Einkennilega viðkvæm forysta

Ræða Katrínar Jakobsdóttur markar tímamót. Fram að þessu hefur varaformaður flokksins talað fyrir sátt innan flokksins en nú dregur hún flokksmenn í dilka, flokkar þá í gott fólk og vont fólk. Við sem höfum gagnrýnt ESB ferli ríkisstjórnarinnar erum þar heldur ómerkilegir einsmálsmenn. 

Þar er ekki mitt að dæma en frekar hefði ég kosið að Katrín svaraði þeirri málefnalegu og heiðarlegu gagnrýni sem hefur komið um ferlið heldur en að fara í dilkadrátt af þessu tagi. Ef til vill er viðkvæmni þessi tilkomin vegna þess að formaður VG í Skagafirði hafði orð á að forystan yrði að athuga sinn gang. Ekki má þá mikið í Miðengi!

Orðræða varaformannsins um að ESB andstæðingar fari í manninn en ekki boltann verður ögn skringileg í ræðu sem hefur það að keppikefli að fara með næsta subbulegum alhæfingum í alla þá menn sem hafa leyft sér að vera ósammála ESB vegferð ríkisstjórnarinnar. 

Það ég veit hafa ESB andstæðingar innan VG unnt einstökum ráðherrum flokksins þess að vera með sína prívat aðdáun á Evrópusambandinu. Þvert á móti höfum við mörg stutt t.d. bæði umhverfis- og menntamálaráðherrana með ráðum og dáð þrátt fyrir umtalsverðan skoðanamun í þessu einstaka máli. En við höfum af einurð gert kröfu um að stefnu flokksins sé fylgt. Nú er það úthrópað sem hinn stærsti glæpur. 

Með ræðu sinni hefur Katrín Jakobsdóttir blásið hressilega á allar hugmyndir manna um forystan hafi í hyggju að endurmeta ESB ferlið og ESB sinnar geta andað léttar. Og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur hafið sinn kosningaundirbúning.


mbl.is „Mitt svar er NEI“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni. Þetta var afhjúpandi fyrir falsið og lygina sem viðgengs í VG-ráðherrum og þingmönnum.

Árni Þór Sigurðsson hlýtur að muna eftir því, þegar hann sagði fyrir stuttu síðan, að það væri ekki heiðarlegt að halda ESB-málinu áfram. Eða man ég það ekki rétt? Nú vill hann halda áfram að vera óheiðarlegur? Hvað er þetta fólk eiginlega að meina? Er endanlega búið að sið-blinda og heilaþvo alla í VG?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.8.2012 kl. 13:15

2 identicon

Sæll Bjarni; sem aðrir gestir, þínir !

Anna mín Sigríður !

Ekki; ekki reyna, að koma nokkurri vitglóru, fyrir þennan fornvin minn, úr Byskupstungum kynjuðum - sem Bjarni síðuhafi er / og hefir verið.

Bara það eitt; að Bjarni Harðarson, skuli ENN vilja leggja lag sitt, við einn 4urra alverstu glæpaflokka íslenzkrar stjórnmálasögu 20. og 21. alda, segir okkur hvað bezt, hvað hann er kominn óravegu, frá sínum uppruna, aldeilis.

Áður; fylgdi hann glæpahreyfingu Halldórs Ásgrímssonar, og Samvinnu tryggingaþjófanna - núna; styður Bjarni ungu Heimdallar- og SUS heimalninga væðingu Steingríms J., sem SJS hefir ekki við, að hvítþvo og afskrifa, þessi misserin, sbr. Steinþór Suðurnesja Mafíu mann Jónsson, í Keflavík, og það;; án þess að Bjarni Benediktsson, hvað þá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þurfi að gefa honum, hið minnsta vink.

Forn- og fjölfræðingurinn Bjarni Harðarson; er enn, á mjög hálum ís, í þessum sora félagsskap, sem hann hefir valið sér til þessa, Anna Sigríður, því miður.

Ég veit ekki fyrir víst; hvað gæti komið honum á réttan sporbaug, enda eru Byskupstungnamenn frændur mínir, einhverjir almestu þvergirð ingar Árnesku uppsveitanna, taki þeir eitthvað tiltekið í sig, fornvinkona góð.

Öngvu að síður; með beztu kveðjum - úr Hveragerðis og Kotstrandar skírum / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 13:44

3 identicon

Sæll Bjarni.

Já það sannast hið fornkveðna ,,Bragð er að þá barnið finnur".  Ert þú nú fyrst að átta þig á því falsi ao svikum sem VG hefur haft uppi í Evrópumálum og halda áfram.

Kveðja.

Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 17:11

4 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Evrópusambandið er fyrst og fremst félegshyggusamtök.Stórkostleg samtök sem þróa hluti til framtíðar fyir lifandi fólk og fyrirtæki. Tækifæri framtíðar.

Kveðja Árni Björn

Árni Björn Guðjónsson, 25.8.2012 kl. 17:40

5 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þessi Norpður kóreu stefna sumra vinstri Græna um ESB er ekkert annað en svæsn fassismi.

Árni Björn Guðjónsson, 25.8.2012 kl. 17:42

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjarni, vissulega er málflutningur varaformannsins svolítið tvíbentur og stuðandi fyrir bæði flokksmenn og eftirlifandi kjósendur.

En skrýtilegheit forystu VG eru trúlega ekki henni að kenna. Eða því mætti flokksformaðurinn sjálfur ekki á þessa samkundu?

Kolbrún Hilmars, 25.8.2012 kl. 18:18

7 identicon

Ég held þú ættir að kveðja þetta apparat sem fyrst. Ég kvaddi þann 30. nóvember 2009. Það var bæði mannbætandi og sálarhreinsandi.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 19:44

8 identicon

VG lifir ekki af veturinn, nema Ögmundur, Guðfríður Lilja og Jón Bjarnason njóti þess að láta Steingrím J.  taka sig áfram, já áfram ósmurt. 

Að nafninu til tórir þó hræið, en innanmeinin eru slík orðin, að fylgið verður héðan af aldrei meira en í mesta lagi 8%.  Ekki myndi ég gráta það, að VG yrði fyrstur fjórflokksins til að slátrast af 5% spærregrænsunni, sem VG stóð að, líkt og allur valdasjúkur ríkisvaldsins fjórflokkurinn. 

Síðustu forvöð fyrir Ögmund, Guðfríði Lilju og Jón Bjarnason að bjarga mannorðinu eru strax við upphaf haust-sláturtíðarinnar og segja sig úr VG.  

Fyrirgefiði orðbragðið.  En subbuskapurinn innan VG er því marki brenndur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 20:38

9 identicon

Á vakt VG hefur ESB-aðlögunin nú staðið í rúm 3 ár.

Aðlögunarferlið var knúið fram með Stalínísku ofbeldi á þingi sumarið 2009, án þess að hafa til þess umboð frá þjóðinni.  

Nú er löngu kominn tími til að þjóðin fái að segja sitt. 

Vanhæfu þinginu, sem einungis nýtur 10% trausts þjóðarinnar, ber að vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin verði eigi síðar en í nóvember 2012.

Á vakt VG endur-einkavæddi Steingrímur J. hrun-bankana í samfloti með hrun-ráðherrum SamFylkingarinnar.  Vinstri/hægri hvað?

Á vakt VG hefur Steingrímur J., simmsalabimm ráðherra VG, kvittað undir alla gjörninga Deutsche Bank, hrægamma og erlendra vogunarsjóða, hvort heldur er á Wall Street, City eða Frankfurt.

Á vakt VG var og er almenningi kastað fyrir hrægammana til verðtryggðs skuldaþrældóms.

Atli Gíslason hefur ásamt Lilju Mósesdóttur afhjúpað hræsni VG, hvað varðar hin augljósu tengsl milli Icesave samninga og ESB umsóknar og verðtryggingarinnar skv. skuldaþrældómssamningi stjórnvalda við Deutsche Bank og hrægammana og vogunarsjóðina.

Heldur flokkseigendafélag og þingflokkur VG að fólk sé fífl? 

Nei, nú er miklu meira en nóg komið.  Það er kominn tími til að þjóðin fái, án nokkura undanbragða af hálfu þingmanna og ráðherra VG, að kjósa um ESB aðlögunarferlið, sem knúið var fram með Stalínísku ofbeldi og þingræðislegri valdnauðgun sumarið 2009.

Eða óttast kannski þingflokkur VG lýðræðið, líkt og SamFylkingin?

Að lokum skulum við rifja upp forsöguna:

Í kjölfar EES samnings Jóns Baldvins og DO,

einka-vina-væddu Halldór og DO bankana.

Á vakt samFylkingar og "Sjálfstæðis"Flokksins

hrundi hér allt haustið 2008.

Eftir það endur-einkavæddu VG og samFylkingin bankana,

skv. valdboði frá ESB og AGS.  Þetta eru plutocracy flokkar.

Allur 4-Flokkurinn dansar blindan auðræðis hrunadansinn,

ríkis- og bankasponsoreraður.  Það er ömurleg útgáfa af "lýðræði".

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 21:18

10 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Það verður; fróðlegt að sjá, hvort minn gamalkunni Sýslungi úr Byskups tungum; Bjarni Bókhlöðujöfur; og arftaki Poggios Bracciolini - og annarra Húmanista Miðaldanna, láti sér loks segjast, og segi nú skilið við hið ógeðfellda Kommúnista hyski, sem hann hefir fylgt að málum, um nokkra hríð, gott fólk.

Heldur; myndi hann vaxa að burðum, við það eitt, sá ágæti drengur.

Velkominn væri hann; í raðir okkar Hvítliða og Falangista, að minnsta kosti.

Sízt lakari kveðjur; en hinar fyrri - og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband