Vinstri vefur gegn ESB

Hér á moggablogginu hefur verið opnuð vefsíða sem er sérstaklega helguð baráttu okkar vinstri manna gegn ESB aðild Íslands - en um leið almennum pælingum. 

Þar eru þegar komnar nokkrar greinar og fleiri á leiðinni. Sjálfur á ég þar smá pistil um markaðshyggjuna sem er einn mestur guð evrópuhugsjónanna.

Þetta eru pælingar þar sem ég er ekki endilega kominn að annarri niðurstöðu en þeirri að markaðshyggjan er mest misskilningur og bylting hennar hefur fyrir löngu étið síð börn.

Í [þar]síðasta Silfri Egils sátu fjórir talsmenn jafn margra stjórnmálaflokka og ræddu þjóðmálin og voru svo sammála um að auðvitað hlyti markaðshyggjan að ráða för í atvinnulífinu, þar gæti ekkert annað átt við. Svo hlógu allir að þeirri fjarstæðu að nokkrum gæti þótt annað.

Getur verið að það sé kominn tími til að endurnýja gömlu sósíalísku leshringina, leita nýrra lausna og hafna þeim spillta stórfyrirtækjaheimi sem byggir á löngu viðurkenndum sannindum sem eru þegar kíkt eru undir teppið blygðunarlaus lygi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vinstri öfgar og hægri öfgar sameinast.. húrra

Óskar Þorkelsson, 24.5.2011 kl. 17:29

2 Smámynd: Gunnar Waage

Gott mál !

Gunnar Waage, 25.5.2011 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband