Fjallagrös og VG sem vill allt banna...

ER það ekki svo að VG vilji banna allt annað mannlegt athæfi en það að einhverjir reiti upp fjallagrös?

Sjá nánar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki hægt að fá Svavar á kústinn.En það vita allir hver stefna VG er í orku og atvinnumálum við getum litið á suðurnesin og fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá. Síðan er VG búnir að vera í meirihluta hér í Árborg með góðum árangri að eigin sögn. p/s En íbúarnir geta dæmt um árangurinn sem náðst hefur í hækkunum á öllum gjöldum sveitarfélagsins og mörgum gæluverkefnum sem verið hafa í gangi þetta kjörtímabil.Þannig að það er ekki fýsilegur kostur að kjósa áframhaldandi óstjórn í fjármálum Sveitarfélagsins

Kjósandi í Árborg (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 19:32

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

VG vill endurtaka tilraunina með Austur Þýskaland Steingrímur telur sig sennilega vita hvað fór úrskeiðis

G. Valdimar Valdemarsson, 27.5.2010 kl. 19:57

3 identicon

Það vill svo til að sá atvinnuvegur sem vaxið hefur hvað mest á Íslandi er í fullvinnsla fjallagrasa. 

Veltaukningin er talin í hundruðum prósenta. 

Íslensk þekking og íslenskt hugvit.

Vilja menn halda áfram að skopast að fjallagrösum?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 20:38

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Jón,  "hundruð prósenta" er afstætt hugtak þar til við höfum grunngildið til að styðjast við. Upplýstu um fjallagrasatínsluna. Fór hún úr einu grammi í hundrað eða úr kílói í tonn eða eitthvað margfeldi þar af. Hvenær fer fjallagrasatínsla á Íslandi yfir umhverfisverndar mörk.?

Þurfum við að útrýma einhverjum dýrastofnum svo við getum framleitt fegrunarkrem fyrir þreyttar konur?  

Ragnhildur Kolka, 27.5.2010 kl. 20:59

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað er niðurlægjandi við að tína fjallagrös? Mér sýnist að nú séu margir farnir að sjá skóginn fyrir trjánum og leita uppi atvinnu- og verðmætasköpun með eigin hugmyndir að baki en ekki pólitíska atvinnustefnu.

Fjallagrös eru verðmæti líkt og svo fjölmargt annað sem náttúra þessa lands býður upp á. En þau flokkast undir "eitthvað annað" hugtakið sem mörgum góðum sjálfstæðismönnum hefur verið kennt að enginn megi láta undir höfuð leggjast að hafa að spotti.

Það er víst allt Ísland eitt samfellt fánýti ef ekki er hægt að breyta því í flag með aðstoð Caterpillarsins og koma því í hendur útlendinga sem eru svo góðir og leggja mikið á sig til að þiggja auðævi okkar fyrir erlenda smámynt.

Það er svo undarlegt að allir forystumenn sjallanna starfa "við eitthvað annað!"

Árni Gunnarsson, 28.5.2010 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband