Höftin, evran og leikvöllurinn

Frá því um hrun hafa gjaldeyrishöft verið við lýði á Íslandi. Með reglulegu millibili koma ESB sinnar og vinir þeirra laumu-esb-sinnarnir og reka upp mikið skaðræðisvein. Höftin séu áþján á þjóðinni, þau séu að drepa atvinnulífið. Vegna haftanna sé enginn hagvöxtur, engar erlendar fjárfestingar og allur leikvöllur kapítalismans ónýtur.

Almenningur hlustar á þetta og vorkennir vitaskuld vesalings mönnunum að geta ekki leikið sér með fjármagnstilfærslum og gjaldeyrisbraski. En óhagræði hins almenna borgara af gjaldeyrishöftunum eru ekki augljós. Við getum eftir sem áður ferðast út og með greiðslukorti eytt meiru en við höfum gott eða gaman af.

Þegar við svo berum saman tölur hér og í nágrannalöndum okkar þá dúkkar upp sú undarlega mynd að hagvöxtur og uppgangur á hafta-Íslandi er skömminni til skárri en í evrulöndunum í nágrenni okkar þar sem engin höft eru. Sum evrulandanna eru farin lóðbeint á hausinn og þurftu engin höft til. Þegar málið er skoðað ofan i kjölin kemur einmitt í ljós að höft hefðu getað bjargað þessum löndum.

Fyrir heimilin í landinu og almenna lántakendur hafa höftin bjargað miklu og tryggt hér meiri stöðugleika heldur en við gátum vonast til fyrst eftir hrun. Upphrópanir um höftin og hina hræðilegu krónu eru ekkert annað en tilraun til að fela það að evru-málstaðurinn um að Ísland verði að taka upp annan gjaldmiðil er löngu sigldur í strand.

Vitaskuld er endurreisnarstarfi eftir bankahrunið ekki lokið. Við þurfum næst að semja okkur frá snjóhengju aflandskrónanna sem er eðlilegast að gera með því að greiða krónur bara í krónum. Eftir það getum við smám saman losað um höftin en ættum um leið að taka upp alvarlega umræðu um það hvort við viljum galopna hagkerfið fyrir fjármálagangsterum eins og var hér frá gildistöku EES og allt fram að hruni.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er eiginlega fyndnast við þennan hluta af garginu í fjölmiðlum er að sömu raddir og telja að höftin séu allt að drepa skammast líka út í einhverja frjálshyggju sem kvað hafa farið með flest til fjandans.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 12:39

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Almenningur verður ekki einu sinni var við að það séu gjaldeyrishöft.  Ferðagjaldeyrir er að vísu skammtaður, en fólk hefur enn kreditkortin fyrir allar umframþarfir.

Fyrirtæki í innflutningi greiða hindrunarlaust erlenda reikninga með bankamillifærslu á sama hátt og fyrir "hrun".

Er þar með ekki öllum eðlilegum þörfum landans fullnægt?

Kolbrún Hilmars, 2.2.2013 kl. 17:58

3 identicon

Gjaldeyrishöftin skaða þá sem eru ekki fastir inn í kassa.

Þó þau skaði ykkur ekki, þá merkir það ekki að þau skaði ekki aðra einstaklinga.

Stefán (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 19:08

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

HVERJIR ERU ÞEIR SEM HAFA VANDRÆÐI AF ÞESSUM - ;GJALDEYRISHÖFTUM ?

 Eru það  þeir sem flytja inn vörur ?  Ekki er það almenningur ! Almennigur á ekki meir peninga en þarf fyrir sólarlandaferð- en - gæti verið að þeir sem vilja án eftirlits koma miljónum úr Landi hafi vandræði af þessu ?

   ÆÆ- svo slæmt !!

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.2.2013 kl. 20:49

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Eins og Kolbrún bendir á þá veit fólk ekki einu sinni af því hvernig er verið að sópa verðmætum í fang fárra auðmanna í gengum gjaldeyrishöftin.

Lúðvík Júlíusson, 2.2.2013 kl. 23:23

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef ég væri á slitastjórnarlaunum, þá myndi ég kaupa allt sem væri búið til úr gulli, raða gersemunum hringinn í kringum líkamann, og skrá mig síðan um borð í næsta flug út úr landinu.

Síðan myndi ég selja gullið erlendis, og setja gróðann í skattfrjálst bankahólf.

Þetta er uppskriftin!

Eða, nei annars. 

Ég myndi líklega fá samviskubit, ef ég myndi fara á svona samfélagslega lágt siðblinduplan. Ég myndi ekki geta gert svona, enda er ég talin heimsk af sumum dollara/evru-frelsis-trúboðum "réttlætisins".

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.2.2013 kl. 01:10

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eins og Lúðvík bendir á veit fólk almennt eðlilega ekki hvað er verið að bauka í skjóli gjaldeyrishafta.

En veit ríkisstjórnin það?

Kolbrún Hilmars, 3.2.2013 kl. 10:57

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þetta innlegg Lúðvíks er allrar athyglisvert en ekki nýjar fréttir þó. Það er rétt að ákveðinn forréttindaaðall getur hagnast á þessum aðstæðum en það er samt lítið miðað við það sem sami aðall og miklu stærri hópur gat hagnast og baukað með skortsölum og gjaldeyrisbraski meðan leikvöllurinn var galopinn.

Bjarni Harðarson, 3.2.2013 kl. 11:40

10 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Bjarni, ertu semsagt hlynntur því að heimila þessum aðilum að kaupa landið með aflandskrónum?

Hvers vegna ekki annað hvort banna það eða heimila öllum að gera það sama?

Ég skil ekki það fólk sem réttlætir ranglæti með öðru ranglæti, hvers vegna ekki bara gera hlutina rétt til að byrja með?

Lúðvík Júlíusson, 3.2.2013 kl. 12:26

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Man enginn eftir kommissjóninni sem var notuð í tíð fyrri gjaldeyrishafta?

Halldór Jónsson, 4.2.2013 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband