Góður Nóbill

vargas_llosa_2010.jpg Mario Vargas Llosa hlaut nóbelsverðlaunin í gær og er afar vel að þeim kominn. Þegar ég þvældist um Perú um árið las ég nokkrar af bókum þessa frábæra höfundar. Seinna hér heima þá einu sem hefur mér vitanlega verið þýdd á íslensku, bókina um Pantaleon og sérþjónustuna. Hún er sínu lökust af þessum Vargas bókum en nú bæta íslenskir útgefendur örugglega hér úr og þýða meira eftir kallinn.  Ég mæli sérstaklega með bók hans um Dóminikanska lýðveldið, Feast of the goat minnir mig að hún heiti.

Skondið að á sama tíma og þessi gamli stjórnmálarefur fær nóbilinn þá eru efst í bókabúðum hér krimmar eftir nöfnu hans frönsku skáldkonuna Fred Vargas. Þeir eiga áreiðanlega eftir að njóta góðs af! Ég veit ekki til að þessi tvö séu skyld og allavega er Mario helst til ungur til að vera pabbi þeirrar frönsku. En þriðji rithöfundurinn með þessu nafni er  Álvaró Vargas Llosa sonur Nóbilhöfundarins nýbakaða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nobelinn

Glúmur (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 12:52

2 identicon

Eða:

Nobel (eða Nobell, frb. [no:bedl])

Nobel

Nobli

Nobels

Glúmur (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 12:56

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þakka skemmtilega umfjöllun um nóbelprísinn sem fáir muna eftir höfundi nema í eina eða tvær sekúndur. Mario Vargas Llosa, þetta hljómar í mín eyru eins og hugsanlega Halldór Kiljan Laxness í eyru svefnþyrstra barna í Indó Kína eða á Langanesi árið 1944!

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.10.2010 kl. 00:06

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Nóbill er íslenskun Glúmur, man ekki hvar ég rakst á hana fyrst en þetta orð fellur að íslensku beygingarkerfi, þetta er karlkyns orð, hér er nóbill... beygist svipað og t.d. skutull.

Bjarni Harðarson, 9.10.2010 kl. 11:23

5 Smámynd: Vendetta

Kanntu þá spænsku, Bjarni?

Vendetta, 9.10.2010 kl. 17:33

6 Smámynd: Vendetta

Það er rétt að Fred vargas er ekki skyld Jorge Mario Pedro Vargas Llosa. 

Eftirnafnið Vargas, annað hvort sem fyrsta eða annað eftirnafn, er mjög útbreitt í Rómönsku Ameríku, þannig að líkurnar á skyldleika milli tveggja frægra persóna með þetta eftirnafn eru mjög litlar.

Sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Vargas_(surname)

Auk þess er Fred Vargas pennanafn glæpasagnahöfundarins Frédérique Audoin-Rouzeau, sem hefur engin tengsl við Suður-Ameríku, en tók Vargas-nafnið úr gamalli bíómynd.

Vendetta, 9.10.2010 kl. 17:45

7 identicon

Sæll Bjarni. Þú gleymir ágætri þýðingu Sigrúnsr Á. Eiríksdóttir á "Hver myrti Móleró?". Og nú verður vonandi eitthvað meira þýtt eftir Llosa.

Eiríkur Ágúst (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 15:16

8 Smámynd: Bjarni Harðarson

Já þessi þýðing Sigrúnar hefur farið framhjá mér - en bara svo það sé á hreinu þá kann ég ekki staf í spænsku þó konan mín tali hana reiprennandi. Ég hef bara lesið kallinn í enskum þýðingum.

Bjarni Harðarson, 11.10.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband