17. júní umsóknin

Legg til að umsókn Össurar um að ganga í ESB verði aldrei nefnd annað en 17. júní umsóknin. Það minnir okkur á hverju skal fórna fyrir fjólubláan draum kratanna.
mbl.is „Heilladagur fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni.

Vil spyrja þig hvers vegna ertu á móti ESB ?

Vil minna þig á að aðalandstæðingar ESB á Íslandi eru kvótaeigendur og eigendafélag bænda.  Bæði þessi samtök, (Morgunblaðið kallar svona samtök í útlöndum mafíur) vinna gegn öllu venjulegu fólki í þessu landi !

JR (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 22:17

2 identicon

Nafngiftin er ágæt. En þetta er nú víst umsókn frá fleirum en Össuri, leiðtogi þinn Steingrímur J. Sigfússon er einn aðstandenda þessarar aumkunarverðu gjörðar.

Kannski tekur það ár að fá svör. Kannski kemur það á sama tíma að ári. Þá verður 200 ára árstíð Jóns Sigurðssonar. Verður þá talaðu um Jóns inngönguna? -Í boði Össurar og Steingríms?  

Með þjóðhátíðarkveðju af Eyrarbakka,

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 22:18

3 identicon

Ég get ekki stillt mig um að snúa útúr. Össur hefur aldrei sótt um að ganga í ESB enda byggir sambandið ekki á einstaklingsaðild. Þú átt vonandi við umsókn Íslands sem samþykkt var á Alþingi. Með fórn áttu væntanlega við afsal á þjóðlegu valdi til yfirþjóðlegs valds. Allt alþjóðlegt samstarf og samningar byggja á þessu. EES- samningurinn er besta dæmið.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 22:19

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það held ég að Silvio Berslusconi  sé glaður í dag. Ítalir eru gríðarlega valdamiklir innan ESB og "njóta" leiðsagnar mafíuleiðtogans Berlusconi .

Fjöldi þingmanna í ESB fer eftir fólksfjölda aðildarlandanna, Finnar Svíar og Danir með sínar ca. 20 milljónir íbúa hafa ekkert að gera í ítala með um 60 milljónir manns. Svo að verði framtíðarsýn Össurar og Jóhönnu að veruleika skulum við búa okkur undir valdatafl alvöru mafíósa sem láta Björgólfa og Baugsfeðga blikna í samanburði. You ain´t seen nothing yet

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.6.2010 kl. 01:04

5 identicon

Kæri nafni,

Það er ótrúlegt að þjóðin skuli ekki fá að kjósa um eins mikilvægt málefni eins og ESB aðild. En það er svo sem skiljanlegt í ljósi þess að LÍÚ mafían ásamt bændamafíunni vill ekki ganga í ESB. Í staðinn þá vilja þeir viðhalda gamla góða kvótakerfinu, bændastyrkjum og sjómannaafslætti. Eins og við vitum þá eru þetta enn stærstu útflutningsfyrirtæki landsins, og hafa mikilla hagsmuna að gæta. Þau munu auðveldlega sjá til þess að við munum aldrei fá að kjósa um eitt né neitt hvað varðar ESB. Við fáum jú bara að kjósa um hluti sem skipta engu máli, eins og Icesave atkvæðagreiðslan, þar sem maður var hálfviti ef maður kaus ekki nei, þar sem betri samningur lá á borðinu. Til hamingju með sjálfstæðið íslendingar.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 02:34

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi aðildarumsókn er með DYGGUM stuðningi VG, ekki gleyma því.

Jóhann Elíasson, 18.6.2010 kl. 02:50

7 identicon

Landfræðilega er Ísland bæði í Evrópu og Norður Ameríku.

Því ekki að setja eystri hlutann í ESB og vestari í BNA?

Þá mætti afmerkja frísvæði handa sjálfstæðum Íslendingum í Grímsey og Vestmannaeyjum.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 03:05

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

JR Ég er andstæðingur ESB og Össur herti mig til muna í þeim efnum!

Sigurður Haraldsson, 18.6.2010 kl. 03:44

9 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Nafngift við hæfi 17. júni umsóknin.

Jón Baldur Lorange, 18.6.2010 kl. 09:07

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

JR - 75% þjóðarinnar vill EKKI í ESB - varla er 75% þjóðarinnar bændur og LÍÚ meðlimir - eða hvað.

Ástæðan fyrir andstöðunni er m.a. það sem kemur fram hjá Guðrúnu Sæmundsdóttur hér á undan.

Ástæðan er líka sú í heild sinni  að við viljum ekki verða lítið minnisblað í kompu á skrifstofum ESB í staðinn fyrir sjálfstæði okkar - við viljum ekki framselja auðlindir þjóðarinnar - við viljum ekki glata sjálfstæði okkar -

Nafngift Bjarna er vel til fundin - Það þyrfti líka að búa til nafngift á Viljayfirlýsinguna - og Svavarssmánina.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.6.2010 kl. 09:22

11 identicon

JR. Hverning er venjulegt fólk í landinu? Hvenær hefur Morgunblaðið kallað félagsskap manna í Íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði Mafíu?           Það má vel vera að Morgunblaðið hafi gert það ég sé það svo sjaldan en   það hafi líkt undirstöðu atvinnuvegum þjóðarinnar við Mafíu trúi ég ekki.  

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 09:57

12 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þarna erum við sammala,og þó svo þingflokkur sé þarna tvíræður held eg þegar á hóminn er komið að það breytist/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.6.2010 kl. 10:30

13 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Nafngiftin er ágæt - en ég vil samt nota tækifærið Bjarni og minna þig á að þú stökkst úr L-listanum beint í fangið á þeim flokki sem studdi umsóknina hvað ákafast.  Mér þótti það draga talsvert úr þínum trúverðugleika.  En alment fer því fjarri að andstæðingar ESB komi bara úr röðum sjávarútvegs og landbúnaðar, ég tilheyri t.d. hvorugum hópnum.

Ragnar Kristján Gestsson, 18.6.2010 kl. 12:14

14 Smámynd: Vendetta

Ég er ESB-andstæðingur og ekki er ég í neinum hóp. Andstaða mín er heldur ekki vegna ættjarðarástar á Íslandi. En ég hef búið meirihluta ævinnar í (þremur) aðildarlöndum ESB og hef getað fylgzt með skriffinnskunni, bruðlinu, spillingunni, miðstýringunni og skortinum á lýðræði, sem einkennir stofnanir ESB og hugarfar embættismanna stofnananna.

Þannig að andstaða mín er byggð á trú minni að öll sjálfstæð ríki eigi að fá að ráða sér sjálf og að íbúar ríkjanna eigi ekki að þurfa að hlíta tilskipunum frá erlendu ríki. Ráðherrar aðildarlanda ESB eru eins og hundar í bandi.

Vendetta, 18.6.2010 kl. 13:07

15 Smámynd: Vendetta

Þegar ég segi að ég sé ekki í neinum hóp, þá á það líka við að ég eigi engra persónulegra hagsmuna að gæta í sambandi við ESB, einungis samvizku minnar og pólítískra skoðana.

Ef menn eru lýðræðissinnar, þá geta þeir ekki samtímis aðhyllzt ESB.

Vendetta, 18.6.2010 kl. 13:11

16 Smámynd: Vendetta

Og svo ég bæti við tveimur atriðum:

  • Á meðan framkvæmdastjórn og stofnanir ESB styðja ötullega fjölþjóðleg stórfyrirtæki gegn hagsmunum neytenda og styðja dýraníð með reglugerðum sínum, þá er einskis góðs að vænta úr þeim herbúðum.
  • Rök sumra ESB-sinna um að íslenzkir þingmenn og embættismenn eru svo duglausir og spilltir hvort eð er, að það getur varla orðið verra er að sjálfsögðu góð og gild, en samt. Það er munur á því að geta kosið "beint" duglausa einstaklinga á Alþing og svo því að láta duglausa einstaklinga í ESB, sem enginn hérlendis hefur kosið, ráða yfir sér.

Vendetta, 18.6.2010 kl. 13:24

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mikið afskaplega er þessi umræða alltaf hreint á lágu plani....

Óskar Þorkelsson, 18.6.2010 kl. 17:03

18 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Er nokkuð ánægður með þessa umræðu þó galla megi finna. 

En til sáluhjálpar J.R þá væri gagnlegt að fá úr því skorið hverskonar fólk það er sem endilega vill ekki lengur vera Íslendingar.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.6.2010 kl. 17:16

19 Smámynd: Vendetta

Óskar, er þá hægt að gera ráð fyrir, að þú sért mjög eða frekar hlynntur íslenzkri aðild að ESB? Og finnst að röksemdir ESB-sinna séu á háu plani?

Vendetta, 18.6.2010 kl. 18:46

20 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ítalska fyrirtækið Impregiló sem vann við Kárahnjúka valtaði léttilega yfir íslensku verkalýðshreyfinguna sem og stjórnvöld,erum við sátt við aukin áhrif ítala hérlendis við inngöngu Íslands?

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.6.2010 kl. 20:11

21 identicon

Já eins og staðan er í Danmörku í ESB í dag, þá er það jú vitað mál að Impreglia og önnur fyrirtæki valta yfir verkalýðshreyfinguna í sífellu. Sama vandamál á sér stað í spillingarþjóðfélaginu Svíþjóð og Finnlandi. Eins gott að við erum sjálfstæð og getum stjórnað okkur sjálf, þ.e. ef maður lítur framm hjá því að við samþykkjum upp um það bil 60-70% af reglugerðarbákni ESB án þess að lyfta fingri, enda ættum við það á hættu að verða sparkað úr hinu góða EES. En hverjum er ekki sama um það að ESB setji lög sem við samþykkjum án fyrirvara, þeir skulu sko ekki halda að þeir stjórni neinu hérlendis. Við erum jú sjálfstæð þjóð! Þar að auki þá eru íslenskir stjórnmálamenn þekktir fyrir heiðarleika, og enga spillingu. Ég skil ekki hvað þetta lið sem flýr landið þessa dagana er að halda að það finni eitthvað betra líf fyrir utan landssteinana. Til hamingju með sjálfstæðið íslendingar!

Bjarni (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 23:39

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Vendette.. lestu tilsvörin hér og áörðum síðum þar sem minnst er áESB.. þá sérðu svör eins og hjá Guðrúni hér að ofan sem er skrifað af þvílíkri vanþekkingu að maður hristir bara hausinn og fer eitthvað annað..  Impreglio hefði aldrei getað hagað sér svona í ESB landi.. þeir fara eftir lögum og reglum í viðkomandi landi þar sem þeir gera tilboð í verk. hér á íslandi hittu þeir fyrir molbúa með handónýtt skattakerfi, handónýta verkalýðshreyfingu og almenning sem ekki skiptir sér af neinu sem ekki kemur þeim beint við nema þá bara með röfli.

Ég hef búið í ESB þótt ég búi í noregi í dag. ég er hlynntur inngöngu íslands í ESB af einni aðalástæðu, framsóknarflokkur og sjálfstæðisflokkur . Helstu málsvarar spillingar áíslandi sem hafa með gjörðum sínum og spillingukolsteypt íslensku þjoðfélagi, grafið undan efnahag almennings og eyðilagt orðstýr okkarlands og þjóðar. InnanESb fengju þessi spillingaröfl strangar reglur og reglugerðir til þess að vinna eftir og gætu ekki með eins auðveldum hætti eyðilagt lífsbrauð þitt og mitt með nokkrum pennanstrikum eins og þeir hafa gert reglulega á stuttri sjálfstæðissögu þessa volaða lands.

Hér í noregi er mér slétt sama um ESB enda er norska ríkið vel rekið og þjóðfélagið gengur sinn vanagang þrátt fyrir stjórnmálamenn. 

Varðandi spillingarmál  hér í noregi þá komast þau annað slagið upp og þá eru afleiðingarnar alvarlegar fyrir viðkomandi einstakling eða fyrirtæki.. 

Með svonamoðhausa við stjórn eins og á klakanum þá er íslenskum almenningi best borgið innan laga og reglna ESB, þá þurfa þau amk ekki að óttast kollsteypur á 8 - 12 ára fresti eins og ég hef upplifað á íslandi.

Takk fyrir

Óskar Þorkelsson, 19.6.2010 kl. 04:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband