Stjórnar Jón Bjarnason umræðunni...

Ég er ekki vanur að nota þessa síðu til að auglýsa pólitíska fundi hjá Samfylkingunni en auglýsing fyrir fundinn með Baldri Þórhallssyni í kvöld hrópar á athygli og kætir okkur mörg. Líklega erum við bara á réttri leið.

Samfylkingin og Evrópumál:

Erum við að gera nóg eða stjórnar Jón Bjarnason umræðunni?

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands verður frummælandi á félagsfundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík miðvikudaginn 17. nóvember, þar sem fjallað verður um yfirstandandi samningaviðræður við ESB. Að lokinni framsögu Baldurs verða umræður og mun hann svara fyrirspurnum fundarmanna.
Fundurinn verður haldinn 17. nóvember að Hallveigarstíg 1 og hefst kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 20. Komið og takið þátt í líflegum skoðanaskiptum.

Allir velkomnir. Stjórnin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að minu mati er það hlægilegt að þessi maður kalli sig stjórnmálafræðing, hann er álílka marktækur stjórnmálafræðingur og Hannes Hólmsteinn rithöfundur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2010 kl. 17:48

2 identicon

Baldur Þórhallsson er frábær fræðimaður og óskandi að við Íslendingar hefðum fleiri slíka. Algjörlega ótrúlegt hvernig sumir flokka menn eftir skoðunum þeirra í Evrópumönnum. Það er hins vegar til skammar fyrir íslenska þjóð að hafa mann eins og Jón Bjarnason í ráðherrastóli (hefur ekkert með skoðanir hans í Evrópumálum að gera). Enn skammarlegra er auðvitað að maður sem þurfti að segja af sér þingmennsku vegna óheiðarleika skuli vera orðinn starfmaður ráðuneytisins.

Haraldur (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 18:38

3 identicon

Ég er sammála Haraldi. Hins vegar má telja hinum "óheiðarlega" þingmanni til málsbóta að hann sagði af sér þingmennsku. Það er ekki venja hina vammlitlu.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 18:58

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Á meðan þið félagarnir vinnið gegn íslensku þjóðinni og neytendum í landbúnaðarráðuneytinu, þá talar fólk sem er að gera eitthvað í þessu landi í allt aðra átt - samanber forstjóra Össurar í dag: http://www.ruv.is/frett/segir-icesave-skada-vidskiptalifid

Þarna segir hann að ESB myndi bæta stöðu Össurar, og annara fyrirtækja á íslandi - sérstaklega þeirra sem eru að vinna á erlendum mörkuðum.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 17.11.2010 kl. 19:11

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það skiptir mig litlu máli hvar þessi maður er staddur í Evrópumálum.  Hann er hinsvegar algjör rugluhaus þegar komur að stjórnmálum, hlutdrægur með afbrigðum og rakkar niður flokka og fólk á fölskum forsendum.  Það geta ekki kallast góð vinnubrögð.  Stjórnmálafræðingur hlýtur að þurfa að vera nokkurnveginn hlutlaus og faglegur, þegar hann er kallaður til að segja álitl sitt á flokkum, mönnum og málefnum.  Það er þessi maður enganveginn. 

Að segja að þessi "stjórmálaflræðingur" sé frábær fræðimaður segir meira um þá sem þannig tala en nokkuð annað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2010 kl. 19:18

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Baldur fer fyrir samfylkingarsetri í Háskóla Íslands, blótar kratísk goð og útskrifar samsinnunga eins og Eirík Bergmann. Til að jafnræðis sé gætt ættu aðrir stjórnmálaflokkar að fá sín setur við Háskóla Ísland. Færslan er drepfyndin og ég þakka fyrir hana.

Páll Vilhjálmsson, 17.11.2010 kl. 19:42

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Mætum á Austurvöll fimmtd. kl. 14.00, biðjum Alþingi um,

Frjálsar Handfæra Veiðar, sem leysa fátæktar og atvinnu vanda Íslendinga!

Aðalsteinn Agnarsson, 17.11.2010 kl. 20:26

8 identicon

Félagi Bjarni !

 Sýndu á flokksráðsfundinum n.k. laugardag, að þið Jón Bjarnason séuð til samans magnaðir þungaviktarmenn !

 Sýndu  á flokksráðsfundinum að þið tryggið að tillagan um að " yfirstandandi aðlögunarferli að ESB., verði stöðað"  - að hún verði samþykkt með miklum meirihluta atkvæða.

 Niðurstaða tillöguflutningsins getur haft víðtæk áhrif fyrir okkar þjóð.

 Nú reynir á þig, Jón Bjarna., Ragnar Arnalds, Hjörleif - og hundruð annarra í forystu vinstri-grænna- standið þétt saman ! - Eða sem Rómverjar sögðu.: Quae non valeant singula juncta iuvant , þe. " Sameinaðir stöndum vér - sundraðir föllum vér" !.

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 23:20

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Stórfyndið Bjarni, og nauðsynlegt að deila þessu með okkur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.11.2010 kl. 23:23

10 Smámynd: Gunnar Waage

Segi það sama, þvílíkir brandakarlar.

Gunnar Waage, 18.11.2010 kl. 00:29

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að fólk hér ætti að gæta að sér sérstaklega menn sem eru framkvæmdastjórar Heimssýnar. Menn vilja láta taka sig alvarlega tala ekki svona um menn sem eru annarar skoðunar. Hann hefur þó það fram yfir þá spekinga sem hér tala að hann hefur menntun á þeim sviðum sem hann tjáir sig um.

Baldur er Jean Monnet prófessor í stjórnmálafræði og formaður stjórnar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands.  Hann sérhæfir sig í rannsóknum á smáum ríkjum, samrunaþróun Evrópu og utanríkisstefnu Íslands.  Hann hefur skrifað og gefið út fjölda greina um Ísland og Evrópusamrunann, smáríki í Evrópu og utanríkisstefnu Íslands. Baldur ritstýrði bókinni Iceland and European
integration: On the Edge
, sem kom út hjá Routledge útgáfunni í Bretlandi árið 2004.  Bókin byggir að mestu á rannsóknavinnu Baldurs á afstöðu íslenskra
ráðamanna til þátttöku Íslands í Evrópusamrunanum og spannar bókin 50 ára tímabil. Bókin The Role of Small States in the European Union eftir
Baldur kom út á vegum Ashgate útgáfunnar í Bretlandi árið 2000. Baldur hlaut  doktorsgráðu frá stjórnmálafræðideild háskólans í Essex í Englandi árið
1999

Svo ég sting upp á að fólk sem hefur allan sinn fróðleik um ESB frá Mogganum og öðrum afturhaldsöflum og hagsmunaaðilum sem svífast einskis í baráttu sinni, að gæta að þvi hvernig það talar um annað fólk. Þarna fer maður sem hefur kynnt sér málin örlítið betur en flestir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2010 kl. 01:33

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að svífast enskis kemur hlægilega úr munni manns sem ver sína Samfylkingu alveg fram í rauðann dauðann ver allt sem hún gerir án tillitis til hvort þverjum það þjónar.

Ég til dæmis les aldrei Moggann, en ég hef rætt við fólk sem býr erlendis bæði íslendinga og annara þjóða, svo sem eins og þjóðverja, austurríkismenn, dani svo eitthvað sé nefnt.  Þeir sem ég tala vilð eru allir sammála um spillinguna og ofríki ESB og segja mér að hér sé verið að plata og ljúga til að fá til sín auðlindirnar.

Ég hef líka rætt við mann sem býr í Lúxemburg sem segir mér að ESB elítan þar sitji við háborð gnægtanna, þeir hafa lúxusvillur, einkabílstjóra og börnin ganga í einkaskóla. Þessu hefur þeim verið lofað fyrir gott starf í að koma samlöndum sínum inn í ESB, svo ekki tala við mig alla vega um eitthvert Moggablæti eða að ég sé afturhaldsafl.  Hagsmunaðili er ég auðvitað sem íslendingur sem vill Ísland frjálst og tel því best borgið utan ESB, en í nánu samstarfi við ALLAR þjóðir.  Ef við fletjum jarðkúluna út kemur í ljós að Ísland er NAFLI alheimsins, umferðarlega séð.

Þetta fólk sem nú vill okkur endilega inn í bandalagið er löngu síðan búið að gera sér grein fyrir mikilvægi Íslands í samgöngum, fyrir utan staðsetningu og síðan allar þær auðlindir sem við sitjum á.

Einn aðiili sagði mér til dæmis að næstu skref yrðu að fara út í  hve margir einstaklingar væru á hverjum ferkílómeter í löndum ESB og síðan yrði farið í að færa á milli, frá þéttsetnari löndum til þeirra sem fámennari erum.  Ef til vill byltingakennt, en mér er sagt að það sé nú þegar búið að gera slíka úttekt og þar mun Ísland vera innan borðs. Það væri ef til vill afar notalegt að gera til dæmis sent okkur rómafólkið sem enginn vill hafa inn á sínum garði. 

Svona 350 stykki til dæmis. Ekki að ég hafi neitt á móti neinum þjóðfélagshópum, en við erum svo fá.  Mættum vera miklu duglegri í að taka við fólki fá öðrum löndum, til að jafna þetta svolítið og gefa meiri hlutdeild í landinu okkar gjöfula, svo hingað verði ekki bara fólk flutt að okkur forspurðum.

Heimurinn er nefnilega að breytast ótrúlega hratt, líka siðferðisviðmiðin og að lifa af.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2010 kl. 07:46

13 identicon

Sæll Bjarni.

Tek undir með "Rómerjanum" Kalla Sveins. Nú duga enginn vettlingatök.

Nú duga engar moðsuðu málamiðlanir til að koma til móts við valdatækna eins og Árna Þór Sigurðsson lengur.

Ef þið takið ekki slaginn núna og réttið af kúrsinn, þá verðið þið að pólitísku rekaldi og til atlægis í íslenskum stjórnmálum.

Það verður þá bara að hafa það þó svo Samfylkingin fari í fýlu og slíti þessu stjórnarsamstarfi. Þeir eru hvort sem er algerlega einangraðir í þessum ESB trúarbrögðum sínum og búnir að mála sig útí horn.

Nú þarf VG að sýna að þeir séu raunverulega lýðræðislegur stjórnmálaflokkur sem stendur við stefnumið sín en lætur ekki misnota sig til óhæfuverka fyrir pólitíska valdatækna eða til að vera endalaust varaskeifa Samfylkingar-truntunnar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 10:53

14 Smámynd: Einhver Ágúst

Gott hvernig VG er að beytast í Framsóknarflokkinn....

Einhver Ágúst, 18.11.2010 kl. 11:45

15 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Bjarni. Ég tek undir með þeim sem segja að nú ríði á að þið félagar, ásamt stórum fjölda VG liða, komið því svo að þetta aðlögunarferli verði stöðvað. Ef það leiðir til þes að Samfylkingin slítur stjórnarsamstarfinu sýnir það svart á hvítu hug þeirra. Að þáttaka þeirra í þessari stjórn sé ekki til að koma okkur út úr kreppunni og alls ekki til að slá einhverri "skjaldborg" um fjölskildufólkið. Þáttaka þeirra í þessari stjórn er þá eingöngu til að koma okkur undir ESB!!

Það er öllum ljóst að eftir að áróðursvél ESB hefur náð festu hérlendis verður róðurinn þyngri hjá þeim sem vilja að Ísland haldi sjálfstæði sínu. Peningar tala, það er staðreynd. Nóg er til af þeim í Brussel til að koma þeirra "eina sannleik" á framfæri.

Við Magnús Helga vil ég segja að það fer ekki alltaf saman mennt og skynsemi, því miður. Menn geta gert hinar ýmsu rannsóknir og ritað um þær miklar og stórar skýrslur, jafnvel heilu bækurnar. Niðurstaðan þarf þó ekki að vera rétt, sérstaklega þegar menn ganga til þess verks með fyrirfram ákveðna hugsjón.

Gunnar Heiðarsson, 18.11.2010 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband