Bónus líður fyrir eignarhald

Bónusverslanirnar og önnur fyrirtæki Haga líða nú þegar mikið fyrir eignarhald. Eitt það mikilvægasta fyrir hvert fyrirtæki er að hafa velvild viðskiptavina sinna. Það hafa þessi fyrirtæki ekki meðan gamla Bónus-fjölskyldan kemur þar nærri.

Þetta á ekki bara við um Bónus heldur ekkert síður fyrirtæki á borð við Frumherja, Icelandic Express og fleiri og fleiri. Meðan óvinsælustu menn landsins eru bendlaðir við þessi fyrirtæki þá mun starfsfólk þeirra líða fyrir það. Almenningur nær ekki til útrásarglæponanna en margir eru skeytingalausir þegar þeir láta óvild sína gagnvart Finni Ingólfssyni, Jóni Ásgeiri og Pálma í Fons bitna á láglaunafólki á gólfi þessara fyrlrtækja. 

Búnaðarbankinn (eða hvað hann nú þykist heita sá banki í dag) hefur haldið einstaklega klaufalega á þessu máli og er að rýra eign sína með hverjum mánuðinum sem hann dregur að koma gangsterunum út úr Högum.


mbl.is Skráningu Haga frestað til hausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Högum á að breyta í samvinnufélag sem ætti að vera í eigu allra landsmanna ef Jóhannes væri fullur mangæsku ætti hann að leggja það til eins og Egill gerði þegar Kaupfélag Árnesinga varð til í síðustu kreppu.

Það má önuglega fá Háskólann á Bifröst til að vinna það sem verkefni hvernig þetta gæti gerst og gert verkefni um það . Íslendingar allir eru búnir að greiða fyrir þerra mistök bæði með falli bankana og einnig með hærra vöruverði hjá öllum matvöruverslunum sem ekki eru undir Högum.

Það hefur gerst með því að Hagar hafa níðst á Birgjum og þeir hafa sett það sem tapast hefur á viðskiptum við Haga á vöruverð til annarra

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.6.2010 kl. 09:57

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni. Þetta er rétt hjá þér. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2010 kl. 10:22

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það eru fleiri fleiri manns sem versla lítið sem ekkert við Bónus, eingöngu vegna eignatengsla útrásarvíkinga við verslanirnar. 

En sem betur fer eigum við ennþá val og getum verslað við Samkaup, Fjarðarkaup, Melabúðina og fleiri sem hafa eðlilegt bakland.

Anna Einarsdóttir, 6.6.2010 kl. 10:45

4 identicon

Ég hitti Bónusstarfsmann fyrir skemmstu og spurði hann hvernig það virkaði á hann að vinna fyrir opinberlega viðurkennd skítseiði.

Hann varð vandræðalegur og sagði þetta fínustu menn því þeir hefðu borgað honum vel í gegnum tíðina.

Vandinn liggur líka í þrælslund landans, hollustan liggur við launatékkann og siðferði húsbænda er aukaatriði á meðan tékkinn berst.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 10:56

5 identicon

Þið megið þó ekki gleyma að sú sala á matvörum sem tapast úr Högum fer til annarra. Þau fyrirtæki hagnast og styrkjast í staðinn því við vitum jú að meðan mannfjöldi í landinu er svipaður (Vonandi helst það svo) þá minnkar ekki sala á matvælum. Ef einhver missir vinnuna í Bónus þá getur hann vonandi fengið starf í annarri matvörubúð sem hefði eflst fyrir vikið.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 11:06

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ekki sammála þarna Bjarni,það fór bara allt urr böndum eða flest i þessari kreppu og útrás,!!!!en að kenna bara stjórnendum Bónus um,þetta er einföldun mikil,við sem höfum lifað okkur dagana vitum að þetta hefur viðgengust tugum áraum saman að okra á borgaranum það minkaði við komu Hagkaups og siðar Bónus,rétt skal vera rétt,en ekki órétt/en það varð maðkur i misunni og áð má laga ,eins var með með Sambandið og heildsalana sem lögðu það  sem þeim sýndist/Kveðja Halli gamli///P/s versla alltaf i Bónus bestu kjörin !!!!

Haraldur Haraldsson, 6.6.2010 kl. 11:39

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér hefur verið minnst á samvinnufélögin. Sú viðskiptaleið hefur orðið að gjalda fyrir spillingu Sambandsins og margir hafa óbeit á nafninu.

Það breytir því ekki að eftir sem áður er þessi leið sú sem nú ætti að fara þegar/ef þessar Bónusverslanir verða yfirteknar.

Árni Gunnarsson, 6.6.2010 kl. 11:49

8 Smámynd: Brattur

Nú á að nota tækifærið og skipta verslunum Haga upp... það hamlar eðlilegri samkeppni að einn aðili sé með 60% markaðshlutdeild... nú er einmitt tækifærið að taka á því máli...

Brattur, 6.6.2010 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband