Aftur i sidmenningunni!

Rafmagn naumlega skammtad í fjóra tíma á dag, maurabit í morgunsárid og moskító á kveldin, photo17molluleg svefnherbergi og badferdir í moldarlitudu stórfljótinu. Endalausar fuglaskodunarferdir og dorg tar sem helst var von í ad veida grimma og illaeta píranafiska. Og fyrir tetta borgum vid hjónakrílin brosandi nokkur hundrud dollara...

 

Reyndar turfti Elín ad beita mig fortolum til ad fá mig út úr frumskógum Amazon hingad í sidmenninguna í Iquitos aftur enda átti ég eftir ad spjalla betur vid baendur og helst hefdi ég kosid ad fara einn í gongutúr í skóginum en vard ad vidurkenna ad tad var of mikil áhaetta. Ekki vegna dýralífs sem er nú mjog hóflegt naest bakkanum heldur vegna tess ad tarna er audvelt ad villast og ekkert spaug ad vera villtur í odrum eins endalausum myrkvidum...

Á morgun forum vid med riksjá í sveitaferd hér nidur med Amazon-thveránum á thekkta ferdamannastadi og kannski áleidis ad upptokum thessara áa. Annars hófst heimferdin í dag thegar vid sigldum upp Amazonána í átt ad Iguitos. Hér stoldrum vid í tvaer naetur og forum svo med flugi til Lima thar sem vid stoppum rétt blánóttina ádur en vid leggjum í flug til Salvador og thadan eftir nokkra stunda stopp í Washington. Thá verdur kominn thridjudagur og vid verdum svo thar í borg tvaer naetur en komum heim ad adfaranótt fostudags í naestu viku...

(Myndinni hér ad ofan hnupladi ég á vefnum thví ég er ekki búinn ad hlada mínum nidur en thetta var samt einhvernveginn svona hjá okkur...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og að fá ekki að tala við bændur ??
Þetta er harmleikur. Hvað við gætum lært af bændum þarna , til að bæta okkar landbúnað

Halldór Sigurðsson, 25.8.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Guðrún

Velkominn heim frændi

Guðrún, 25.8.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband