Ómerkilegar eftirá hótanir

Samfylkingin er aðeins farin að gefa sig miðað við það sem var 2009.

Nú lætur hún duga að koma með hótanir um stjórnarslit eftir að VG er búið útvarpa því skýrt og greinilega að flokkurinn ætli örugglega ekkert að hrófla við aðildarviðræðunum.

Það er nú nógu slæmt að við vinstri sinnaðir ESB andstæðingar getum ekki treyst VG. Getur verið að ESB geti heldur ekki treyst Samfylkingunni? Hvar endar þetta, Steingrímur minn?


mbl.is Viðræðuslit leiddu til stjórnarslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist það Bjarni að Samfylkingunni hefur alltaf tekist að láta samstarfsflokka sína sitja uppi með svarta pétur, það kæmi ekki á óvart að þeim tækist líka að láta ESB sitja uppi með hann líka.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 22:15

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Bjarni með réttu þá ætti VG núna að slíta þessu og leyfa Þjóðinni að segja til um næsta skref í þessu mikla máli ESB...

Þannig er ég viss um að VG fái kjósendur sína til baka og alveg örugglega ef að þeir í VG gerðu nú svo mikið að losa sig við svörtustu sauðina sem hafa brotið á stefnu flokksins og eru næstum því búnir að eyðileggja flokkinn...

Allt veltur á næstu skrefum VG...

Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.8.2012 kl. 22:40

3 identicon

Nei Bjarni, Árni Páll er ekki að hóta VG, Árni Páll er að niðurlægja VG.

Sennilega að láta reyna á það, hversu miklu VG getur kyngt.

Árna þætti það ekkert leiðinglegt, ef stjórnin spryngi. Þð myndi hjálpa honum í formanninn. Ekki gæti Jóhanna setið lengur, búin að klúðra ríkisstjórninni.

Þetta er þó til lítils, því þingmenn VG hafa áttað sig á, að betra er að halda í launin og bæta eftirlaunasjóðinn, en sprengja stjórnina. Þeir verða hvort eða er atvinnulausir eftir næstu kosningar.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 22:45

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Eina leið VG frá því að þurrkast að mestu út í næstu kosningum er að láta ekki kúga sig núna.

Óskar Guðmundsson, 27.8.2012 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband