd Láru V. Júlíusdóttur að hækka þurfi laun Seðlabankastjóra er ekkert annað en fíflaleg ósvífni. Það segir sína sögu um firringu í hinum íslensku fílabeinsturnum að tillaga sem þessi komi frá fyrrum framámanni í Alþýðusambandi Íslands. 

Seðlabankastjóri er fullsæmdur með þeirri milljón sem hann fær og það að leggja til að laun hans hækki um 400 þúsund er úr öllum takti við samfélagið. 

Það er lágmarkskrafa að tillögunni verði vísað frá og alþýðuleiðtoginn Lára V. Júlíusdóttir segi af sér sem formaður bankaráðs. 


mbl.is Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Þetta er hrein ósvífni og þetta glæpalið í bönkunum þarf allt að víkja - fjórflokksskipar afætur sem hafa raðað sér á garðann og þekkir augljóslega ekki sinn vitjunartíma eða gerir sér grein fyrir ástandinu og umræðunum í þjóðfélaginu!

 Ragnar Eiríksson 

Ragnar Eiríksson, 3.5.2010 kl. 10:02

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ef við tímum ekki að borga samkeppnishæf laun í stjórnsýslunni höfum við nú varla efni á að vera sjálfstæð þjóð.  Það skyldi þó ekki vera að nískan í fjármálaeftirlitinu hafi orðið til þess að óþægilegir einstaklingar voru bara keyptir í hitt liðið eins og fótboltamenn?

Bjarni hvernig ætlar þú að komast hjá inngöngu í ESB ef þú tímir ekki einusinni að halda úti stjórnsýslunni eins og hún er ?

G. Valdimar Valdemarsson, 3.5.2010 kl. 11:08

3 Smámynd: Andrés Magnússon

Væri ekki tilvalið að árangurstengja launin hans? Hann gæti svo fengið bónusa þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin, krónan kemst á flot og nær tilteknum áföngum í gjaldeyrisvísitölunni. En það er fráleitt að tengja þau kjörum í erlendum gjaldmiðli, því það gæti orðið óvönduðum manni tilefni til þess að sökkva krónunni í botnlaust dý… nú eða bara að vera öldungis áhugalaus um hvernig henni vegnar.

Andrés Magnússon, 3.5.2010 kl. 11:35

4 identicon

"Samkeppnishæf laun í stjórnsýslunni"!

Samkeppnishæf við hvað????????????????

Agla (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 11:42

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Andrés - að árangurstengja laun hans væri illa gert gagnvart fjölskyldunni - hún þarf jú að hafa lifibrauð.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.5.2010 kl. 11:43

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Laun kennara eru helmingi LÆGRI á Íslandi, heldur en á Norðurlöndum. Gilda sömu rök Más og Láru þá þar?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.5.2010 kl. 12:30

7 identicon

Þið eruð svo mikilir snillingar. Ballið heldur áfram á Íslandi.

  Þetta er eitt af mikilvægustu embættum á Íslandi, og hér á að hækka launin til samræmis við það sem gengur t.d. í skilanefndunum.Þar eru menn að þiggja miklu hærri laun en hjá Seðlabanka. Síðan í einkageiranum þá eru launin náttúrulega hærri. 

  ...en bara vegna þess að þetta embætti er að einhverju leyti tengt pólitík, þá brjálast menn. Þetta er svo dæmigert íslenskt. Þetta er held ég að lítill áhugi er hjá mörgum að sinna mikilvægum embættum. Er ekki kominn tími til að við Íslendingar förum að haga okkur eins og siðað fólk?!

  Reynum að haga gagnrýninni allavega á heiðarlegan hátt. 

Bárður G (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:53

8 identicon

Lára V. Júlíusdóttir segi af sér strax. Strax í dag.

Þetta er fáheyrð ósvífni og það er eins og þjóin sé slegin með blautri tusku, af þessari konu og þeim sem henni eru sammála.

Ef þetta verður samþykkt, þá verður uppreisn og óeirðir um allt land.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 13:16

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við getum ekki sætt okkur við ofurlaun sama hvaða stéttir eiga í hlut!

Laun skilanefndarformanna bankana eru um 5.000.000 kr er þá ekki full mikið ekki síst í ljósi þess að þeir hinir sömu eru að ráðskast með fé okkar sem innheimtist af gamla bankanum að eigin geðþótta oft á tíðum með hræðilegum afleiðingum!

Sigurður Haraldsson, 3.5.2010 kl. 13:51

10 identicon

Lagagreinin kringilega er vísast tilkomin vegna ,,lausamannsins úr Norska verkamannaflokknum" sem gegndi starfinu um tíma á sérkjörum (reisupassa til Noregs etc.).

Naum rök eru í þessu máli. Fortíðardragan er sama hér og víðar í ríkisfyrirtækjum.

arnór snæbj. (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 15:12

11 identicon

Þetta er merkilegt fár. Viljum við fá hæft fólk til að gegna lykilstöðum í endurreisn Íslands. Ef ég man rétt voru bankastjórar stóru bankanna með um 1700 þús. á mánuði þegar fréttir af því voru fluttar á síðasta ári. Laun hjá forstjórum stærstu fyrirtækja landsins eru örugglega svipuð eða hærri. Dettur einhverjum í hug að Seðlabankastjóri eigi í alvörunni að vera á lægri launum.!!

Gáfnaljós (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 16:02

12 Smámynd: Skarfurinn

Vil leiðrétta að Már er ekki með milljón á mánuði, heldur tæplega 1,3 milljónir, þar munar þó nokkru. Hef haft álit á Láru V. Júlíusdóttur lögfræðingi, en það álit er fokið út í veður og vind, og mér finnst að blessuð konan eigi að segja af sæér strax, hún er í engum takti við það sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag árið 2010, ne græðgis árið 2007 er búið.

Skúli Helgason þingmaður fær stórt prik hjá mér fyrir að hafa vilja í að stöðva þessu fásinnu áður en of seint verður, því reynslan af Kjarar´ði er þannig að þeir lækka yfirleiit aldrei það sem hefur einu sinni verið hækkað.

Skarfurinn, 3.5.2010 kl. 16:15

13 Smámynd: Skarfurinn

Vil bæta því við að "gáfnaljós" hefur greinilega lært yfir sig eða eitthvað, úr því hann kemur með þessa tillögu sína.

Már er ný tekinn við sem Seðlabankastjóri og hefur engu afrekað hingað til svo ástæða sé til að verðlauna hann svona sérstaklega, það var hans val að flýja úr betur borgaðri vinnu.

Skarfurinn, 3.5.2010 kl. 16:20

14 identicon

Þetta er bara snilld. Ef rikið hefur efni á því að hækka laun eins ríkisstarfsmanns um 40% þá hlýtur það að ganga yfir línuna. 40% hækkun fyrir alla ríkisstarfsmenn strax í dag.

Sigurður (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband