...og síldin kom!

Síldveiðar hef ég lítið lagthallurbjorgvinssbirgirsigurdsson
lag mitt við um dagana.
Um mig verður eflaust sagt
hann var aldrei á síld...

Kveðskapur þessi varð til einhverntíma þegar okkur þraut erindið í kveðskaparkeppni á Menntaskólaárum. Hall Björgvinsson vantaði vísu sem byrjaði á essi og sló þessari þá saman í fljótheitum en hún er ort undir fíflskaparhætti sem er þegar að er gáð einn dýrasti og vandmeðfarnasti háttur íslenskra ferskeytlna.

En því er ég að rifja þessa vísu upp að ég var að ljúka við sérdeilis frábæra bók Birgis Sigurðssonar sem heitir Svartur sjór af síld og er saga síldveiða við Ísland skrifuð af slíku listfengi að jafnvel landkrabbi eins og ég les hana mér til skemmtunar einnar. Það liggur fyrir hvaða sagnfræðingi sem er að skrifa fróðlegar sögubækur en að taka atvinnusögu sem þessa og gera úr henni spennandi afþreyingu er aðeins á færi listamanns. Bókin er kannski svolítið aftanílöng en endar samt á athyglisverðum pælingum Jakobs Jakobssonar um það að síldin komi aftur. Og nú í morgun les ég í Morgunblaðinu að það sé einmitt það sem er að gerast. Guð láti gott á vita.

Síldveiðisaga Íslendinga eru lærdómsrík útfrá umræðunni um rányrkju og græðgi mannsins. Það gleymist alltof oft í umræðunni um náttúruvernd að mestar eru skyldur okkar fiskveiðiþjóðarinnar á norðurhjaranum eru við sjálf fiskimiðin þegar kemur að spurningunni um að skila heiminum í viðunandi ástandi til barna okkar og barnabarna.

Til er það fólk sem gengst upp í frösum um að maður sé það sem maður étur. Ef við mannfólkið erum aðallega puntudúkkur og vöðvabúnt má það til sanns vegar færa. Hitt er þó hugnanlegri veröld að við lærum að líta á okkur sem vitsmunaverur og þá erum við það sem við lesum, sjáum og hugsum. Þessvegna er ég síldarspekúlant í dag og ætla að njóta þess, hver veit nema ég gangi í vesti með gullúr eins og Íslandsbersar allra tíma hafa alltaf gert...

(Á myndunum eru skáldin tvö, Birgir Sigurðsson og Hallur Björgvinsson.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Bjarni sildin er komin og það er gaman/við sem eldri erum skyljum þetta og það var hátið í bæ/samt gott ennþá/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 26.5.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Iss - farðu bara á síld í sumar, ég er viss um að það er eitthvað hægt að nota þig - á plani ef ekki bát. Ég var líka alin upp sem garðyrkjukrakki í sveit, en fór á síld á Mjóafjörð eystri í 6 vikur okt.- des.  eftir að ég var farin að búa á Selfossi. Ég man hvað ég var þakklát þegar Hörður Hansson birtist allt í einu og "lagði niður" fyrir mig í nokkrar tunnur. Hann var þá í áhöfninni sem var að landa. 

Maður getur allt sem maður vill, ekki gleyma því þó þú sért orðinn þingmaður. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 26.5.2007 kl. 22:24

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Síld er fiskur sem Íslendingar aldrei hafa kunnað að meta, þrátt fyrir að

þettta er sælkera matfiskur eins og makríllinn sem veidddur er fyrir

austan og settur er í gúanó samkvæmt íslenskri hefð. Síld er ekki hægt að

kaupa hér þrátt fyrir að hún er veidd fyrir austan, svo að það þarf að fara

til Danmerkur til að njóta góðra síldarrétta, Það er tilvalið að fara í byrjun

desember því þá er á mest á boðstólum af síld. Besta steikta síldin fæst

á Teglkroen sem er í Teglgaarsgade v. Nörrevold. En hvað um það, hér

áður fyrr á öldum rak síldin á fjörur fyrir norðan en landin veslaðist upp

af hungri. Ekki hefur hann breyst migið til batnaðar.

Leifur Þorsteinsson, 27.5.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband