Óheflað píkuklám & femínískur baráttuóður

Var að koma af Píkusögum í Hótelinu, femínísku, klæmnu og groddalegu leikriti með húmor af kúk og ragnheidur_hergeirspiss gerðinni. En engu að síður áleitið og krefjandi leikverk. Leikverk sem gerir eins góð krefjandi og ögrandi list að vekja miklu fleiri spurningar en svarað er.

Og án nokkurs er þetta leikverk sem misbýður áhorfendum og er ætlað að gera það. Það eitt af hlutverkum listamanna að misbjóða okkur til þess að vekja sálina, doðann og löngu slokknað heilabúið. En meira um þetta síðar...

Meðal leikara var bæjarstjórinn okkar, Ragnheiður Hergeirsdóttir sem stóð sig með prýði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Klassakona hún Ragnheiður.

Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Halldór Borgþórsson

Ég geri ráð fyrir að leikritið hafi verið flutt á hótel Selfoss.  Eins og þú veist félagi hafa Bændasamtökin bannað allt klám á hótel Sögu.   Það kemur hins vegar á óvart að  Bændasamtökin hafi ekki reynt að stoppa sýningu þessa, sem er svo nálægt sveitinni.

Halldór Borgþórsson, 18.3.2007 kl. 23:23

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já einmitt svo þetta er klám , gat manni dottið það í hug .

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.3.2007 kl. 01:53

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er með ólíkindum að margar þessar blessaðar konur, sem sjá klám og kynferðisofbeldi í öllu skulu vera að taka þátt í að flytja þessa vitleysu. Svo er alltaf skákað í því skjólinu að þetta og hitt sé list. Já, sagan um nýju fötin keisarans er alltaf að endurtaka sig.

Þórir Kjartansson, 19.3.2007 kl. 09:06

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg dáist af öllum sem geta talað um hlutina hvað þá leikið þá/HallI Gamli

Haraldur Haraldsson, 19.3.2007 kl. 10:29

6 identicon

Sendi þér umfjöllun af heimasíðu ÍBV, um leið og við þökkum þér skemmtilegt framlag í menningarsögu Eyjamanna. Kær kveðja fóv.
Herlegt herrakvöld!

Handboltadeildin stóð fyrir veglegu herrakvöldi s.l. laugardagskvöld. Metþátttaka var eða um 180 manns. Frábær matur var framreiddur undir stjórn Kára Vigfússonar. Ræðumaður kvöldsins, Bjarni Harðarson tilvonandi þingmaður, fór á kostum . Þema kvöldsins voru "tillasögur" frá ýmsum tímum. Bjarni er sem kunnugt, vel að sér í fornsögunum. Hann vitnaði meðal annars í sögu Bósa ok Herrauðs í erindi sínu, sem var mjög "fróðlegt".  Fram kom einnig magadansmær frá Brasilíu, hún fékk nokkra viðstadda til þátttöku í þessari göfugu dansmennt. Magnús Bragason á að öðrum ólöstuðum frumkvæði að þessum herrakvöldum.  ÍBV Íþróttafélag vill þakka honum og öllum þeim, sem leggja sitt af mörkum, kærlega fyrir þeirra framlag til eflingar félagsins.

Friðbjörn Ó. Valtýsson - 19. mars 2007

Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 10:46

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Held að þið hljótið að vera misskilja eitthvað! Píkusögur er ekki klám. Amk þarf sá einstaklingur sem sér klám út úr Píkusögum að vera verulega lasinn.. 

Heiða B. Heiðars, 19.3.2007 kl. 16:20

8 identicon

Ég gjörsamlega á ekki til aukatekið orð yfir þeirri kjánalegu umræðu af leikritinu Píkusögur hjá Síðuhaldara Bjarna. Mér finnst alveg hreint ótrúlegt hvursu stutt á veg Bjarni, Egil Helgason og aðrir eru komnir í jafnréttismálum og vakningu fyrir þessu þjóðþrifa máli. Það er greinilegt að orðið Píka, frásagnir kvenna af nauðgunum, fæðingum og hvernig konur tala um kynlíf er svo blússandi blöskrandi fyrir nútímamenn eins og þeir gefa sig út fyrir að vera að steininn tekur úr. 

Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur og greinilegt að samtökin þurfa svo sannarlega að halda áfram að blása í herlúðra sína. 

Hef ekki fengið heyrt af neinum af þeim tæp 350 sem troðfylltu leikfélag Akureyrar og Hótel Hérað né þeim sem mættu á Selfoss að nokkrum karlmanni, né konum hafi blöskrað og kallað hafa þetta klám, þvert á móti. 

....en alltaf gaman að fá risastóran kjánahroll af svo velgefnum einstaklingum, sem Bjarni er, stinga fæti sínum svo djúpt í kok sér sem raun ber vitni.

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 14:46

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

hátt til höggs reitt og svoldið finnst mér eins og nefndur gunnar hér að ofan fylgi pólitískum rétttrúnaði sem hann samt ekki skilur til fulls. mitt kjánahöfuð hefði haldið að þann dag sem píkusögur engan hneyksla verði sýningar þeirra algerlega tilgangslausar en þangað til - áfram stelpur... læt hér fylgja ef það sem ég skrifaði hefur verið óskiljanlegt leikdóm minn um þetta leikrit sem mun birtast í næsta sunnlenska:

 

 

Píkusögur í Hótel Selfoss:

“Píkan mín vill kynlíf...”

 

Brot úr Píkusögum

Höfundur: Eve Ensler

Leikendur: Kristín Hrefna Halldórsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Ragnheiður Hergeirsdóttir.

Tónlist: Lay Low.

Hótel Selfoss 18. mars 2007. Lokasýning í hringferð um landið.

 

Hvernig á hálffimmtugur karlmaður að haga sér þegar fjórar gullfallegar konur sitja fyrir framan hann og tala um píkuna á sér? Og hvað á slík uppákoma að fyrirstilla?

Píkusögur bandaríkjakonunnar Eve Ensler eru örugglega eitt það skrýtnasta sem gert hefur verið í leiklist síðari ára. Ekki það að ekki hafi verið klæmst fyrr á leiksviði heldur að tilgangurinn með leikritinu er aðeins einn. Að vinna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn konum. Sjálf er höfundurinn fórnarlamb kynferðislegs ofbeldis og verk hennar hefur farið eins og eldur í sinu um allan hinn vestræna heim.

“Grunnhugmyndin hjá Eve er að það ástand að konan þurfi alltaf að skammast sín fyrir líkama sinn og langanir sé grundvöllur þess óréttlætis sem ríkir og þess að konur þora ekki að verja sig eða tala um það þegar á þær er ráðist,” sagði Hildur Sverrisdóttir einn aðstandenda V-dagssamtakanna í samtali við Sunnlenska. “Það er ekki fyrr en konan þorir að tala um píkuna á sér sem hún nær að yfirvinna misréttið. Við höfum séð áhrifin af leikritinu á konur, séð þær ganga út stærri og kjarkaðri en þegar þær komu.”

Leikritið er leiklesið og leikararnir fjórir sitja hlið við hlið og fara með mismunandi “einleiki” þar sem í hverjum þeirra er verið að segja frá sömu konunni en af mörgum leikurum. Þannig léku þær Arnbjörg og Ragnheiður múslimska konu á Balkanskaganum sem verður fyrir kerfisbundnum nauðgunum og lýsa viðhorfum hennar fyrir og eftir óhugnaðinn.

Bersögli leikritsins fer oft langt út fyrir öll raunveruleikamörk og Hildur staðfesti við blaðamann að það væri almenn reynsla að karlmönnum finnst verkið yfirleitt ekki neitt ofurmáta fyndið. Frekar vandræðalegt að sitja undir öðru eins. Það eru konurnar sem hlæja út í eitt og eru enda yfirleitt í miklum meirihluta áhorfenda. Þær heyra hér fært í orð eitt og annað sem þær nauðaþekkja án þess að hafa fyllilega áttað sig á því.

Bjarni Harðarson

Bjarni Harðarson, 20.3.2007 kl. 18:02

10 identicon

Sæll Bjarni,

Þykir mér það leiðinlegt að þér finnist píkusögur vera piss og kúk húmor og að sannleikur verksins fari stundum langt út fyrir raunveruleikamörk.Raunveruleikinn er því miður oft MUN verri. Það eru menn eins og þú sem halda okkur konum í skefjum og skilja ekki hvað kynferðislegt ofbeldi hefur áhrif á fólk. Leiðinlegt finnst mér þó mest er að þú ert í framboði til Alþingis. Alþingi er staður þar sem hugsandi fólk á heima ekki fólk sem halda að píkusögur séu piss og kúk húmor. Hálffimmtugi karlmanni á að líða þannig þegar hann sér 4 gullfallegar konur á sviði að tala um píkuna að það sé fullkomlega eðlilegt og reyna að einbeita sér að skilaboðum leikritsins. En annars áfram stelpur!!!!!!!

Agnes Stelpa (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 23:07

11 identicon

Umræða á villigötum.

Það er með ólíkindum, að lesa sumt af ofangreindu. Engu líkara en karlmenn séu beittir skoðanakúgun. Ég þarf skrýtna hugsun til að finna út fordóma í ritdómi Bjarna Harðarsonar um umrætt "leikrit". Ekki það að undirritaður hafi látið sig hafa að sjá umrætt stykki. Hreinlega enginn áhugi fyrir slíku "píku-, eða pungatali". Ekki í nokkrum vafa, að einhver boðskapur liggur í frásögnum kvennana í sögunni. Konur eiga hins vegar að fara varlega í að eigna karlmönnum ofbeldi og yfirgang fyrir það eitt, að öllum líki ekki alls kostar, boðskapurinn. Það getur ýmislegt komið til. Konur hættið þessu endemisvæli og ofsóknaræði gagnvart karlmönnum. Þeir eiga allt annað og betra skilið.

kv. fóv.

Friðbjörn (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 08:37

12 identicon

Eftirskrift.

Annað, sem vekur athygli karlmanns. Undirritaður sér ekki mun á hvort falleg eða eða minna falleg kona flytur einhvern boðskap. Að flestra mati er það innihaldið, sem máli skiptir. Hér skína í gegn dæmigerðir fordómar konu, sem uppfull er af fordómum í garð kynsystra, því miður.

Friðbjörn (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:07

13 identicon

Það er svo sem rétt að við eigum að sleppa að taka mark á öllu sem okkur líkar ekki boðskapurinn við. Hverjum er ekki sama um ofbeldi á konum, körlum og börnum svo lengi sem maður er ekki að gera það sjálfur... ekki satt? Annars verð ég að verja konuna sem skrifaði hér fyrir ofan því að misskilningur hefur víst átt sér stað hjá herra Friðbirni, því að tilvísun í gullfalleg er verið að benda á orðalag Bjarna í skrifum hans þar fyrir ofan. Það verður einnig að fara varlega í það að dæma fólk með ,,dæmigerða" fordóma - sérstaklega ef ekki er búið að lesa það sem á undan fór. En annars er ég hjartanlega sammála þér herra Friðbjörn. Konur eiga að hætta að væla og vera með ofsóknaræði gagnvart karlmönnum. Það eru ekki allir karlmenn sem beita ofbeldi.... einungis 97% af þeim sem beita ofbeldi eru karlmenn.

Páll (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 12:06

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

....og hvernig í ósköpum manninum, þe Friðbirni, dettur í hug að kommenta á Píkusögur í ljósi þess að hefur ekki séð það!!  "Ekki það að undirritaður hafi látið sig hafa að sjá umrætt stykki. Hreinlega enginn áhugi fyrir slíku "píku-, eða pungatali".

Heiða B. Heiðars, 23.3.2007 kl. 00:11

15 identicon

Sæl og blessuð Heiða og aðrir, sem gera aths.við skrif mín.

Ég tók það skýrt fram, sem þú og endurtekur, að stykkið hef ég ekki séð, enda enginn ritdómur á ferðinni. Ég gerði hins vegar aths. um viðbrögð á mismunandi skoðunum annarra við efnistökum leikritsins. Á því er reginmunur. Ef einhver vill snúa út úr því dæmi, er það mér að meinalausu. Það reynir einhver Pálus, sem kallar mig herra hitt og herra þetta. Snýr öllu á haus, hann um það. Ef einhver ætlar að fara væna mig um einhvers konar kvenfyrirlitningu, þá er sá hinn sami á hálum ís. Ég er nú svo heppin að hafa átt ömmur, móður, mágkonur, eiginkonu (bara eina-bestu) og dætur. Unnið á vinnustað  aðeins einn karl á kvennavinnustað hálfa starfsævina.

Ég þekki vel til kvenna, þær eru ekki eins og karlar í mörgu tilliti (stóri sannleikur). Efnistök umrædds leikrits höfða ef til vill ekki til allra, það þarf ekki að þýða, að hinir sömu séu fylgjandi kynbundnu ofbeldi gagnvart konum. Þetta vil ég meina að sé tilraun til skoðanakúgunar af hálfu þeirra, sem skilja afstöðu á þann veg. Þegar öllu er á botninn hvolft eru karlar og konur bestu vinir. Ofbeldi einstakra hvort, sem það er kennari í skóla eða yfirmaður á vinnustað má ekki verða til þess að alhæfing eigi sér stað. Konur og kvenlegir karlar mega ekki sjá skrattann í hverju horni. Við karlar elskum konur, hávaxnar, lágvaxnar, þéttar og þunnar, fallegar og minna fallegar. Í hverju liggur annars skilgreiningin, ég held að konur sjálfar séu einmitt duglegastar að skilgreina hvor aðra.

Með vinsemd og virðingu. Kv. fóv.

Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 13:24

16 Smámynd: Bjarni Harðarson

æi heiða - getur þú ekki sleppt því að kommentera á minni síðu! allavega verðurðu að vera kurteis við aðra sem kommentera hjá mér

Bjarni Harðarson, 23.3.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband