...fer í fríið, ég fer í frííííííið

Það er í svona veðri sem Siggi stormur segir að maður eigi að fara út í náttúruna og njóta konunnar. Og það er komið að langþráðu og harðskipulögðu ferðalagi okkar Elínar um afskekktar byggðir þessa lands og þessvegna verður ekkert bloggað næstu daga.

Ef það spyrst til dularfullra hjóna á gömlum rauðum jeppa á undarlegum stöðum þá látið engan vita - það erum við.

Það er bara eitt sem varpar skugga á að fara af bæ núna. Það er jarðarför míns góða vinar Jóns Eiríkssonar í Vorsabæ sem lést aðfaranótt kjördags og verður jarðsunginn á morgun. Jón var einstakur höfðingi af gamla framsóknarskólanum. Meira um hann síðar. 

 

jon_eiriksson_grahella.jpg

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða ferð í fríið og njótið náttúrunnar

Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2010 kl. 10:04

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góða ferð í fríið bloggvinur Barni og frú/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.6.2010 kl. 23:46

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Bjarni, Jón verður bara með í anda. Góða ferð

Eiríkur Harðarson, 15.6.2010 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband