Skrípagangur til útflutnings

Einn færasti gamanleikari þjóðarinnar Jón Gnarr náði ótrúlegum árangri í kosningum á liðnu vori og hefur síðan farnast frekar vel í embætti. Gamanleikinn hefur hann nú til punts en svarar spurningum af og til af skynsemi. En gamlir og lúnir stjórnmálamenn hafa þolað fordæmi Jóns misvel.

Þannig hefur þjóðin í sumar mátt horfa á sitjandi utanríkisráðherra haga sér eins og skrípakall bæði hér heima og erlendis. Við hlið embættismanna ESB talar hann um aðildarviðræður Íslands af slíku þekkingarleysi og fagurgala að jafnvel stækkunarstjórinn ESB verður að sussa á skrípaleikinn og minna á að auðvitað fái Íslendingar engar undanþágur.

Næst þegar sami ráðherra kemst í fjölmiðla lætur hann eins og ekkert sé að marka embættismenn ESB og talar í óráði um að samningar verði bara betri og betri eftir því sem ljósara liggur fyrir að Íslendingar ná engum frávikum frá almennum reglum Rómaréttarins.

Á sama tíma og andstaða meðal þings og þjóðar fer sívaxandi talar utanríkisráðherra um að fylgi við ESB aðild sé að aukast. Þannig eru öfugmælin orðin að reglu. Það er full ástæða til að óttast að meðal viðsemjenda okkar lýsi Össur Skarphéðinsson því næst yfir að helsta áhugamál íslensku þjóðarinnar sé að erlendar þjóðir yfirtaki bæði landhelgina, orkuauðlindir þjóðarinnar og alla stjórn innanlandsmála.

Ef hæstvirtur ráðherra væri fyndinn eða hagmæltur gæti sagan skipað honum á bekk með Jóni Gnarr eða Bjarna borgfirðingaskáldi sem orti svo fagurlega:

Í eld er best að ausa snjó,
eykst hans log við þetta.
Gott er að hafa gler í skó
þá gengið er í kletta.

(Birt í Morgunblaðinu  25. ágúst sl.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þarna erum við ekki sammála,bara als ekki !!!!Þú talar um gamla og lúna stjórnmálamenn,hver er meðalaldur sjálfstæðismanna í Borgarstónn,auðvitað má um alla segja að þeir séu ekki hæfir,en svona alhæfingar eru bara grín að manni finnst,eða átti þetta kannski að vera það/Kveðja Bloggvinur /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.8.2010 kl. 16:05

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Sagði ekki Meistarinn forðum.: " Faðir fyrirgef þein, því þeir vita ei, hvað þeir gjöra" !

 Í þessum hópi er ekki aðeins gamli Þjóðviljaritstjórinn - Össur - heldur og fyrrverandi dómkirkjuprestur.

 Lásu virkilega hvorugur þessara manna, hvað Stefan Fule framkvæmdastjóri ESB., sagði hér fyrir nokkrum vikum.

 Orðrétt sagði Fule.: " Ekki er hægt að fá NEINAR UNDANÞÁGUR frá lögum ESB., varðandi SJÁVARÚTVEG .  Punktur . Basta.

 Meistarinn gaf blindum sýn - megi klerki og utanríkisráðherra auðast að sjá ljósið - eða sem Rómverjar sögðu.: Nulli desperandum quamdiu spirat" - Þ.e. " Meðan líf er -er og von" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 18:26

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni. það er fróðlegt að sjá alla þá sem opinbera sitt tapsæri í síðustu borgarstjórnar-kosningunum? þar getum við plokkað út alla þá sem virkilega vildu halda áfram að selja Ísland með manni og mús!

þeir sem reyna að rakka Jón Gnarr niður eru í raun að opinbera stuðning sinn við gömlu svikin!

það er eiginlega fróðleg skemmtun M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.8.2010 kl. 21:59

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka góða grein Bjarni.

Kalli Sveins, þú vitnar í meistarann "Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra" og villt meina að það eigi við Össur. Því miður veit Össur nákvæmlega hvað hann er að gera, því er ekki með nokkru móti hægt að fyrirgefa honum!

Gunnar Heiðarsson, 28.8.2010 kl. 09:06

5 Smámynd: Hjalti Tómasson

Þú ert vís með að leiðrétta mig Bjarni ef ég fer með rangt mál eða minnið er að svíkja mig. 

Ef ég man rétt var borið upp á Steingrím Hermannson að hann hefði til að bera yfirgripsmikla vanþekkingu á efnahagsmálum. Í annað skifti var sagt um Davíð Oddson að hann hefði skítlegt eðli. Þetta kom hvortveggja fram á alþingi. Það var í þá gömlu góðu þegar pólitíkin var svona eins og virðulegur heldrimannaklúbbur og að mestu leyti í friði fyrir skoðunum almennings  ( nema rétt kringum kosningar ), menn gátu gengið nokkuð örugglega að sínum sætum á þingi og þokkalegri sendiherra eða bankastjórastöðu að stjórnmálaferlinum loknum. Stjórnmálamenn höfðu þá einkarétt á að gagnrýna hvern annan en almenningi var yfirhöfuð ekki treyst til að hafa skoðanir, í það minnsta þóttu þær ekki vega þungt ( nema kringum kosningar )

Ekki var þá, frekar en nú, gerð krafa um að menn hefðu einhverja þekkingu á málum sem þeir áttu að stjórna. Spurning um siðferði þótti einfaldlega ekki við hæfi enda gengið útfrá því sem gefnu að fólk í stjórnmálum væri öðru fólki fyrirmynd í siðferði og visku. Embættismenn og ráðherrar gátu beitt valdi sínu að vild enda enginn að kíkja yfir öxlina á þeimm og spyrja óþægilegra spurninga. Enn þann dag í dag eimir eftir af þessum vinnubrögðum nema nú dúkkar upp allskonar lið með bjánaspurningar og allt er tortryggt sem menn reyna að gera landi og þjóð til heilla. Og enn er almenningi ekki treyst til að hafa skoðanir.

Í dag er almenningur að vakna til vitundar um eigið vald en stjórnmálamenn virðast enn lifa í þessum gömlu góðu dögum þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Sumu virðist einfaldlega ekki hægt að breyta.

(„L'État, c'est moi“) Ríkið, það er ég.

Þetta er haft eftir sólkonungnum Loðvík 14.

Spurning hvort hér leynist margir sólkonungar

Hjalti Tómasson, 28.8.2010 kl. 12:58

6 identicon

..."að erlendar þjóðir yfirtaki ....... alla stjórn innanlandsmála."

Væri það verra en Össur?

Glúmur (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband