ESB semur dagskrá Stjórnlagaþingsins

Í ársskýrslu ESB um samningaviðræður við Ísland segir meðal annars:

Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the
assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be
addressed is delegation of powers by the State to international organisations
. (Í júní voru samþykkt lög um stjórnlagaþing sem mun leggja fram tillögu fyrir Alþingi um nýja stjórnarskrá. Meðal verkefna þar er að deila fullveldi ríkisins með alþjóðlegum stofnunum.)

Það spyr auðvitað enginn fréttamaður hvaðan ESB hafi þessa fullyrðingu en það er fráleitt að þetta sé sagt út í loftið. Þannig vinnur þetta risastóra skrifræðisbákn ekki. Þetta mál verður sett á dagskrá af þeim sem til þess eru settir. Spurningin er bara hvort það verða nógu margir sem standa á móti og mæta til þings þessa með hagsmuni lýðveldisins að leiðarljósi en ekki hagsmuni erlendra stórríkja.

Listinn hjá Heimssýn lofar góðu og þar er enn að bætast við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Ármannsson

Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008.

Það er mjög mikilvægt að missa ekki sjónar af tilganginum með stjórnlagaþinginu, sem er endurskoðun á íslenska stjórnkerfinu. 

Það er og á að vera umfjöllunarefni stjórnlagaþings - íslenska stjórnkerfið.

Eyjólfur Ármannsson, 26.11.2010 kl. 01:51

2 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Bjarni!

Þetta er samsæriskenning af vestu gerð.  Hvernig dettur þér í hug að Jóhanna og hennar fólk hafi sett upp svona plan og dottið í hug að það myndi ganga eftir?  Ég veit að þér finnst allir heimskir sem vilja ESB en þetta tekur nú út yfir..  Eina plottið sem ég veit um með vissu er að bændasamtökin settu víst einhverja í að skoða allar frambjóðendur með það í huga hverjum þeir ættu að mæla með við sitt fólk.  "Þetta er bullandi pólitík", sagði sá maður við mig græneygan sem hafði ekki einusinni flogið í hug að eitthvað slíkt blandaðist inn í.   Það vilja allir að þjóðin segi síðasta orðið um ESB og hvort við göngum þangað inn.   Hvað er málið með ykkur andstæðingana.   Er óþolandi tilhugsun að treysta á þá kosningu?  Þið getið alveg keyrt ykkar hræðsluáróður út í hið óendanlega þegar nær dregur hana.  Nú er að vinna verkin og reyna að fá sem bestan samning.  Þú ert of góður maður til að vera í drullumaki.  Reynda að vinna að þínum áróðri málefnalega.

Guðjón Sigurbjartsson, 26.11.2010 kl. 06:18

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Bjarni, þú ert á góðri leið með að verða ómerkur steingervingur.

Óskar Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 09:30

4 identicon

Sæll, Bjarni. Þú hefðir e.t.v. átt að fá einhvern sem skilur ensku til að þýða þessa setningu fyrir þig: "Among the issues to be addressed is delegation of powers by the State to international organisations." Þú þýðir hana svona: "Meðal verkefna þar er að deila fullveldi ríkisins með alþjóðlegum stofnunum." en í raun þýðir hún: "Meðal viðfangsefna (eða verkefna ef þú vilt) sem taka þarf afstöðu til er framsal valds frá ríkinu til alþjóðlegra stofnanna." Breytir svolítið merkingunni þegar þetta er þýtt rétt, ekki satt?

Daníel (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 10:30

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Guðjón og Óskar. Það er plott í gangi og láttu þér ekki detta í hug að JÓHANNA viti nokkuð um það á yfirborðinu en það er fylgjendur hennar sem vinna að svona verkum. Við viljum enga ESB sinna og ég tel að í stjórnarskránna ætti að setja. (ESB sinnar Úr landinu.) Þið elskið það ekki né okkur sem erum búinn að halda ESB sinnum á námsstyrkjum í Evrópu þar sem þeir/þið hafið fengið ranghugmyndir og heilaþvott. Burt með ykkur alla sem viljið ekki ísland sem sjálfstætt land. Vitið það ESB sinnar það er einhver brenglun í ykkar kerfi. Það getur verið að þið hafið vinning með að koma okkur inn í ESB ef við tökum aðferðina hans Össur en þá fyrst myndi fólk fara úr þessu andi.

Valdimar Samúelsson, 26.11.2010 kl. 10:39

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

PS Já þið skuluð byrja að æfa ykkur að ganga með veggjum. Það er fólk hér á landi sem eru ekki einusinni fæddir Íslendingar sem elska landið og vilja fyrir engan mun gangast undur ESB. Ég get svarið það að þið skuluð vera til og að dissa land og þjóð sem hefir brauðfætt okkur í hundruði ára.

Valdimar Samúelsson, 26.11.2010 kl. 10:43

7 Smámynd: Vendetta

""Meðal verkefna þar er að deila fullveldi ríkisins með alþjóðlegum stofnunum." en í raun þýðir hún: "Meðal viðfangsefna (eða verkefna ef þú vilt) sem taka þarf afstöðu til er framsal valds frá ríkinu til alþjóðlegra stofnanna." Breytir svolítið merkingunni þegar þetta er þýtt rétt, ekki satt?"

Nei, Daníel, þetta breytir ekki merkingunni hið minnsta. Stjórnlagaþingið er gildra sem Samfylkingin hefur spennt undir öðru yfirskini en raunverulegur tilgangur þess: Að auðvelda afsal fullveldis til ESB.

Ég er ósammála Valdimar hvað varðar Jóhönnu. Ég er sannfærður um að hún viti nákvæmlega hvað áætlunin gengur út á, þótt hún og félagar hennar tali tveim tungum. Hún er ekki fædd í gær, en það erum við ESB-andstæðingar heldur ekki.

Alveg nákvæmlega eins og Jacques Delors sagði sannleikann um stórveldisstefnumál ESB fyrir fimmtán árum í óþökk blekkingameistaranna, þá segir greinin, sem Bjarni vitnar í, það sem ESB-sinnar vilja ekki að þjóðin viti um raunverulegan tilgang stjórnlagaþingsins.

Þess vegna er mikilvægt að kjósa fullveldis- og lýðræðissinna til þingsins.

Vendetta, 26.11.2010 kl. 11:05

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er kannski of einfaldur en ég myndi samt trúa því að Jóhanna viti af þessu plotti. Já svo er það þýðingin á komandi útgáfu af stjórnarskránni. Það er hægt að snúa þessu eins og þeirri gildandi sem við förum ekki eftir í dag.

Valdimar Samúelsson, 26.11.2010 kl. 11:19

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hafi einhverjum einhverntímann dottið í hug að stjórn Jóhönnu leggði slíkt ofurkapp á að breyta þyfti stjórnarskránni til að byggja hér upp betra þjóðfélag, þá er hinn sami á villigötu. Ákafi Jóhönnu skapast af því einu að geta auðveldað inngöngu í ESB, hellst án þjóðarkosningar ef mögulegt er.

Stjórnlagaþingið er einungis áfangi á þeirri leið. Það mun gera ráðgefandi tillögu til þingsins, það mun síðan gera þær breytingar sem nauðsynlegar teljast og að lokum verður sú stjórnarskrá sem þingið hefur samþykkt lögð fyrir þjóðina, til samþykktar eða höfnunar.

Stjórnlagaþing hefur vald til að láta kjósa um þá tillögu sem það ætlar að leggja fyrir þingið, en það breytir þó í raun engu. Allar breytingar á stjórnarskrá skulu vera lagðar fyrir þjóðina eftir samþykkt á alþingi.

Því er stjórnlagaþingið í raun einungis aðferð Jóhönnu til að búa til nýja stjórnarskrá. Þar sem hún hefur einungis eitt atriði til að setja þar inn, er ágætt að láta einhverja aðra sjá um önnur atriði stjórnarskrárbreytingarinnar, ekki er verra að geta sagt að þetta sé gert á lýðræðislegan hátt.

Gunnar Heiðarsson, 26.11.2010 kl. 13:48

10 identicon

STUNA!

Daníel (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 14:44

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er nú svo fáránlega samsæriskenning að það getur ekki flokkast undir neitt annað en lýðskrum að bera hana á borð. Ákvörðunin um það hvort við göngum í ESB eða ekki verður ekki tekin á stjórnlagaþinginu. Hún verður tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að aðildarsamningur hefur verið gerður. Ef aðild verður samþykkt í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu þá og aðeins þá verður stjórnarskránni breytt með þeim hætti, sem nauðsynlegt verður talið að þurfi til að hægt sé að staðfesta samninginn.

Það er engin þörf á neinni breytingu á stjórnarskránni fyrirfram til að auðvelda það ferli.

Það er heldur ekkert, sem stjórnlagaþing getur gert til að gera það ferli erfiðara.

Stjórnlagaþing hefur engin völd. Þetta er aðeins ráðgefandi þing fyrir Alþingi, sem eitt hefur völd til að breyta stjórnarskránni. Alþingi þarf að samykkja breytingu á stjórnarskránni á tveimur þingum með kosningum á milli. Það eru engin ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í því ferli eins og Gunnar Heiðarsson er að halda fram. Stjórnlagaþing er því ekki að útbúa pakka fyrir þjóðina til að samþykkja eða hafna heldur aðeins að útbúa pakka fyrir Alþingi til að vinna úr.

Því er það svo að jafnvel þó Stjórnlagaþing samþykki einhver ákvæði, sem gera mun erfiðara en nú að breyta fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar þá verður stjórnarskránni ekki breytt í þá veru nema Alþingi ákveði að gera það. Meðan meirihluti Alþingis vill að tekin verði ákvörðun varðandi ESB aðild með þjóðaratkvæðagreiðslu þar, sem einfaldur meirihluti ræður, þá mun Alþingi einfaldlega ekki samþykkja slíka breytingu á stjórnarskránni áður en búið er að kjósa um ESB aðild.

Það, sem Stjórnlagaþing ákveður í þessum efnum mun því ekki hafa nein áhrif á það hvort við göngum í ESB eða ekki.

Þessi tilraun Heimssýnar til að blanda ESB deilunni inn á stjórnalagaþing er því ekkert annað en lágkúruleg aðferð til að notfæra sér þá athygli, sem Stjórnlagaþingi hefur haft til að vekja athygli á sínum málstað. Það versta, sem getur gerst er að þessir aðilar, sem eru á þessum lista fari að sólunda tíma Stjórnlagaþingsins með karpi um ESB þannig að minni tími gefist til að ræða nauðsynlegar breytingar í íslensku stjóprnarskránni. Þannig eru þeir að fremja skemmdarverk á þessu tækifæri til að skapa okkur betri stjórnarskrá. Það er varla hægt að leggjast lægra í lágkúru við að vekja athygli á sér í og sínum málstað í pólitísku deilumáli?

Sigurður M Grétarsson, 27.11.2010 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband