Eyjamenn eru okkar menn

Lentum seint í gærkvöld á Bakkaflugvelli eftir vel heppnaðan dag í Eyjum þar sem þau heiðurshjón Sigurður Vilhelmsson og Eygló Harðardóttir opnuðu með okkur kosningaskrifstofu með pomp og pragt. Fjöldi kom þar í grillveislu og alltaf finnst mér Eyjarnar eiga meira í mér eftir hverja ferð þangað út.

Það er ekki bara að Eyjarnar eigi meira í mér ég held af viðtökunum að ég eigi þar meira eftir hverja ferð. Þó sagt sé að Eyjamenn kjósi margir aðra flokka en okkar er samt mikill samhljómur sem ég finn þegar ég tala við fólkið í þessari skemmtilegu byggð. Það á við bæði um fiskvinnslufólk og forstjóra. Hagsmunir þessa fólks eru hagsmunir landsbyggðarinnar og flokksafl þeirra hagsmuna er okkar Framsóknarflokkur.

Við þurfum á næstu árum að skilgreina þessa hagsmuni betur. Það eru mjög háir vextir á Íslandi, hátt verðlag og mikið launaskrið. Að nokkru eru þetta fylgifiskar mikils hagvaxtar sem við njótum á hagvaxtarsvæðunum. En það er ekki hagvöxtur allsstaðar í landinu. Og hvað má það fólk segja sem ekki býr við hagvöxtinn en tekur á sig hinar íþyngjandi byrðar hans. Meira um þetta síðar...

Í dag vorum við í Fjölbraut á Selfossi og víðar. Krakkarnir þar tóku okkur mjög vel og kvöldinu eyddum við Guðni svo í makindum á fundi með Skeiðamönnum í Hestakránni sem er á Húsatóftum en ekki Brautarholti eins og mér skriplaðist á að skrifa í auglýsingu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já það eru margir staðirnir og margir minnihlutahópar sem skjóta upp kollinum í aðdraganda kosninga, það má alltaf nota mann í eithvað.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 01:12

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Framsóknar-og sjálfstæðismenn lögðust í nákvæma vinnu við að spekúlera í Hagvextinum. Niðurstaðan var sú að það bæri tafarlaust að auka þennan vöxt með því að taka af lífi öll þau gildi sem byggðu upp þetta stórbrotna athvarf mannlífs með alla þá einstæðu og notalegu menningu sem fyrri kynslóðir höfðu þróað.

Árni Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband