Enn úr Sóleyjarkvæði

Einhverra hluta vegna hefur mjög almenn tilvísun mín í Sóleyjarkvæði vakið athygli. Það er raunar fátítt að slíkar bókmenntatilvísanir fljúgi mjög víða en vitaskuld var Jóhannes úr Kötlum engum líkur. Og nú má ég líka segja hversvegna ég ligg í að lesa kallinn. Það er semsagt verið að vinna að kvikmynd um skáldagötuna í Hveragerði og ég var beðinn um að koma þar að handritsgerð. En hættum nú þessu masi og höldum áfram með Sóleyjarkvæði, annað brot sem á alltaf við í henni versu:

 

Enn er þytur í lofti
enginn fuglinn þó syngi,
súr eru berin
á þrældóms lúsalyngi,
hrafninn flýgur um aftaninn
hann á að mæta á þingi.

Húkir við heinabergið
á hriflingum grátt sem blý
- deilt er um sálaðan sauð
kropp í, kropp í,
strý verður ekki troðið
nema stebbi troði strý.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu kveðjur Bjarni minn, hafðu það sem best vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 08:01

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Magnaður kveðskapur.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2011 kl. 12:56

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Sóley sólu fegri"

Sigurður Þórðarson, 8.4.2011 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband