Prentarar í Pakistan

prentari

Ég hef birt myndir úr mjólkurbúi og af ritvélamönnum hér í Lahore. Nú er komið að prentarastéttinni. Þprnet2essi prentsmiðja þar sem starfa 5 prentarar er í tæplega 20 fermetra húsnæði í gömlu borginni í Lahore í Pakistan. Þessi stærð á fyrirtækjum er reyndar algeng, þetta er svona einn markaðsbás. Heildarlofthæðin hér er um 3 metrar og þessvegna var hægt að koma fyrir millilofti þar sem tveir starfa við pökkun og eitthvað fleira. Kallinn hérna fremst á myndinni var að prenta á einhverskonar merkimiða en fyrir innan voru tveir á skurðarvél að skera til reikningseyðublöð. Minni myndin sýnir betur stærðina á prentsmiðjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband