Áberandi fjarvera...

Yfirleitt eru þeir sem mæta meira áberandi en þeir sem eru fjarverandi. Það er þó ekki alltaf.

Á síðasta degi kosningabaráttunnar boðaði Pakkhúsið á Selfossi fulltrúa flokkanna á sinn fund til skrafs og fyrirspurna. Í Pakkhúsinu er nú rekið myndarlegt ungmennastarf sem tekur við þegar krakkarnir vaxa upp úr starfinu í félagsmiðstöðinni.

Meirihlutinn sem nú situr hefur komið þessu starfi af stað en minnihluti Sjálfstæðismanna gagnrýnt starfið. Í kosningablaði sínu benda þeir á hvað spara megi með því að setja 0 krónur í bæði Ungmennahús og heimili fyrir alzheimersjúklinga. 

Vegna þessa var áberandi að fulltrúar sjálfstæðisflokksins mættu ekki. Það er mjög fátítt og um leið sérkennilegt að flokkur í framboði skrópi með þessum hætti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já fjarvera getur verið áberandi ætli það geti verið ástæðan að pólitískt ráðna Vinstri Græna fortöðukonan hafi boðað til þessa fundar eða til fundarins boðað með stuttum fyrirvara og frambjóðendur búnir að lofa sér annað

Kjósandi í Árborg (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 22:12

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Eftir því sem ég best veit voru nú ekki allir 18 frambjóðendurnir búnir að lofa sér annað, einhverjir voru á skrifstofunni hjá þeim.

Árborg getur svo sannarlega verið stolt af þeim forstöðumanni sem þarna er við stjórnvöllinn, skelegg, vel menntuð og góður starfsmaður sem var ráðin af hæfni.

Sædís Ósk Harðardóttir, 28.5.2010 kl. 23:01

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Frétti af þessum fundi Bjarni eftir á en fékk ekki boðun. Þakka ábendinguna. Það hefur því miður gerst að við sem erum í "minnihluta" höfum ekki fengið boðun. Dæmi um þetta er fyrsta strætóferðin í Árborg sem var gerð að fréttaefni og þá "gleymdist" að boða okkur fulltrúa D-listans.

Eitt sem ég hef frétt af málflutningi ykkar sem nú stjórnið sveitarfélaginu er að framboð D-listans sé á móti starfsemi Pakkhússins. Þessu er vonandi haldið fram af fáfræði frekar en hér sé vísvítandi haldið fram rangfærslum. Staðreyndin er sú að við studdum ungmennahús fyrir síðustu kosningar og höfum gert það allar götur síðan. Það sem við höfum gagnrýnt eru hins vegar kaup sveitarfélagsins á húsnæðinu sem var keypt til niðurrifs og þá var jafnframt keyptur rekstur Pizza 67 og áhöld og tæki þess. Þessi kaup voru vanhugsuð og þar fór fé forgörðum sem annars hefði verið hægt að nota beint í æskulýðsmál.

Eyþór Laxdal Arnalds, 29.5.2010 kl. 07:54

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

p.s.

ég skora á þig að leiðrétta þetta með Vinaminni sem þú skrifar hér að ofan - þetta er þér ekki sæmandi Bjarni

Eyþór Laxdal Arnalds, 29.5.2010 kl. 07:55

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

Kæri Eyþór. Þið eruð búnir að bera kosningablaðið ykkar í hvert hús þar sem hún er þessi sérstaka sparnaðartafla með 0 krónum í nokkur verkefni. Þar í er bæði húsnæði Vinaminnis og Pakkhúsið. Það má alveg ræða hvort þetta séu réttu húsin fyrir þessar stofnanir en ég veit ekkert hvernig er hægt að koma upp svona starfssemi með því að verja 0 krónum í húsakostinn!

Bjarni Harðarson, 29.5.2010 kl. 08:43

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

ps. en nú er kjördagur og tími til að hætta í pólitísku karpi og gefa fólki frið til að kjósa!

Bjarni Harðarson, 29.5.2010 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband