Magma austur fyrir fjall

Nú ætlar Magma að hasla sér völl í Skaftártungunni. Við hér austanfjalls höfum ekkert við sænska skúffuspillingu að gera. Síðast þegar sænskir reyndu að hasla sér völl hér var þegar uppgjafaprestur þaðan var gerður biskupi í Tungunum. Honum var drekkt í Brúará.

Það verða einhver ráð.
mbl.is Magma á helming í Búlandsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tvískinnungur VG var ekki Jón Hjartarson að skrifa undir samning við Landsvirkjun varðandi vatn til handa flóahreppi og hvernig ætli sá samningur sé??.Fyrst stjórnarflokkarnir ekki ekki gripu í taumana tímanlega getur verið erfitt að ætla að vera vitur eftir á en þannig eru bara vinnubrögð VG

Kjósandi (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 17:16

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Virkjanir eru og verða deilumál. Útilokað er að virkja fallvötnin nema til komi mikil landbreiting. Það eru margar perlur á okkar fagra landi sem ekki má hreyfa mikið við, það eru líka til virkjanakostir sem tiltölulega litlu raski valda.

Það þarf að fara varlega í þessum málum. Þarna fyrir austan eru margar náttúruperlur, lítið má útaf bera til að illa færi ef virkjað verður þar.

Við verðum samt að sýna skynsemi, ekki gengur að banna allar virkjanir. Við verðum að geta nýtt orku okkar en þurfum að hafa gæfu til að gera það á skynsaman hátt.

Meðan nýtingarrétturinn er í höndum okkar Íslendinga eru meiri líkur á að við getum gert þetta af skynsemi, misvitrir og veikburða stjórnmálamenn eiga erfiðara að standa gegn erlendum stórfyrirtækjum sem hugsa eingöngu um arð og arðsemi.

Hvort Magma Energy er eitt af þeim fyrirtækjum vil ég ekki dæma um, en bendi á mjög gott blogg hjá Jenný Stefaníu Jensdóttur. Þar bendir hún meðal annars að fyrir kaup Magma á hlut í HS Orku í fyrra, hafi þetta fyrirtæki verið vægast sagt mjög lítið. Vöxtur þess er fyrst og fremst vegna kaupa í HS Orku, sérstaklega seinni kaupin og er það nú talið mjög stórt á sviði orkuvinnslu.

Það er einig umhugsunarvert hvernig Magma Energy fjámagnar kaupin.

Gunnar Heiðarsson, 24.5.2010 kl. 18:32

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

kjarnyrtur sem fyrr Bjarni !!!!!,og ert orðin V.G. þetta afturhald þitt má taka einhverjum breytingumn að mínu matir sem bloggvinar,við berjum saman á móti ESB en svo einstrengilegt að gera ekkert til að virkja og auka atvinnu erum við ekki sammála um/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 25.5.2010 kl. 12:45

4 identicon

Hlýtur Drauga- og tröllaskoðunarfélag Evrópu ekki að bjóða Svía sérstaklega velkomna?

Atli (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 20:47

5 identicon

hehehe

-sigm. (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband