Össur og Perú og aðþrengdar eiginkonur...

Leið í morgun eins og danadrottningu um árið þegar hún lét senda eftir skyri að Kiðjabergi í Grímsnesi og endaði í sætum þúfnalúr. Nú er hún Snorrabúð stekkur á Kiðjabergi svo ekkert fékk ég skyrið en gutlaði við AB-súrmjólk og heilsan er að koma.

 peru

Veit ekki hvort þetta er umgangspest eða væg matareitrun en gildir svosem einu ef mér er að batna. Fór semsagt í bælið aftur eftir stutt slugs um bæinn snemma í morgun og svaf svo fram yfir síðdegiskaffi og bjóst við að allt yrði nú frekar grámyglulegt og það hefði sjálfsagt orðið það ef ekki væri fyrir Össur Skarphéðinsson vin minn sem hefur sett hornin í mig í dæmalausu bloggi útaf smá skoðanamun okkar um Valhöll. Er ekki maðurinn tvevetur í pólitík. Eiginlega er þetta vitlausara en ráðherra getur leyft sér, bæði í munnsöfnuði og frjálslegri meðferð staðreynda. Bloggsteypa þessi er birt hér að neðan og svo vitaskuld á Össuri sjálfum. Hann vitnar hér til hægri og vinstri í skýrslur sem hann sakar mig um að hafa alls ekki lesið og fjargviðrast yfir að ég vinni ekki fyrir kaupinu mínu. Staðreyndin er að ég las þetta allt áður en ég fór í sjónvarpsviðtal og af þessum pappírum er hvergi að merkja að rífa eigi Valhöll. Og talandi um það að vinna fyrir kaupi sínu,- Þingvallanefnd hin nýja hefur haldið einn fund á þessu kjörtímabili og þar mætti ég og þar mætti Björn en þar var enginn Össur og líklega ekki af aðalmönnum aðrir en Lúðvík Bergvinsson.

 

En hvað er ég að kvarta þetta. Össur á þakkir skildar að rífa mig í augnablik úr pestarsleni og ég er að vona að ég verði betri á morgun. Í dag hef ég lítið annað gert en að lesa nokkur blogg og tala nokkur símtöl nú undir kvöld,- kannski það vitrænasta þennan dag hafi verið að horfa á aðþrengdar eiginkonur í sjónvarpinu. En þá það er gert er nú orðið dauft mannlífið hér á Sólbakka.

 

Annars eru þau tíðindi héðan að á mánudagskvöldi gengum við langs yfir Ingólfsfjall, ég og hjónakornin Jón Ingi og Hrönn. Það var óborganlegt og hressandi. Kötturinn Elvis veiðir nú músarunga, einn á dag og skilur eftir í kjallaranum. Mótorhjólið er sundurskrúfað úti í skúr og vantar ekki nema herslumuninn að ég geti farið að hjóla aftur. Elín er á förum til Rómar þar sem henni hlotnast sá heiður að syngja með Tungnamönnum fyrir sjálfan páfann og úr þeirri ferð hennar förum við hjónakrílið svo í Perúferð í tilefni af 20 ára hjónabandssælu okkar og tilhlökkunin er mikil.

 

Bara svona til að skrifa nú einhverntíma um eitthvað annað en pólitík hér í þessu bloggi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þu svara fyrir þig Bjarni ,það þurfa ekki aðrir að gera/Gott þetta hjá þer .þarna i sjonvapinu/Goða ferð /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 20.7.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bjarni minn. Ekki taka hann Össur alvarlega. Álít mitt á honum
hefur ætíð verið, PÓLÍTÍSKUR VINDHANI!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.7.2007 kl. 00:42

3 identicon

Framsóknar-Bjarni og frú,
flýja nú bráðum til Perú,
rosaleg verður reisan sú,
rekur flóttann Össur gúrú.

Garmur grábrók (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 02:50

4 Smámynd: B Ewing

Pant sjá heiftúðlegar ritdeilur í svosem 4 daga... Gúrkan er orðin ansi löng...

B Ewing, 20.7.2007 kl. 13:43

5 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband