Sjómaðurinn í útrýmingarhættu

Guðmundur Ólafsson leikari flutti bráðskemmtilega sjómannadagsræðu í Grindavík í gær þar sem hann tegundagreindi sjómenn hafsins og lýsti lífsháttum þeirra, vaxtarlagi og mögulegum ógnunum stofnsins. Þ.e. stýrimanna sem orðnir eru vambmiklir og læradigrir af inniveru, skipstjóra sem eru enn verr á sig komnir og sægreifum sem eru einhverskonar myrkaverur sem forðast aðra af tegundinni.DSCN1281

Þetta innlegg var gott í umræðu sem er mjög alvarleg þessa dagana um samdrátt í þorskveiðum og morguninn í morgun fór í að hlusta á sérfræðinga Hafró um þau mál og vonandi næ ég að skrifa vitrænt um þau mál seinna.

En helgin var góð og best þegar við dakarfélagar spændum okkur inn jeppaslóða á Hrunamannaafrétti þó svo að leysingar í ám gerðu ferðir þær endasleppari en til stóð. Myndin hér á síðunni er af okkur Baldri og Hlyn inni í Tungufellsdal aðfaranótt laugardags!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo er, að mér er til efs, að nokkur glóra sé í þeirri kennslu, sem stunduð er við Náttúrufræðideildir Háskóla okkar.

Lífkeðjan æpir á okkur, hvar sem horft er við strendur landsins.  Bjargfugl og mávar eru ætislausir og einu kvikvendin sem virðast dafna eru hræætur á borð við ýsu og Krabba.

Hvurnig í ósköpunum geta menn haft augu sín svona kyrfilega lokuð svona helvíti lengi?   Sjá menn ekki hvernig veiðarfærin leika fæðukeðjuna?

Ef mönnum dytti í hug, að fara allra sinna ferða um hálendið á CAT-D10 með tönnina OG ribberinn niðri, heyrðist að líkum ramakvein úr börkum náttúrverndarmönnum.  En þar sem þeir sjá ekki til botns, hvar stóru trollin eru dregin, halda allir kjafti og telja, að það sem þeir ekki sjá, sé bara ekki.  Samanber Strúturinn.

Sama er með stóru flottrollin.  Þau rífa hreistur af miklu miklu fleiri fiskum en lenda í pokanum um síðir.

Miðbæjaríhaldið.

Telur ólíklegt, að bændur brúkuðu lengi jarðýtur til að beita fyrir slátturvélar.

Bjarni Kjartansson, 4.6.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góður Bjarni, þetta ættu allir að skilja, eða hvað...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.6.2007 kl. 15:29

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Útrymingarhætta er retta orðið/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.6.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband