Til hamingju Ísland!

Dagurinn í dag, sá tuttugasti og þriðji í maímánuði er dagur mikilla pólitískra tíðinda. Ný ríkisstjórn hefur tekið við á Íslandi og formannsskipti orðið í Framsóknarflokknum. Það er því full ástæða til að óska þjóðinni til hamingju og mun víst ekki af veita. Með það fyrrnefnda því öll hljótum við alltaf að óska þess að ríkisstjórnum takist vel til við stjórnun landsins. Með það síðarnefnda því miklu skiptir að Framsóknarflokkurinn nái nú vopnum sínum sem ég hef fulla trú á að hann geri undir forystu Guðna Ágústssonar þó svo að vissulega sé eftirsjá í Jóni Sigurðssyni. Jón bregst með þessu við niðurstöðu kosninganna af karlmennsku. Hann kom nokkuð skyndilega inn i stjórnmálin og fórnaði þar eigin hagsmunum til heilla flokki. Ég veit að við fáum áfram að njóta krafta Jóns en það er samt við hæfi að þakka honum á þessum degi frábæra frammistöðu á erfiðum tímum.

Guðni Ágústsson er vel að því kominn að verða formaður enda í augum okkar margra Framsóknarmennskan holdi klædd. Hann er heilsteyptur og drengur góður. Megi honum vel farnast og læt þar með lokið mærðinni í dag en vík að hinu. Nýrri ríkisstjórn. img_2115_std

Það verður reyndar hlutverk mitt sem þingmanns í stjórnarandstöðu að fjalla um þessa stjórn seint og snemma næstu árin. Ég veit að í ráðherraliðinu eru margt mætra manna en engu að síður held ég að þessi stjórn sé sú versta sem lýðveldið gat fengið. Versta vegna áhugaleysis síns í byggðamálum en um þau er ekkert fjallað í stjórnarsáttmála,  versta vegna fullveldis þjóðarinnar en margt bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn taki núna viðsnúning á því máli enda hinn þjóðholli Davíðsarmur greinilega lentur í minnihluta. Stjórnin er líka sú versta þegar kemur að landbúnaðinum í landinu, umhverfismálunum - sem hafa aldrei verið annað en froða hjá Samfylkingunni o.s.frv. o.s.frv.

Meira,- já miklu meira um þetta síðar og allar götur þar til við höfum aftur fengið góða landsstjórn!

(Myndina hér að ofan tók Ármann Ingi Sigurðsson af þeim Jón formanni og Hjálmari þingmanni á síðasta kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi.)


mbl.is Jón Sigurðsson segir af sér formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dr Banco Vina  E.D.R.V

Meira ruglið mar

Dr Banco Vina E.D.R.V, 23.5.2007 kl. 19:28

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

ha,ha,ha, djöfull hefurðu farið vitlaust framúr í morgun, meira endemis bullið, verður að flétta eitthvað vitrænt inní skrifin svo einhver glepjist til að taka mark á þeim.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.5.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Bjarni

Við fengum ekki óskasamsetningu á ríkisstjórn. Framsókn var auðvitað að vissu leyti föst á bás og erfitt að vera í formlegum viðræðum við hana um að koma yfir á annan bás. Jafnframt virtist á kröftugum skeytasendingum milli B og V að það væri ekki búið að slíðra sverðin.

Það var því skynsamlegast fyrir Samfylkingu að spíta í lófana og leita að annari leið til að hafa áhrif. Mér líst nokkuð vel á framgöngu Ingibjargar Sólrúnar. Stjórnin hefur sterkar velferðaráherslur og það virðist ekki vera að hún ætli að láta Geir skrifa handritið, heldur fyrst og fremst að vera trú kjósendum og stefnumálum.

Einn möguleiki fyrir þig og Framsókn til að vera ekki í einhverri leiðinda stjórnarandstöðu næstu fjögur árin væri að ganga bara til liðs við Samfylkinguna. "Frjálslyndan félagshyggjuflokk eins og Framsóknarflokkurinnn var" svo vitnað sé í Denna.

                    Gangi þér vel,

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.5.2007 kl. 21:52

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þú talar um stjórnina eins og eftir fyrirfram ákveðinni forskrift eða formúlu, ef þú gerir það áfram verða orð þín um hana aldrei nokkurs virði í eyrum annarra, - og varla ertu í alvöru að syrgja valdaleysi hinna innvígðu og innmúruðu?

Annars með fullri virðingu HJH

Helgi Jóhann Hauksson, 24.5.2007 kl. 00:01

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Guðni Ágústsson "Framsóknarmennskan holdi klædd". Hefur ykkur ekki dottið í hug að einmitt hún þarfnist gagngerar endurskoðunar við? Til hamingju með þingsætið. Væri mikið nær að ÞÚ tækir við af Jóni. Gamla settið er búið með sitt og held að þó Guðni sé stórskemmtilegur, sé hann ekki það sem flokkurinn þarfnast. Flokkurinn þarfnast manna eins og þín! Ekki það að ég kjósi Framsókn, en tel þig mun líklegri til að ná árangri en Guðna, svo skemmtilegur sem hann getur þó verið. Þetta snýst ekki bara um hnittnar setningar á mannamótum og kökubösurum. Þetta er PÓLITÍK! 

Halldór Egill Guðnason, 24.5.2007 kl. 02:44

6 identicon

Komdu sæll Bjarni

Mig langar aðeins að bæta inn í þessa umræðu. Hvað var hún Ingibjörg Sólrún eiginlega að hugsa? Var hún ekki áður búin að nefna að hún myndi aldrei vilja fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? Ætlaði hún ekki að stefna á forsætisráðherrastólinn....ég spyr nú bara??

Mér finnst þetta frekar lágkúrulegt af henni, að láta hafa sig út í þetta og taka við utanríkisráðherrastólnum. Þetta er svo sem ekkert nýtt af nálinni, hún hefur jú áður sagt eitthvað og gert svo þveröfugt við það. Hvernig var það nú aftur þegar hún sagðist ekki ætla á þing þegar hún dreif sig í borgarstjórn?

Ég er þó ekki að halda því fram að fólk megi ekki skipta um skoðun. Þvert á móti. Það er bara það að fólk á ekki að koma með einhverjar staðhæfingar og geta síðan ekki staðið við þær.

Hvað varðar þessa nýju ríkisstjórn, þá ætla ég að vona að hún geti gert betur fyrir landann en fyrrverandi stórn gerði. Ekki veitir af. (í sannleika sagt, þá trúi ég því tæpast......)

kv. frá einum áhugamanni í Danmörku, sem vonast til þess að geta komið einhvern tímann aftur eftir sitt nám til Íslands.

Ingi Guðni (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 07:48

7 identicon

Vil bara kvitta undir orð Halldórs Egils.. Framsóknarfólk flest er afburðarfólk með hjartað á réttum stað. En þeir hafa verið  með afburðarl élega forystu síðustu ár sem hafa látið meiri hagsmuni lúffa fyrir einkahagsmunum.. Þannig pólitíkusa þarf hvorki þjóðin né Framsókn. Og það er mér og mörgum mikil gleði að þeir hafa fengið hvíld og vonandi sem lengst.

Eins og ég hef sagt áður, myndi ég vilja sjá Bjarna Harðar ogJónínu Bjartmarz í forystu og svo gjarnan fleiri sem ekki hafa verið framarlega í víglínu flokksins en unnið ötullega fyrir hann öll ár eins og t.d. kvenskörungarnir og systurnar Eygló Lind og Jenný Lind Egilsdætur frá Borgarnesi. Þær eru allt í senn; bráð skemmtilegar, miklar hugsjónakonur og hörkuduglegar.

Ingi Guðni; Solla hefur aldrei sagt að hún vilji ekki fara í stjórn með Íhaldinu..

Björg F (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:12

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sæll nafni.

Sjáðu til.  Við erum afar margir þjóðhollir menn innan míns ástsæla Flokks.  Þú býrð ekki alllangt frá Njáluslóðum.  Var þar ekki maður á dögum fyrri, sem talaði um kvennaráð og eðli þeirra sumra?

Svo mun um póitíkkina líka, þar munu ísköld ráð hugsuð og vél brugguð.

Mikið vildi ég, að þið töluðuð ekki um arma innan míns þjóðholla og ærlega flokks.  ÞAð er hjá okkur, líkt og hjá ykkur, að innan vébanda okkar eru gróðapungar sem hugsa í Gulli og þeim völdum sem það gæti gefið.  Ég hef áður kommenterað um það við þig, hvað þinn flokk varðar og þá ósvinnu, sem viðgengist hefur um breytingu á eignarhaldi á félögum bænda og annarra viðskipta,,vina" með áherslu á vina, Samvinnufélaga vísvegar um landið.

Okkur er hollt, að lesa nú um stundir Fóstbræðrasögu og hvurnig sumir eru innréttaðir.  Ég bað Davíð hyggja að, þegar ég horfið í augu pilts, rétt í því, að Davíð gerði hann sér handgenginn og skóp honum aðstæður í embætti aðstoðarmanns.  Síðan voru allmargar vegtyllur sem sá góði maður fékk.  Allt vitum við um launin, sem gustukamaður hanns fékk.  Aðstæðurnar urðu að vísu verðmætar á ,,markaði", það er annað mál. 

Okkar sögur geyma svona fólk, einnig Nýja Testamenntið, þar nefnist hann Ískaríot.  Í sögu Rómarveldis heitir hann Brutus.

Hjá ykkur heita þeir nokkrum nöfnum. 

Jón er einhver sá drenglundaðasti maður sem ég hef kynnst, aufúsugestur hvar sem hann drepur niður fæti.  Ég er svo heppinn, að við hittumst stundum utan pólitíkkinnar í félagsskap einum allgóðum.  Þar nýtur hann virðingar, enda ekki annað hægt í mannræktarfélagi. 

Ég hlakka til að njóta sumars við bakka Hróárslækjar milli Rangánna, hvar við erum að koma okkur fyrir hjónin í sumarkofa.  Yndislegt að stússast í jarðveginum, bæta hann með humus, því Hekla mín hefur látið undir hfuð leggjast, að fara í umhverfismat með gosin sín í gegnum tíðina og er því jarðvegurinn frekar rýr til gróðursetningar.

Guð geymi þig og gefi þér styrk, til að halda vöku þinni um aðalatriðin í löggjafastarfinu en það er að mínu mati einkum þrennt.

Standa kláran vörð um að allar auðlindir okkar til lands og sjóvar verði ævinlega í fullveldiseigu þjóðarinnar, þannig að erlendir menn fái ekki keypt, hvorki Gulli né loforðum.

Vernda þjóðtungu og einkenni menningar okkar, sem er ekki einungis djásn þjóðarinnar, heldur einnig heimssögulegur demantur.  Hvurgi hefur þjóð flækst svo um láð og lög haldandi í sín sérkenni, siðu og arfsagnir, sem við.

Standa klár á að ein lög gildi um alla þegna hins íslenska ríkis, burtséð frá efnahag og ætterni.  ÞEtta gildi einnig um lagabálka, sem gilda um eigur þegnanna, hvort heldur er í aktífri eign eða ei.  (þarna hegg ég nú allnærri sumum gróðapungum fyrrum yfirmanna hjá Sambandinu.)

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 24.5.2007 kl. 11:32

9 identicon

Einkahagsmunastefna hefur eyðilagt framsóknarflokkinn.  Hæfileikaríkt ung fólk með aðra hugsjón en eiginhagsmuni á enga samleið með flokknum og getur ekki hugsað sér að vinna með honum.  Þar af leiðandi er flokkurinn dæmdur til hægs andláts.  

Guðmundur (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 12:04

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það styttist i að þu setjist á Alþingi Bjarni,það verður i næstu viku,og nú Bindi og alles og flott/eg hlakk til að heira þina fyrstu ræðu veit þu ert mjög rökfastur kallin!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.5.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband