Í landi þar sem mútur eru löglegar

Í lögunum er hins vegar hvergi lagt bann við því, að framkvæmdaaðili greiði kostnað vegna vinnu við aðal- eða deiliskipulag.  Samkvæmt 5. tl. 34. gr. greiðist kostnaður við gerð deiliskipulags úr sveitarsjóði, með þeirri undantekningu, sem greinir í 1. mgr. 23. gr. laganna, þar sem landeiganda, eða framkvæmdaraðila, er heimilað að gera tillögu til sveitarstjórnar að deiliskipulagi eða breytingu á því á sinn kostnað.  Felur ákvæðið fyrst og síðast í sér  skýlausan rétt framkvæmdaraðila til að koma með tillögu að deiliskipulagi eða breytingu á því, gegn því að hann greiði þann kostnað...

(Úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Flóahrepps gegn íslenska ríkinu, 17. september 2010)

Það er hægt að hafa misjafnar skoðanir á því hvort virkja eigi neðri hluta Þjórsár og það er mikilvægt að bæði virkjanasinnar og virkjanaandstæðingar í þessum sveitum virði hvorir aðra.

En eftir þennan dóm er erfitt að bera mikla virðingu fyrir þeirri lagatúlkun að mútur skuli heimilaðar. Það er vonandi að ráðherra heykist ekki á að áfrýja málinu. Staðfesti Hæstaréttur dóminn verður að virða rétt hreppanna í þessu tilviki en það er þá jafnframt hlutverk Alþingis að skerpa á reglum um óháða og vandaða afgreiðslu stjórnvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er heldur ekki bann við því að kjörnir fulltrúar eða embættismenn þiggi gjafir á borð við fríar ferðir með einkaþotum auðkýfinga. Hversu oft fengu forsetinn, ráðherrar eða embættismenn að fljóta með?

Hér eru menn bara á móti þeirri spillingu sem þeir fá ekki að taka þátt í. Fyrir utan að það er ekki spilling sem þeir taka þátt í. Það er bara sparnaður fyrir skattgreiðendur.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 22:18

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Flokkarnir samþykktu nýlega að ekki þyrfti að nafngreina mútugreiðendur til þeirra að vissri upphæð!  Það eru líka löglegar mútur!

Allt sem er ekki beinlínis bannað, það má!  Og hvað sagði ekki Hannes Smára:  Ég á þetta, ég á þetta!  Sama sem:  Ég ræð, ég má!

Auðun Gíslason, 17.9.2010 kl. 22:23

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Nú lítur út fyrir, að sumir vilji ekkert gera með niðurstöður Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis!

http://skarfur.blog.is/blog/skarfur/entry/1096248/

Auðun Gíslason, 17.9.2010 kl. 22:28

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þurfum við nokkuð lög og reglugerðir? Það er ekkert farið eftir þessu hvort eð er. Mikið væri nú hægt að spara með því að leggja niður Alþingi sem setur lög sem enginn fer eftir. Væri ekki einfaldara að hafa bara tvö ráðuneyti. Annað gæti verið svona "það sem má ráðuneyti" og hitt það sem má ekki". Síða væri bara deilumálum  vísað til EFTA dómstólsins og vonast til að aðrir borgi fyrir þá þjónustu.....Nú eða þetta gæti verið verkefni fyrir Landsdóm, sem aldrei hefur fengið nokkurt verkefni og hlýtur sem síkur enn að vera mikið til óspilltur....!!! Fráfarandi dómsmálaráðherra væri augljós kostur sem formaður þess dómsstóls.....

Ómar Bjarki Smárason, 18.9.2010 kl. 11:38

5 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Lög landsins gilda. Það er bara þannig. Þú getur kallað þetta mútur en er það svo? Eru ekki mútur undir borði og í leynd? Held að þá hafi þessi "mútur" alveg klikkað því allir vita hvernig þetta var gert. 

En mér þykir annað merkilegt. Varla var Svandís búin að fá dóminn á sig um sína "góðu stjórnsýslu" en að hún var farin að hóta frekari valdnýðslu um að "vinda ofan af Magma málinu". Þetta þótti engum "blaðamanni" áhugavert. Allavega ekki hingað til. En líklega hefði allt trompast hefði Sjálfstæðisráðherra hagað sér svona.

Jón og Séra Jón? 

Ekki er ég hrifinn af Magmamálinu en Guð minn góður hvað mér þykir þó vænt um að ráðherrar fari eftir landslögum og beiti ekki valdnýðslu í pólitísku trúarofstæki.

Sigurjón Sveinsson, 18.9.2010 kl. 12:01

6 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Sammála Bjarni.

Andrés Kristjánsson, 18.9.2010 kl. 12:32

7 identicon

Félagi Bjarni !

 Segjum að fyrrum alþingismaður, mótorhjólafrík, unhverfissinni fram í fingurgóma, sveitamaður og kjaftaskur -- sé beðinn að leiða nokkrar mætar dömur af höfuðborgarsvæðinu um ákveðinn hluta Suðurlands.

 Hann svarar.: " Skal gert, fái ég greiddar, segjum 30 þúsund fyrir greiðann"

 Mútur ??

 Nei, ekki aldeilis.

 Þakkarvottur fyrir gjörninginn !

 Hitt er svo grafalvarlegt, hve lengi mesta afturhald íslenskra stjórnmálaflokka frá upphafi síðustu aldar, vinstri RAUÐIR - fá tafið lífsnauðsynlegar uppbyggingar íslenskra atvinnuvega - og það í andstöðu við nærri þjóðarvilja ?

 Eða sem Rómverjar sögðu:  "Contra ins gentium" - þ.e. "Í andstöðu við þjóðarvilja" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 13:43

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón og séra Jón eru ódauðlegir á Íslandi og búa gjarnan í sömu sveit.

Blaðamennska er oft undir handarjaðri séra Jóns.

Tímamótamyndin Draumalandið er pólitísk frá upphafi til enda og tekur til meðferðar eitt stærsta verkefni okkar í tilliti framtíðar.

Þessi kvikmynd var sýnd í sjónvarpinu í byrjun síðustu viku.

Hvar fæ ég að sjá viðbrögð blaðamanna ?

Árni Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 13:47

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef við hugsum um raunverulega framtíð Móður Jarðar og lífsins alls á jörðinni, þá verður hugarfarsbreyting að eiga sér stað í heiminum.

þegar gestir jarðarinnar átta sig á því er hægt að framkvæma í samræmi við skilning á mikilvægi jarðarinnar. Við verðum að hugsa fram í tímann, ekki bara til morgundagsins. Í upphafi skal endirinn skoða!

Lagabókstafir sem styðja tortímingu á lífsskilyrðum jarðarinnar nýtast að lokum ekki nokkru lífi! Ef valda-Jón og aðrir Jónar skilja þetta ekki eru allir þessir Jónar að tortíma lífsskilyrðum á jörðinni! Og eftir tortímingu þarf ekki að þræta lengur?

Árni. Góð ábending að horfa á Draumalandið! Hvað verður eftir af raunverulegum auð?

þetta er mitt mat á öllum þessum laga-Jónum! 

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.9.2010 kl. 11:40

10 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Drífðu þig á þing aftur og breyttu hlutunum !

Árni Þór Björnsson, 19.9.2010 kl. 11:48

11 identicon

mútur eru legel ......?

MCSE (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband