Ha,- hættur í pólitík...

"Bjarni Harðar er greinilega hættur í pólitík..." skrifar Kristján S. Kristjánsson inn á bloggið mitt í morgun og greinilegt að ekki eru grið gefin. Því það er rétt að ég hef núna í nokkra daga lítið skrifað um pólitíkina og kemur þar tvennt til. Fyrir það fyrsta þurfti ég eins og aðrir frambjóðendur að slaka svolítið á eftir hamaganginn. Í öðru lagi er eðlilegt að viðræður um stjórnarþátttöku fari fram annarsstaðar en hér í bloggheimum...

En við Framsóknarmenn veltum allir fyrir okkur hvað við eigum að gera. Hver séu næstu skref og þar eru sjónarmið manna mismunandi. Það er líka mismunandi hvort menn vilja horfa á stöðuna út frá langtímahagsmunum flokksins eða hagsmunum þjóðfélagsins,- til langs eða skamms tíma. Niðurstaðan getur verið sitthvor eftir því hvort sjónarhornið er haft.

Ég hef aðeins verið í símanum og ég finn alveg að tilfinningarnar í þessu máli eru víða heitar. Ég held aftur á móti að það sé rangt að það sé ein skoðun uppi á landsbyggðinni og önnur á höfuðborgarsvæðinu,- það er mikil einföldun og kannski alveg eins marktækt að velta því fyrir sér hvort skoðanir tengist háralit. En hann sést mjög illa í gegnum síma...91e5f158317873c

Stórvinur minn Eyvindur Erlendsson hringdi í mig í gær en hann er að fornu krati og spurði hvaða embætti hann fengi hjá hinni nýju stjórn. Vildi helst verða hermálaráðherra og ákvað að lesa yfir Þórarins þátt Nefjólssonar til þess að herða baráttuandann fyrir komandi verkefni...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Bjarni. Bendi á blogg mitt og mína skýru afstöðu til stjórnarmyndunar. Skv skoðun Fréttablaðsins í dag  er ég í hópi 80% kjósenda Framsóknarflokksins sem vill óbreytta stjórn áfram.
Þessi AFGERANDI skilaboð framsóknarfólks á að auðvelda ykkur
forystumönnum flokksins að tak ákvörðun í þessu máli, með
þjóðarhag fyrst og fremst í huga, og svo það að verandi í farsælu
stjórnarsamstarfi gerir mun auðveldara a byggja upp flokkinn
að nýju. Veldur þar mestu að okkar ágæti formaður VERÐUR að
geta komið að skákborði stjórnmálanna eigi honum að takast að
byggja flokkinn upp. Það gerir hann alls ekki með hvorki aðkomu
að þingi eða ríkisstjórn.

  Þannig, við þessir 80% hvet ykkur að klára að ganga frá
málum sem allra fyrst. Skilaboðin liggja skýr fyrir..........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.5.2007 kl. 15:57

2 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Sæll Bjarni,

Til hamingju með Þingsætið.

Guðmundur Bendir réttilega á að ekki má gleyma að þó svo prósenta okkur á alþingi sé minni en áður þá kaus fólk okkur til áframhaldandi setu á Alþingi. Seta í ríkisstjórn kemur uppbyggingu innan flokksins ekki við. Sú vinna verður að vinnast sama hvort Framsókn sitji í ríkisstjórn eður ei.

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 16.5.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Eru laus embætti í nýju stjórn ykkar ?
Er til í flest embætti,þó að ráherrastóll sé ofarlega á óskalistanum.
Væri alveg til í upplýsingaráðuneyti eða eitthvað þess konar ráðuneyti, sem heimtar ekki mikla vinnu.

Með fyrirfram þökkum.

Policeman

Halldór Sigurðsson, 16.5.2007 kl. 21:26

4 Smámynd: Einar Helgi Aðalbjörnsson

Auðvitað verður þú Bjarni að slaka svolítið á. Nú er það bara stóra spurningin hvað gerum við Framsóknarmenn nú. Eitt er allvel klárt að við tölum ekki frekar við Vinstri Græna og Ingibjörgu er ekki á setjandi. Ef við ætlum í ríkisstjórn þá er bara eitt eftir það er allt óbreitt.  Í mínum huga er það það eina sem við eigum að gera. Í stjórnarsamstarfi er allvel hægt að byggja upp eins og fyrir utan. Það er nefnilega það versta sem getur komið fyrir þau skötuhjú Ingibjörgu og Steingrím að þurfa að sitja enn ein 4 ár fyrir utan við það eitt að reyna að stoppa framþróun í þjóðfélaginu.

Einar Helgi Aðalbjörnsson, 16.5.2007 kl. 22:31

5 identicon

Sæll Bjarni,

Sem Sjálfstæðismaður verð ég að segja það mína skoðun að þrátt fyrir fylgistap ykkar í ÞESSUM kosningum, á ykkur aldrei að detta í hug að taka undir kommalýgina að fylgistap ykkar sé alltaf Sjálfstæðisflokki að kenna. Þú veist betur, þið áttuð við innri vandamál að stríða sem leiddi til þessarar niðurstöðu NÚNA, ekki samband ykkar í stjórn við Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna álít ég að áframhaldandi stjórnarsamstarf geti vel gengið og innst inni vitum við báðir að það væri ekki okkar þjóð til heilla að Sjálfstæðismenn þyrftu að fara í samstarf við ISG eða SJS. Þessir foringjar, þótt lagt hafi niður stórkjafta sína síðustu daga fyrir þessar kosningar eru allveg jafn stóryrt í sínu hjarta og áður. Ekkert hefur breytst þar nema falsið fyrir kosningarnar. Lofum þeim nú að njóta ávaxta sinna, stórkjaftur er ekki á vetur setjandi í stjórn, heldur má þola það að vera enn eitt kjörtímabilið án nokkurra áhrifa, þeim til mikillar arðmæðu. Þau uppskera þá eins og þau sáðu. Þess vegna tökum við okkur saman um stjórn til að tryggja áframhaldandi farsæld í þessu landi, stjórn sem mun uppskera ríkulega í næstu kosningum, þegar bæði Samf. og Vinstri hafa þakkað sínum núverandi slaka farsæld og kosið máttlaust og vonlaust fólk til forustu. Svona er þetta og svona verður þetta, ekki satt, segir flugan. 32 traustir eru betri en 34 villidýr !

Kveðja

Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:41

6 identicon

Örn; Skiptir það þig engu máli að meirihluti þjóðarinnar VILL EKKI áframhaldandi setu núverandi stjórnar? Ef núverandi stjórn heldur áfram þá hefur lýðræðið tapað, svo mikið er víst.

Svona málflutningur eins og þinn segir mér margt um hvað það er sem skiptir ykkur máli sem eruð fylgjandi núverandi stjórn..

p.s. Bjarni.. þú átt að bjóða þig til formans Framsóknar.

Björg F (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 01:41

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þarna las ég spaklegustu ályktun íhaldsmanns til áraraða miðað.

Játningu Arnar Johnson varðandi 25 frjálshyggjuvillidýr í flokki hans verður að skoðast sem tímamót í innra eftirliti þessa skelfilega hagsmunabandalags kvótaeigenda.

Hvernig er þetta með þig Björg mín, hefur þú engan skilning á hagvexti og efnahagsbata fésýslustofnana? Hvenær fór hagvöxturinn að nærast á lýðræðinu?

Má ég svo ekki biðja einhvern góðan lesanda þessa bloggs að hafa mig í huga ef hann fréttir af því þegar Snæfellsnesið verður til sölu? Ekki sakaði þó góður partur af Dölunum fylgdi með.

Ég vil hafa rúmt um mig í ellinni og ég vil geta bruggað minn landa í friði fyrir helvítinu honum Steingrími Joð. Ekkert stopp!!!!!!!

Alúðarkveðjur. 

Árni Gunnarsson, 17.5.2007 kl. 11:33

8 identicon

Það má gróflega skipta kjósendum Framsóknarflokksins svona:

1. Þeir sem kjósa Eystein og Hermann.

2. Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn vegna hagsmuna.

3. Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn vegna Bjarna Harðar og það er langstærsti hópurinn mjög skyldur hópi 1. Gallinn við þennan hóp er sá að langflestir í þessum hópi kjósa aðra flokka er sinn gamla. Það er því mjög sárt fyrir þennan hóp sem kaus Bjarna vegna ef að nefndur Bjarni eftir kosningar ætlar að hrifsa þessi athvæði og stinga þeim undir ketilinn sem flokkurinn hefur kynt sl. 12 ár með athvæðum frá hópi 1. Leyfi mér að benda á að náttúruleg fækkun í hópi 1 er um 300 manns á ári, blessuð veri minning þeirra.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 11:50

9 Smámynd: ragnar bergsson

Bjarni minn ég hef trú á að þú sért sæmilega heiðarlegur maður nú skaltu vara þig vel á ormagryfjunni sem þú ert stddur í .

ragnar bergsson, 17.5.2007 kl. 13:38

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þið Framsóknarmenn eruð menn af meiri,og þu stekalega sagðir strax þina meiningu ,meirihlutin og tæpur/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 17.5.2007 kl. 16:33

11 identicon

Það er undarleg hugmynd hjá Björgu að lýðræðið tapi ef mynduð er stjórn sem minna en helmingur þjóðarinnar vill. Eftir kosningar eru sjaldnast neitt eitt stjórnarmynstur sem er efst á óskalista hjá meira en helmingi kjósenda svo ef Björg hefur rétt fyrir sér þá hefur lýðræðið tapað á um það bil fjögurra ára fresti í 100 ár.

En hvað sem líður tapi eða sigri lýðræðisins er ekki skynsamlegt fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að mynda stjórn með 32 manna þingstyrk. Það kostar einfaldlega of mikið að hafa alla góða.
Það er líka mjög erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að vinna sér aukið fylgi ef hann heldur enn áfram að hafa mikil áhrif bæði í ríkistjórn og borgarstjórn Reykjavíkur þrátt fyrir lítið fylgi. Það gefur fólki of góð tilefni til að halda að flokkurinn hafi meiri áhuga á hagsmunagæslu en hugsjónum. Flokkur sem hefur slíkt orð á sér vinnur lítið fylgi hjá ungu fólki. Hann eldist bara og minnkar þegar fylgismenn hans fara einn og einn sína hinstu ferð.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 18:02

12 identicon

Jæja Bjarni, loksins fæ ég tækifæri tilað óska þér til hamingju með þingsætið, það er auðvitað til fyrirmyndar að hafa svona skemmtilegan og þjórsársinnaðan mann einsog þig á hinu háa alþingi.

Elísabet Kristín Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 22:46

13 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sæll Bjarni. Innilega til hamingju með þingsætið, og takk fyrir að gera karl föður minn að krata .

Ég tek undir það sem einhver sagði að þú ættir að fara í formanninn. Það er klárlega það sem flokkurinn þarf. Altént mun ég íhuga að rita framsókn á ný með stórum staf ef þú verður formaður.

Heimir Eyvindarson, 18.5.2007 kl. 00:23

14 identicon

"Það er líka mismunandi hvort menn vilja horfa á stöðuna út frá langtímahagsmunum flokksins eða hagsmunum þjóðfélagsins..."

Þessi er hinn rótgróni þankagangur Framsóknarmanna og þjóðin loksins farin að sjá það.

Jakob (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband