Lestalíf og meira kvennafar

tn_skvisa1

Lestaferðir í Pakistan og Indlandi eru ævintýri. Svo yfirfullar af fólki upp í rjáfur, teinaskrölt sem tekur öllu fram og svo þetta að þokast um landið á 15 til 20 kílómetra hraða. Lestin var sjö tíma frá Rawalapindi til Faisalabad sem er milljónaborg ofan i Indusdalnum. Rútan sem ég tek til baka á morgun verður tvo tíma og er vitaskuld algerlega karakterlaus samgöngumáti.

Það er ekkert eins skemmtilegt eins og að standa í lestardyrunum á fullri ferð með tóbak og horfa á akrana þjóta hjá. Betra samt að halla sér ekki of langt út því það eru sumsstaðar staurar við lestarteinana sem lestin rétt strýkst við.

Svo er þetta með kvenmannsleysið hér í Pakistan. Það á ekki við í lestunum. Konur sem ganga með skuplu fyrir andlitinu úti á götu taka hana niður um leið og þær koma í lestarvagn, setjast á móti manni og brosa eins og þessi gamla fallega kona sem sat á móti mér í gær.

tn_lestalif

 

 

Unga konan hér á neðstu myndinni gaf sig líka mjög á tal við mig og gat gert sig skiljanlega á ensku. Þegar ég vildi taka mynd af henni inni í lestinni þá hristi hún höfuðið og brá slæðunni fyrir andlitið. En hún fór út úr lestinni á undan mér og þá stillti hún sér svona upp fyrir framan gluggann hjá mér. Nú sá enginn af samferðafólki hennar að ég var að mynda hana og þá var allt í lagi. Síðast sá ég hana ganga út af pallinum sveipaða svörtu þannig að rétt sá í augun. Kannski er það alveg nóg. 

skvisa2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband