Úrelt og spillt fyrirkomulag þingstarfa

Almenna reglan í þingstörfum er að ekkert kemst til atkvæðagreiðslu nema flokkarnir samþykki það. Þetta fyrirkomulag er gersamlega úrelt og á ekkert skylt við lýðræði.

Þjóðin átti auðvitað heimtingu á að vita hvernig Alþingi skiptist gagnvart mislukkuðum stjórnarskrártillögum. En í stað þess endar þetta einkennilega mál með fjölda annarra sem uppsóp undir teppinu inni á fundum þingflokksformanna. 

Eðlilegast er að tiltekinn hluti þingsins - t.d. þriðjungur - geti knúið fram atkvæðagreiðslu um umdeild mál eftir tiltekinn ákveðinn umræðutíma. Fyrir vikið vissu kjósendur betur hvernig þeir stæðu gagnvart sínum fulltrúum en í dag tekst þingmönnum að fela afstöðu sína í viðkvæðum málum og almenna reglan er einhverskonar ofbeldi. Annarsvegar ofbeldi meirihlutans sem neitar að taka mál á dagskrá. Hinsvegar ofbeldi málþófsins sem kemur í veg fyrir eðlileg vinnubrögð. 

Jafnvel við Flóamenn sjáum að þetta gengur ekki svona. 


mbl.is Birgitta mátti ekki segja frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fyrirkomulag þingkosninga á lítið skylt við lýðræði.

Mismunandi vægi atkvæða? 5% þröskuldur fyrir nýja flokka?

Skipting í stjórn og stórnarandstöðu á ekkert skylt við lýðræði - ekki á nokkurn hugsanlegan hátt.

Og öll þessi lög og reglugerðir sem eru bara teknar inn alveg að óathuguðu máli frá útlöndum...

Lýðræði? Nei. Ekki hér.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.3.2013 kl. 02:21

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er ekki 5% fyrir alla flokka, sem betur fer?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.3.2013 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband