Vestmannaeyjar: Rúgbrauð og rjómi í rigningunni

- En ég á rjóma,- sagði heiðurskonan Guðbjörg Sigurgeirsdóttir sem er allt í senn blaðakona, framsóknarkona og Tungnakona þannig að betri getur blandan ekki orðið.

Samtalið átti sér stað inni á ritstjórn Frétta þar sem 8. þingmaður Suðurkjördæmis stóð blautur, hrakinn og hamingjusamur eftir volk í alltof stuttum og hægfara Herjólfi. Erindið er stjórnmálafundur í Eyjum í kvöld og upphaflega ætlaði ég að fljúga frá Bakka en varð að snarhætta við það vegna veðurs og snarast í hasti af miðjum fjárlaganefndarfundi í morgun til að ná ferjunni frá Þorlákshöfn á hádegi.

Svart kaffi gerir vissulega sitt gagn en samt skárra að fá í það mjólk en slíkan munað var ekki að finna á ritstjórn vina minna á Fréttum. Svo lifnaði yfir Guðbjörgu þegar hún mundi eftir rjómalögginni sem er auðvitað margfalt betri kostur og bætti samt um betur:

- Svo á ég rúgbrauð,- restin af nestinu mínu. Þá er þetta orðið alveg eins og í gamla daga. Þú hlýtur að vera svangur eftir siglinguna.

Sem ég var þó ég fyndi það ekki almennilega fyrr en ég byrjaði á kaffinu. Líkaminn allur var hálfvegis þaninn og vitlaus eftir einhverja þá svakalegustu siglingu sem ég hefi lent í. Veðurofsinn slíkur að öðru hvoru var eins og barið væri með sleggju í kinnunginn utan við kojuna og svefninn hálfvegis slitróttur.

Mest blöskraði mér samt verðið. 4000 krónur fyrir að koma einum bíllausum kalli yfir sundið. Dýr tollur fyrir þá sem búa hér....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Hvenær hafa framsóknarmenn verið færir í flestan sjó. Þeir eru landbúnaðarmenn inn til dala.

   Vonandi færðu betri heimferð og getir beitt þér í því að lækka þessi gjöld. Þau eru svimandi há.

Ekki framsóknarmaður (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Fast þeir sóttu sjóinn Suðurnesja menn,fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn/þetta hefur bara verið gaman Bjarni en dýrt er það /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.10.2007 kl. 06:40

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ja, það er andskotalegt að sigla út í eyjar í vonskuveðri. En í skátunum í den sungum við með innlifun "Rúgbrauð með rjóma á ....það er gott að fá" og skemmtun okkur vel en vorum ekki avleg viss hvernig það myndi smakkast. Okkur leyst ekki á samsetninguna. Gott rúgbrauð klikkar ekki.

Sigurlaug B. Gröndal, 31.10.2007 kl. 16:29

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góða kvöldið Bjarni, það er ekki ný vísindi hér í Eyjum hvað er dýrt með Herjólfi! Við erum búin að tala fyrir daufum eyrum þeirra sem þykjast öllu ráða hér á landi um þessi svokölluð fargjöld sem eru ekkert annað en vegaskattur!!! Kær kveðja frá Eyjunni fögru.

Helgi Þór Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 00:01

5 identicon

Keyrðu þá bara Hvalfjörðinn kæri Gunnar Þór.Þú getur ráðið því sjálfur hvort þú ferð göngin eða Fyrir fjörðinn.Við getum það ekki hér í Eyjum.

RagnaB (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband