Yrsa er langbest

Ég er latur við að lesa reifara - eða á ég að orða þetta öðruvísi. Ég les ekki reifara nema í einhverju sérstöku leti eða flensukasti. Nú var meira en ár síðan ég hafði lesið slíka bókmennt en tók smá törn og er nú að klára þann sjötta í beit. Það er gott að detta í þetta öðru hvoru og alveg sérstaklega þegar heilastöðvarnar þurfa einhverja sérstaka tegund af afslöppun. 

Í þessum bunka sem nú liggur hér við náttborðið eru auðvitað Arnaldur og Yrsa og eins og svo oft áður er niðurstaðan sú að Yrsa er langbest. Þegar bókmenntaelítan er að hnýta í þessa drottningu glæpasagnanna þá er það bara af því að fólk skilur ekki út á hvað spennusaga á að ganga. Það tekst engum að halda ógnvekjandi spennu eins lengi og svakalega eins og þessi höfundur. Bókin sem ég er að klára núna er Brakið sem mig minnir til að hafi hlotið misjafna dóma en er rafmagnaður andskoti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Hví skyldi Yrsa vera langbest ?

 Svarið er auðvelt.

 Yrsa er alin upp í kaupstað þar sem holt, nærandi sjávarloftið leikur um vanga á þrjá vegu.

 Þar sem fleiri fuglar himminnsins en annarstaðar á landinu, hafa viðkomu eða fast aðsetur.

 Þar sem "Krían" og Sjálfstæðisflokkurinn skipa heiðurssætið ! ( Íhaldið með meirihluta í meira en 60 ár !)

 Þar sem opinber gjöld, útsvar, fasteignagjöld, o.s.frv., eru hvað lægst á landinu öllu.

 Allt þetta fyllir mannshugann vellíðan.

 Útkoman ?

 Andagift engu lík - enda býr  Arnaldur Indriðason einnig  á Seltjarnarnesi !

 Mottóið á Seltjarnarnesinu er að gera einstaklinginn sjálfstæðan til allra orða og gjörða. Árangurinn ofangreint !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: "Homo sui iuris" - þ.e. Sjálfstæðir einstaklingar" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.3.2013 kl. 15:20

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þú ert óborganlegur Kalli!

Bjarni Harðarson, 27.3.2013 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband