Vænn þingmaður tekur pokann sinn

Afsögn Steinunnar Valdísar kemur á einkennilegum tíma og virkar sem örvæntingarfullt útspil rétt fyrir kosningar. Sjálfum fannst mér útspil Hjálmars Sveinssonar ekki stórmannlegt á þessum tíma og mátti ekki túlka nema á einn veg; segðu af þér svo ég komist að! Með sama rétti má gagnrýna Dag B.

En allavega, afsögnin er samt eðlileg og krafa almennings um hana var réttmæt. Það breytir samt  ekki því að það er eftirsjá í Steinunni Valdís. Við unnum saman í fjárlaganefnd og Steinunn Valdís er vænn stjórnmálamaður, réttsýn og sanngjörn. Henni mun farnast vel utan þings.


mbl.is Eftirsjá af Steinunni Valdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt skal vera rétt en mikið ósköp er skiptin slæm. Að fá Mörð í staðinn er nú varla til að bæta stöðu flokksins.

assa (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 00:06

2 identicon

Er þá allt í lagi að taka við hóflegum mútum svona eins og Dagur gerði að þínu mati?   Steinunn virðist svo geta tekið "Jónsen" á málið miðað við umfjöllunina og verður sjálfsagt komin á þing aftur eftir 2-3 ár!  

Það er svo annað mál að það eru flestir vænir, réttsýnir og sanngjarnir ef maður er réttu megin við þá - og svo náttúrlega í eftirmælunum!

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 00:17

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eftirsjá???? Ertu ekki í lagi maður? Er nóg að hafa verið saman í nefnd og þá er bara allt í gúddí gúddí? Þarf ekki bóksalinn að skoða örlítið betur sinn innri mann, ef komast á til valda á ný?

Halldór Egill Guðnason, 28.5.2010 kl. 03:38

4 identicon

Ef ég skil þig rétt þá átti hún að segja af sér en það mátti bara ekki benda henni á það !?

Það er staðreynd að hún sagði af sér vegna þrýstings frá almenningi og eigin flokki, hún hafði ekki frumkvæðið af því sjálf. Þarna hefði hún frekar átt að taka þig til fyrirmyndar sem brást rétt og snöggt við í erfiðum aðstæðum.

Rafn Hilmarsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 09:54

5 identicon

Ekki var það "stórmannlegt" - nei það veit Drottinn Guð almáttugur. En er ekki líka stórmennska fátíð í íslenskum stjórnmálum?

Það held ég.

Hún tók sig upp, svo eftir var tekið, þegar Árni Johnsen ritaði í Morgunblaðið um mál Björgvins G. Sigurðssonar. Það er illa komið þegar að drengskaparbragð sem á að vera daglegt brauð vekur þjóðaathygli, forundran og þras.

Allir stjórnmálamenn ættu að hugsa sinn gang. Styrkjakóngar sem aðrir. Það er ekkert síður hrokafullur þankagangurinn sem þarf að losna við úr íslenskum stjórnmálum s.b.r. það sem ég rita um hér:

http://blogg.visir.is/gb/2010/05/27/hun-er-tekin-me%c3%b0-hagsmuni-samfylkingarinnar-a%c3%b0-lei%c3%b0arljosi/

Þú mærir Steinunni - ekki þekki ég hana neitt - sjálfsagt er hún sæmileg manneskja. En manngæskuheimspeki Gísla á Brunnastöðum, svo falleg sem hún er, er röng. En sá góði maður sagði oft: "Það eru allir ágætir."

Kveðja,

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 09:58

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þetta var oft og en um væna Dilka þeir væru vænir/en svona gengur ekki um þessa sem þáðu styrki sem voru bara löglegir þá/Kveðja Halli gamli væni !!!!

Haraldur Haraldsson, 28.5.2010 kl. 15:58

7 identicon

Svörin eru ný leið til að finna og deila upplýsingum. Þú getur spurt spurningar um hvaða efni er að fá svör frá raunverulegum mönnum, og deila innsýn og reynslu. Hafa spurningu? Spurðu hana.

ccna voice (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband