Af Jónasi, Hrafni Jökulssyni og sjálfum mér

Hef verið afar lélegur í blogginu undanfarið og helgast af mikilli vinnu enda eru fjárlög nú í lokaundirbúningi og eins gott að standa þar vaktina. Fjölmargir umsækjendur hafa samband þessa dagana og tossalistinn yfir það sem ég hefi lofað að hafa auga með er orðinn langur.

Í síðustu viku fóru lausar stundir í að banga saman fyrirlestri um Jónas Hallgrímsson sem ég var búinn að lofa Hreppamönnum á Jónasarvöku þar efra. Var með í maganum fyrir flutninginn dögum saman enda svosem enginn sérfræðingur í þjóðskáldinu. En datt samt í hug að færa rök fyrir að Jónasi hefði með öðrum þjóðernisrómantíkerum tekist að gera það sama fyrir langkúgaða íslenska þjóð og sálfræðingar gera fyrir fólk með brotna sjálfsmynd þegar þeir segja fólki að horfa í spegil,hrafn brosa í spegil og jafnvel segja við spegilinn, þú ert æðislegur, þú ert fallegur. Jafnt þó þeir viti að þetta er lygi sem þeir segja delikventunum að segja við spegilinn þá lukkast þetta og verður að lokum satt. Söm er aðferð þjóðernisrómantíkurinnar á öllum tímum. Meira um þetta síðar,- ég er að fínpússa fyrirlestur þennan og geri ráð fyrir að gera úr honum blaðagrein!

Að loknum Jónasi var komið að stórvini mínum Hrafni Jökulssyni sem sendi mér og þjóðinni allri smá part af snilli sinni í bókinni Þar sem vegurinn endar. Bók sem er í heild ein samfelld veisla fyrir fagurkera málsins, vini landsins og alla sem hafa gaman af frumlegum hugsunum. Að síðustu óður til Árneshrepps sem Hrafn á fóstur að launa og situr nú vetrarlangt með konu sinni á hveitibrauðsdögum. Öllu þessu lýsir Hrafn í þesskonar látleysi að hver maður getur samsamað sig höfundinum, hann er nálægari í stíl sínum en ég hefi lengi séð.

IMAGE_034Eftir sem áður sit ég svo hér uppi með sjálfan mig nálægastan sem mér þykir reyndar yfirleitt gott nema þegar kemur að því að taka til en í dag er draslið á skrifborðinu mínu hér í súðarherberginu á Sólbakka orðið svo yfirgengilegt að það þýðir ekki lengur að slugsa við lyklaborð tölvuskammarinnar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gaman að lesa þig og ég hlakka til að lesa Hrafninn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.11.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Til að finna íslenskt samfélag þurfum við að fara á Borgarfjörð eystri eða á Strandirnar,-og þá norður fyrir hnífapör.

Árni Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 12:34

3 identicon

Sæll Bjarni, var ein af þeim heppnu sem hlustuðu á fyrirlesturinn um þjóðskáldið okkar kæra. Þakka ég þér innilega fyrir pistilinn sem var mjög skemmtilegur og gleðiefni að þú skulir ætla að birta hann á prenti svo að fleiri njóti!

Þuríður Ottesen (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:56

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Dásamlegur pistill Bjarni og sýn mín á Jónas hefur gerbreyst,

Steingerður Steinarsdóttir, 19.11.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband