Loksins kaffibar!

Sumarfrí frá þingstörfum hefur farið í allskonar snatt við verkefni sem var frestað í allan vetur. Eitt það brýnasta er að búa Sunnlenska bókakaffið sómasamlega úr garði þannig að þar geti farið fram kaffisala með öllum þeim leyfum sem slík starfssemi útheimtir.

Í dag kom smíðameistarinn Gylfi frá húsatóftum en hann mun sjá um að smíða eldhús og kaffibar en hugmyndin er að við feðgar getum sjálfir slegið upp salernum tveimur og unnið aðrar framkvæmdir. Samhliða þessu eru Hlaðamenn úti með penslana á lofti þannig að von bráðar verður húsið alllt hið snyrtilegasta bæði utan og innan og sólin brosir auðvitað við okkur hér í Flóanum. En það er enginn tími til að standa í bloggi á framkvæmdadögum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Ómarsson

Væri gaman að heimsækja  bókakaffið þitt, en ég er fastur í Eyjum og allt upppantað næstu sólarhringa með skipinu, var að vonast til að nýi Alþingismaðurinn sem ég hafði svo mikla trú á gæti þrýst á bættar samgöngur með okkur Eyjamönnum, en það virðist ekki vera framarlega í huga hjá þér núna.

Svona er lífið!! hefði verið gaman að sjá þig jafn öflugan og korteri fyrir kosningar. 

Frekar dapurt. 

Grétar Ómarsson, 27.6.2007 kl. 18:36

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

skal alveg viðurkenna að ég hef verið í svolitlum sumardoða þessa dagana eftir ansi hreint brattan vinnuvetur - en grétar ég er ekki dauður úr öllum æðum... meira síðar!

Bjarni Harðarson, 27.6.2007 kl. 20:42

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Snilld að opna bókakaffi hef einmitt oft pælt í þessu. Kökur, kaffi, bækur, nettengirar við borðin, dökk húsgögn, myndslitasýningar á veggjum, rökkur, og rólegheit.

Fer á morgun að finna réttu staðsettninguna, með fulla vasa fjár frá styrktaraðilum.

Þröstur Unnar, 27.6.2007 kl. 22:56

4 Smámynd: Lýður Pálsson

Gylfi er hagleikssmiður og kominn út af rokkadeijara á Eyrarbakka.  Sjá http://eyrarbakki.is/news.asp?View=Article&ID=684 og www.gylfi.is

Lýður Pálsson, 28.6.2007 kl. 01:19

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

það á auðvitað ekki að nota bloggsíðuna til að auglýsa en samt - bókakaffið okkar var semsagt opnað fyrir tæpu ári síðan en mun ganga í endurnýjun lífdaganna nú með hallandi sumri. þar fást bæði nýjar og gamlar bækur, kaffi og kökur og það er á austurvegi 22 á selfossi - mitt á milli pósthússins og bankans!

Bjarni Harðarson, 28.6.2007 kl. 11:40

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, nú fer að færast fjör í leikinn. Nú verður loksins hægt að baka regluglega vöfflur eins og okkur dreymdi um hérna í vetur í kuldanum til að bera fram  með þeyttum rjóma og kakói ásamt öðru góðu  meðlæti. Þetta verður flott og það er stemmning yfir þessu. Bók og gott kaffi eru  óaðskiljanlegir hlutir!

Sigurlaug B. Gröndal, 28.6.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband