Sigurður fótur er útvarpssaga

 

0802teppi_129.jpg

 

Í kvöld klukkan 22 hefur göngu sína í Útvarpi Sögu ný útvarpssaga, Sigurðar saga fóts. Höfundur les. Sögukvikindi þetta varð til suður í Eþjópíu og segir frá ólánssömum Íslendingum sem fyrir einkennilega tilviljun og mest af misskilinni kurteisi setja Ísland á hausinn, þjóð sinni og sjálfum sér til nokkurrar blessunar. Við sögu koma lykilpersónur í íslensku samfélagi liðinna ára;

- miðlarar sem selja Alþingismenn,
- mafíóósar sem sulta kaupfélagsstjóradrengi ofan í dósir,
- bísnesmenn sem ekki kunna að reikna,
- málstola heimasæta sem óvart verður framsett eins og bedfordbíll,
- skemmtanaglaður prestshundur
- guðsmenn, dópistar og hrekklausir bankastjórar

(Á myndinni má sjá höfundinn þar sem hann bjó um skeið á afrísku hóruhúsi í fjöllum uppi og vann að ritstörfum. Ljósm.: Egill Bjarnason.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þurfti "húsið" nokkuð að nota borðið á meðan þú skrifaðir -

þessi inngangur þinn lofar góðu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.2.2011 kl. 15:19

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni bloggvinur ég mun hlusta með áhuga !!!/kveðja

Haraldur Haraldsson, 20.2.2011 kl. 16:10

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég bókstaflega verð að hlusta á þetta!

Sigurður Þórðarson, 20.2.2011 kl. 17:21

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

þú er líklegur til að koma með athyglisverða og fróðlega lýsingu á raunveruleikanum Bjarni minn. Ég ætla að fylgjast með sögunni þinni  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.2.2011 kl. 22:06

5 identicon

Hefur þú þá unnið í tveimur svona húsum?

Glúmur (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband