Þegar rólegheitin ríða manni að fullu...

41bokaafmaeli1.jpgHef verið hálfvegis slappur af flensu í heila viku en haldið mér uppi á keyrslunni. Í dag var rólegheitadagur og ég var eins og svo oft á laugardögum í hlutverki kaffidömu í Bókakaffinu mínu fram til klukkan fjögur. Náðugt starf miðað við darraðardans þess að vera Framsóknarþingmaður.

En það fór líka svo að þessi rólegheit riðu mér að fullu því nú helltist flensan yfir mig að fullu og einhverjir höfðu orð á að ég hefði líklega verið í of nánu sambandi við ónefndan Reyvískan hreppsnefndarmann sem líka ku hafa flensu. Hefi reyndar eins og

IMG_9368þjóðin látið duga að sjá hreppsnefndarmennina í sjónvarpi en flensan er búin að liggja hér í húsi undanfarna daga. Í stað þess að standa nú í Laugardalshöllinni og dá meistara Megas á stórtónleikum er ég undir sæng heima á Sólbakka og verð víst að slá á frest fyrirhugaðri sláturgerð á morgun. En það er líka ósköp ljúft að vera þannig bundinn heima hjá sér þar sem ég næ yfirleitt alltof fáum stundum.

Síminn hefur verið óvanalegur rólegur þrátt fyrir margskonar REI fréttir en þó hefi ég talað við Framsóknarfólk sem er á tánum með að ganga úr flokknum vegna frétta daganna. Skil það vel en hefi talað

IMG_9383fólk á að bíða um sinn. Nú skiptir miklu að flokkurinn taki sér tak þannig að heiðarlegu framsóknarfólki finnist því áfram líft í okkar gamla góða flokki. Guð gefi að vel fari.

Birti hér með myndir frá bókakaffinu mínu sem teknar voru á ársafmælinu um sl. helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ja hérna - þegar farið er að biðja til Guðs á laugardegi, er ég hrædd um að flest sund séu að lokast.

Láttu þér batna og stattu með sjálfum þér. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 13.10.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einhver framsóknarflensa í gangi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2007 kl. 22:49

3 Smámynd: Magnús Jónsson

láttu þér nú batna Bjarni/

brátt mun létta til.

Því þó pólitíska veðrið harðni/

verður framsókn áfram til.

Magnús Jónsson, 13.10.2007 kl. 23:01

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni láttu þer battna/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.10.2007 kl. 01:05

5 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Bjarni.  Láttu þér batna, vegna þess að þín bíður mikil vinna í að berja saman flokkinn.  Ég er þér innilega sammála, og styð þig í því.

Einar Vignir Einarsson, 14.10.2007 kl. 09:46

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Varstu að kyssa Binga?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.10.2007 kl. 10:00

7 identicon

Er þetta bara ekki hálfgerður flensumeirihluti í Reykjavík.Var ekki Bingi bara með hálfgert óráð í öllum þessum farsa.Láttu þér batna Bjarni.

RagnaB (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband