Hvar er skæruliðinn?

Kæry Bjarny.

Hvað er orðyð um gamla zkærulyðann?  Þjóðfræðy og yfirzkylvytlegir ztaðyr eru ágætyr eynz langt og það nær en nú eru zýðuztu og verztu týmar.  Ýzlandy allt!

Zkærulyðakveðja.

Gunnaz

Gunnaz Helgowzky (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:15

Þættinum hefur borist bréf og það meira að segja óvanalega skemmtilegt. Skrifað með stafsetningu eins og hefði helst getað orðið til yfir stolnum humar á gamla kaupfélagsloftinu á Djúpavogi þar sem við deildum kjörum saman fyrir þrjátíu árum, Skalli úr einn Mýrinni, einn gormæltur skæruliði og ljúfmennið fagra Helgowsky sem ég hef ekki séð haus né sporð af síðan þá og var þessvegna afar glaður að það skyldi vera hann sem skammar mig nú á ögurstundum.

Ég á raunar ekkert svar annað en það að biðjast forláts og lofa að fara að dusta rykið af Hamas-klútnum heima í skáp. Ég lofa samt engu um að þess sjái stað hér í blogginu og kannski eru til hér beittari staðir og skarpari bardagi.

En heilshugar og þó með ævarandi bólusetningu gegn þjóðernisgorgeir og Íslandsmonti tek ég undir með þér minn kæri vinnufélagi úr frystihúsinu eystra, Íslandi allt og gleymum svo ekki hinu; Aldrei að víkja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi Bjarni.

Gott og gaman að þú fékkst þetta bréf. En já ég man alltaf eftir þessu sumri því þá var ég austur á Djúpavogi sem forstjóri Frystihússins Búlandstinds og kaupfélagsstjórinn líka. Þú og Ingvar bróðir minn hringduð í mig og ég réð ykkur snarlega í sumarvinnu við frystihúsið.

Ég man alltaf þegar að þú hringdir í mig úr Lóninu og þið komust ekki lengra því bíllinn var bilaður. Ég fór á Chevrolettinum mínum að ná í ykkur og þegar ég sé þig með alpahúfuna standandi galvaskur við bilaðan eitur grænan Austur Þýskan Trrrrabant þinn.

Trrrabbinn þinn var að því að mig minnir með mynd af byltingarleiðtoganum Che Guvara á sitthvorri framhurðinni og rauðri kommúnista stjörnu á húddinu.

Ég brosti mikið af þér og hugsaði, ja hvað skyldi íhaldið hans pabbi hans segja við þessum eldrauða syni sínum.

En þú reyndist hinn besti vinnukraftur og þú lífgaðir uppá þorpið og menninguna með glaðværð þinni og spaugilegum sögum þínum og þó að þú værir þá alveg eldrauður bolsi þá gerðir þú samt enga tilraun til að æsa til uppþota eða verkfalla á staðnum, eða fara gegn forstjóranum, því við vorum reyndar hinir mestu mátar.

En það má segja um þig Bjarni minn að þú hefur alltaf verið dálítið mikið spes og aldrei farið troðnar slóðir.  

Kveðjur frá Spáni.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband