Tíma-Tóti tók viđ mig viđtal og kötturinn hvćsti

Í eina tíđ unnum viđ saman, ég og Tíma-Tóti, Ţórarinn Ţórarinsson ritstjóri Tímans (1914-1996). Ljúfur mađur og eftirminnilegur fyrir djúpa framsóknarlega lífspeki.

Í síđustu viku tók svo annar Tíma-Tóti viđ mig viđtal, sonarsonur ţess fyrrnefnda og starfar á Frétta-Tímanum. Giska gott og vel skrifađ eins og viđ er ađ búast af svo vel gerđum blađamanni.

Á einum stađ skripađist okkur ţó og kannski veriđ mér ađ kenna en allt í einu var ég orđinn kattlaus mađur sem ekki er - ţó svo ađ vitaskuld eigi kötturinn Ása Signý sig mest sjálf ţá er hún hér til heimilis.

En allavega viđtaliđ er hér og kötturinn er ađ jafna sig... 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góđur Bjarni, eins og alltaf. Haltu áfram ađ blogga Bjarni minn. Ţú ert flottur.

Kkv.

Valgeir M. Pálsson

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráđ) 14.11.2012 kl. 20:21

2 Smámynd: Guđjón Sigţór Jensson

Tíma-Tóti var rökfastur en varfćrinn. Fyrir ţađ ćtti hann ađ vera góđ fyrirmynd ţeirra láta til sín taka í fjölmiđlum.

Á ţeim árum stjórnmálasögunnar sem nefnd hefur veriđ „Viđreisn“ (1959-1971) var ŢŢ gjarnan í skopmyndum í Morgunblađinu. Sigmund teiknađi hann ađ jafnađi sem ofursmáan, siglandi á hlandkopp, augljóslega aukapersóna í ţáverandi stjórnarandstöđu. Aldrei hefi eg fengiđ viđhlítandi skýringu á ţessu en ŢŢ varđ snemma sköllóttur. Ef ţar hefur veriđ samlíkingin viđ koppinn ţá er sennilega hér eitt skýrasta dćmiđ um einelti í íslenskri pólitík.  

Ţess má geta ađ ţetta hugtak, einelti, er varla mikiđ eldra en 15 ára.

Góđar stundir.

Guđjón Sigţór Jensson, 17.11.2012 kl. 14:04

3 identicon

Félagi Bjarni !

 Ja, hvađ skyldi " framsóknarleg lífspeki" standa fyrir ??!!

 Varla telst ţađ efni í heilt blogg ađ köttur eigi sig sjálfur ? !( Spurđu heilaga Jóhönnu !)

 Er fyrrverandi ţingmađur orđinn ţurrausinn af hugmyndum - eđa hvađ ?

 Og ţó, fer ekki margt ađ gefa sig međ hćkkandi aldri ?

 Eđa sem Rómverjar sögđu.: " per aetatem" - ţ.e. " miđađ viđ aldur" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráđ) 17.11.2012 kl. 16:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband