Heimsfrægur ferðalangur

Austurlandaegill er lagstur í flakk enn einn ganginn nú á reiðhjóli um Vestur Afríku. Eftir að hafa eytt jólunum fjarri foreldrunum á Sólbakka flaug hann frá kærustunni í Guðs eigin landi alla leið þvers og kruss um heiminn en endaði í Dakar í Senegal. 011.jpg

Þaðan ætlar hann að hjóla í gegnum Gíneurnar báðar og niður til Sierra Leóne og verður kominn til Free Town fyrir fardaga. Ég held að þaðan fari hann til Burkína Fasó en er ekki viss og áreiðanlega ekki hann sjálfur. 

En allavega, hann er farinn að blogga og segir meðal annars frá frægð sinni sem ljósmyndara en myndir hans hafa nú sést bæði í Kína og National Geograpich.

Færslan þar sem Egill segir frá þesu heitir almennt mont. Nú hefi ég af hógværð Flóamannsins montast svolítið yfir þessu monti sonarins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Heill og sæll Bjarni.  Bloggið hans Egils vakti athygli mína fyrir nokkru síðan en það  var ekki fyrr en núna í byrjun ársins sem ég uppgötvaði hvað þessi drengur er vel ættaður.

Besta kveðja frá Vík.

Þórir Kjartansson, 19.1.2011 kl. 10:44

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk Bjarni fyrir að vekja athygli á blogginu hans. Þetta er ótrúlegt með þetta unga fólk sem hefur verið á flakkinu - það virðist alltaf toga í það þessi ferðaþrá. Ég á einmitt einn flakkara sem hefur hjólað um t.d. Víetnam og Kambódíu auk þess að hafa ferðast um Kína, Filipseyjar,Laos, Indland...... og víðar þarna í Asíu. Svo eru fáir staðir í Suður-Ameríku sem hún hefur ekki komið til.

Það er svo gaman að fylgjast með þessum "flökkurum" og margt hægt að læra af þeim. Þú getur allavega verið stoltur af þínum flakkara. 

Sigrún Óskars, 19.1.2011 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband