Djúpt snortinn af átakanlegri kreppusögu

Á hverjum degi birtast okkur sögur af fólki sem ekki á í matinn, ekki getur greitt af húsunum sínum, ekki á pening svo börnin komist í tómstundastarf eða skólaferðalag og sumar af þessum sögum koma við mig. Blankheit og fátækt eru raunveruleiki á Íslandi í dag, sár veruleiku og úr því þarf að bæta.

Stundum eru sögur þessar líka reglulega birkilanskar þar sem fólk getur ekki veitt sér hluti sem eru ekki nema í meðallagi nauðsynlegir. En jafnvel þær sögur geta samt verið átakanlegar enda skortur alltaf sár hverjar svo sem forsendurnar eru.

Þessi flokkur í eftirkreppusagna náði í kvöld nýjum hæðum með viðtali Ríkisútvarpsins við Tryggva Þór Herbertsson sem ekki kemst í gegnum þingmannsmánuðinn nema borga með sér. Þá líklega af sjóðum fornum. Ég trúi Tryggva fullkomnlega. 

Tryggvi sem er hinn mætasti drengur hefur verið frekar óforsjáll í peningamálum og gekk illa að reka banka, jafnvel meðan allir voru enn að græða á svoleiðis jukki.  En frásögn þingmannsins var hjartnæm og átakanleg og vissulega liggur á að bæta kjör forstöðumanna og þingmanna því ef slíkt fólk fær ekki há laun hver er þá eftir til að vorkenna smælingjum þessa lands. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu Bjarni !!!/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 17.5.2011 kl. 21:40

2 identicon

Ég sé ekki betur en þjóðin sé með þér í djúpri sorg. Tryggvi virðist hafa hrapað úr "efri millistétt" niður í þá neðri eða þaðan af neðar við að fara á þing.

Anna María Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 22:03

3 identicon

"Birkilanskar". Gott lýsingarorð. Þekkti hann. Hann bjó hér á Miklubrautinni um tíma. Vertu ekki of harður við Tryggva. Hlustaðirðu á auglýsingarnar í kvöld? Heyrðirðu hvað eru meðallaun tæknifræðinga eru ? 600 þúsund krónur. Meðallaun?

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 22:07

4 identicon

Íslendingar hafa alla tíð verið góðir í að safna fyrir þá sem eiga um sárt að binda.

Góðir Íslebdingar;

Nú skulum við taka okkur saman og hefja söfnun fyir Tryggva Þór Herbertsson.

Hann er karlkyns.

Hann starfar á Alþingi Íslendinga.

Hann tilheyrir "efri millistéttinni.

Hann er rauðhærður.

Hann hefur alla tíð seilst ofán'í vasana okkar.

Hann á bágt.

Kennitala og bankaupplýsingar eru eftirfarandi.

Erna M. Ottósdóttir Laugda (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 23:35

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Blessaður Tryggvi þór ég hlustaði á viðtalið við hann og ég táraðist,svo kom í kvöld hingað til Eyja tvei þurfalingar þau Bjarni Ben  og Ólöf Norðdal og vóru með söfnunarbauka og báðu um styrk sér og sýnum til handa svo þau mættu lifa af,þau nemdu það að ég frétti að aðeins Hagfræðingar og slæmir Lögfræðingar mættu vera í Flokknum.það virðist vera mikil fátækt hjá þingmönnum,þau sögðu víst að Tryggvi þór hefði sent hjálparbeiðni til Hjálparstarfs Kirkjunar.

Vilhjálmur Stefánsson, 17.5.2011 kl. 23:39

6 identicon

Nokkrir þingmenn hafa í gegnum tíðina stigið í pontu og sagt að inn á þing fáist ekki almennilegt fólk því launin séu svo lág. Með þeim orðum hafa viðkomandi þingmenn dæmt sig og samþingmenn sína úr leik sem ómerkilega pappíra. Ég er sammála þessu og tel að það þurfi að losa þjóðina við það auma lið sem þarna ríður húsum.

Annars mæli ég með að launum ráðamanna sé haldið lágum, þ.e. í takt við launakjör almennings svo þeir skilji hvernig hjartað slær meðal þjóarinnar í lífskjarabaráttunni.

Daníel (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 23:42

7 identicon

Tryggvi hefði gott af því að lesa sögu nafna síns, Emilssonar sem var endurprentuð í fyrra. Svo ætti hann að þurrka tárin og snýta sér rösklega, huxa um hvað hann geti gert fyrir landið í stað þess að velta fyrir sér hvað landið geti gert fyrir hann.

Eyrún Ingadóttir (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 23:56

8 identicon

Er ekki ráð að hrista saman í styrktartónleika fyrir kappann. Verst að ég á ekki fyrir fyrirframgreiðslunni í Hörpu....

kristinn (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 00:25

9 identicon

Ég heyrði ekki viðtalið en táraðist næstum þegar ég las færsluna þína ... snökt ...

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 00:37

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef alltaf haft samúð með Tryggva Þór. það hlýtur að vera erfitt fyrir mann í hans stöðu að vera illa læs á tölur og geta ekki ráðið við einföldustu reikningsdæmi.

Þetta hefur dregið á eftir sér dilka í störfum hans fyrir banka, sem efnahagsráðgjafi og sem álitsgjafi.

Kannski ætti þessi ágæti drengur úr efri millistétt að setjast aftur á skólabekk og hugsa meira um það hvort að sé vel að þeim launum komin sem hann hefur. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.5.2011 kl. 01:02

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Blessuð stóru börnin, sem flæktust inn blind-byls göng seðlabankaflækju Íslands, og vita engan veg út úr því völundarhúsi svikanna?

Kannski tími til kominn fyrir Tryggva Þór að setjast niður á grasrótar-torfuna til að leita lausna?

Tryggva Þór verður mjög líklega bjargað í Fjölskylduhjálp Íslands, þegar hann getur ekki meir? Þann niðurlægingar-veg hafa margir minnimáttar þurft að ganga á undan honum, svo ekki er um ótroðna slóð að ganga fyrir hann!

 Almættið alvitra hjálpi honum eins og öllum öðrum, sem eiga um sárt að binda.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.5.2011 kl. 01:15

12 identicon

ég veit alveg hvernig þessu fólki líður ég er alveg í þeim sporum að ég á ekki eyri til þess að halda upp fjölskilduni minni alveg á núllinu. eina sem ég get gert er að fyrirfara mér til þess að ná út trygginguni fyrir peningum svo sonur minn geti átt gott líf.

kristján loftur bjarnason (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 02:15

13 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég grét mig í svefn í gækvöld .Ég hef svo mikla samúð með Tryggva þór.þetta hræðileg áþján að maðurinn skuli svelta....

Vilhjálmur Stefánsson, 18.5.2011 kl. 08:34

14 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Blessaður kallinn, hvað með eina góða kertafleytingu og söfnun í framhaldi.

Sigurður Sigurðsson, 18.5.2011 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband