Pólitískir sigrar!

Yfirlýsing Jónínu Bjartmars um að ekki séu forsendur fyrir eignarnámi á landi fyrir Þjórsárvirkjanir marka tímamót og eru stórkostlegar. Hafi hún þökk fyrir. Þar með er framtíð virkjana í neðri hluta Þjórsár komin í hendur heimamanna eins og vera ber.

Þetta er reyndar ekki eini pólitíski sigurinn á þessum góða degi því klámhundar þeir sem hugðust koma til Íslands hafa nú hætt við allt saman. Þar réði úrslitum ákvörðun sveitunga míns Hrannar Greipsdóttur hótelstjóra á Sögu að hýsa þetta fólk ekki.

Fólk þetta boðaði að það ætlaði til kvikmyndatöku í Skálpanesi í Langjökli. Eiginlega finnst mér sá fallegi hvíti hjálmur eigi betra skilið en að vera leiktjöld í klámmyndum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

    Yfirlýsing Jóninu umhverfisráðherra var skýr, skynsöm, og kom á
réttum tíma.

   

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.2.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: GK

Það er auðvitað bara rugl að úthýsa klámhundunum. Það er varla klámhundi út sigandi...

GK, 22.2.2007 kl. 20:06

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég hef alltaf verið sjálf á móti Kárahnjúkavirkjun, en haft þá sterku skoðun að heimamenn eigi að ráða!  Það hefur ekki breyst, er á móti Þjórsárvirkjun, en ég sem Kópavogsbúi á ekki að eiga seinasta orðið þar!

Finnst sorglegt að umræðan um klám skuli enda svona...ekki hefur þetta fólk brotið lög?

En það VERÐUR að setja skýrar reglur um klámsölu í framtíðinni á Íslandi. Við viljum ekki að það finnist í neðstu hillum sjoppunnar á horninu. 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.2.2007 kl. 20:09

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

  Varðandi  Kárahnúkavirkjun þá hef ég aldrei skilið pólitiskan
hreinleika Vinstri-grænna við þá framkvæmd. Því get ekki skilið
annað en þeir beri FULLA ábyrgð á henni verandi í R-lista-
samstarfinu þegar Kárahnúkavirkjun var ákveðin. Reykjavíkurborg og þar með R-listinn átti fulltrúa í stjórn Landsvirkjunarinnar sem samþykkti þessa framkvæmd. Ef Vinstri-grænir hefðu verið umhugað um að koma í veg fyrir hana áttu
þeir að hóta slitum á R-listasamstarfi.  Það gerðu þeir EKKI, og
bera því fulla ábyrgð á Kárahnúkavirkjun.  Lýðskrumið er algjört!

    


ko

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.2.2007 kl. 21:25

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Bjarni eg viðurkenni það sem retta er gert Þökk se Umkverfisraðherra!!!!En þetta með klámið er eg ekki sáttur við/Hvenær urðu bændur svona siðavandir ekki voru þeir það i gamla daga ,þegar annað hvert Barn var ófeðrað!!!!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.2.2007 kl. 22:19

6 identicon

Hvernig skydi það vera með höfunda klámvísna, skyldu þeir fá inni á Hótel Sögu. Hefði höfundur Unndórsrímna fengið gistingu á Sögu ?

Var ekki bara ágætt að það voru hvorki náttúruverndarsamtök né umhverfismat þegar Flóaáveitan var gerð upp úr 1920 ? Svoleiðis verk væri varla framkvæmt nú.

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 13:36

7 identicon

Nú ertu búinn að sýna það versta við Framsóknarflokkinn, bölvaðan populismann, hlaupa eftir háværu væli skrílsins í stað þess að halda sig við hugsjónir sem eiga að vera stærri. Þetta er helsta ástæða þess að Framsóknarflokknum gengur illa að halda sæmilegu fylgi. Það er kolrangt að pólitískur sigur hafi unnist við að úthýsa fólki sem vildi komast til Íslands til að halda árshátíð sína. Hverjum á að úthýsa næst? Körlum sem eru þangað komnir með hjákonu sína? Slíkt athæfi getur sært marga, splundrað fjölskyldum og haft ævarandi slæm áhrif á börn.

Anton (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 16:02

8 identicon

Sæll, Bjarni og þið hin !

Bjarni ! Tekur þú virkilega alvarlega, yfirlýsingu Jónínu, í þinginu í gær ? Síðan hvenær, hafa þau Einar Oddur Kristjánsson verið trúverðug ? Heldur þú virkilega, að Jónína; ásamt öðrum leifum Halldórs tímabilsins standi á sínu, þegar Landsvirkjun, með Friðrik Sophusson; í broddi fylkingar, reiðir til höggs, á Þjórsárbökkum ? Hví, í ósköpunum hangið þið, sem viljið raunverulega kallast Framsóknarmenn, á þessu haldreipi, Bjarni ? Hefir stjórnmálasagan, hin seinni ár ekkert kennt ykkur ?

Jú, jú við getum leyft okkur að vona, að skynsemin verði yfirsterkari; meðal Hafnfirðinga, 31.III. n.k.

Og svara þú nú, Bjarni !!!

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 18:03

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar. Einar Oddur og Jónina eru margfalt trúverðugra heldur en
nokkur af þessari stjórnarandstöðu í dag. Sjáum hvernig málflutningur Vinstri-grænna er. Meiriháttar hræsni og yfirboð.
Þýkjast ekker hafa komið nálagt Kárahnjúkum, þrátt fyrir augljósa
aðkomu gegnum R-listann og Landsvirkjun, og svo nú með allt niðrum sig í Mosfellsbæ svo dæmi sé tekið. Þar að auki er þessi
umhverfisumræða öll meðal stjórnarandstæðinga komin yfir alla
heilbrigða skynsemi. Öfganar í þessi liði eru með ólíkindum.
Hryllir við þá tilugsun þegar ef þetta vinstrisinnaða afturhald
nær að yfirtaka landstjórnina í vor. Þá  er örugglega mikil kreppa
og stöðnun framundan í íslenzku efnahagslífi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.2.2007 kl. 20:38

10 identicon

Komið þið sæl !

Mæl manna gleggst og vísast, Guðmundur Jónas ! Þakka þér, sérílagi, fyrir ábendinguna; um tvískinnung R listans, á sinni tíð. 

Fáir gerast kostirnir, nú til dags, vil þó minna á möguleika utanþingsstjórnar hinna vísustu manna, meðal okkar. 

Hitt er svo annað mál, Guðmundur; ögn mætti draga úr framkvæmdagleðinni í þjóðfélaginu; gerum jú ráð fyrir, að börn okkar og þeirra afkomendur hafi svigrúm til athafna, þá líða tekur á öldina, reyndar er sjálfsagt að drífa áfram vegaáætlun Sturlu frænda míns Böðvarssonar, af fullum þunga, og bæta þar frekar í. ! Til marks, um afturhald vinstri aflanna er meinbægnin gagnvart löngu tímabærum heilsárs Kjalvegi, sumpart fyrir þá fjármuni, hverjir hafa verið lagðir í aukna, og óþarfa útþenzlu utanríkisþjónustunnar, eða hvað höfum við að gera með fjölda sendiráða; og þar með sendiherra, hingað og þangað um Heims kringluna, Danir jafnt sem Japanir o.fl. keppast við að hagnýta sér nýjustu fjarskiptatækni, og fækka þar með sendiráðum.

Margt fleirra mætti tína til, Guðmundur, læt þó lokið, að sinni. 

Með beztu hægri kveðjum /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 21:13

11 identicon

Góður -b og góður líka Guðmundur!  Já aumingja Vinstri grænir neyðast til að monta sig af því að hafa staðið að byggingu Kárahnjúkavirkjunar -og við hin þökkum þeim líka:)

Jón blágræni (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband