Af ullarklippum og misskilinni viðkvæmni

Flokksbróðir minn Ómar Stefánsson í Kópavogi bloggar um það í gær að ég hafi sauðaklippur á lofti gagnvart flokksbræðrum og vísar þar í grein eftir mig í blaðinu dag sem sjálfsagt er að leyfa omar_steflesendum þessa bloggs að njóta. Skil reyndar ekki alveg skrif Ómars, hefi til dæmis aldrei áður heyrt orðið sauðaklippur en dettur helst í hug að átt sé við hinar fornlegu ullarklippur sem notaðar voru við rúning hér fyrr meir og hafa kannski kennst við sauði suður í Kópavogi. Hitt skil ég heldur ekki hvar skammir mínar liggja þó ég sýni sveitunga Ómars og flokksbróður okkar beggja þá sjálfsögðu kurteisi að svara grein hans þar sem hann kýs að skrifa um mig og mínar skoðanir grein í sama blaði fyrir nokkrum vikum. Mætti helst saka mig um að vera seinn til svars og helgast af jólum og annríki.

Grein Andrésar hófst á orðunum: „Það er langt síðan þvílíkt samansafn af fordómum, rangfærslum og afbökunum á staðreyndum hefur verið sett á blað í Evrópuumræðunni hér á landi," og var þó fremur kurteisleg miðað við sumt í grein Eiríks. Sjálfur gætti ég mín á að falla ekki í sömu pytti en svara málefnalega því sem um var talað. Aðalatriði í mínum huga er að í pólitískri umræðu virða menn hvorn annan svars og við förum varlega í alla persónulega sleggjudóma. Atburðir síðustu daga mega ekki verða til eftirbreytni. En við sem fjöllum um þjóðfélagsmál höfum allt leyfi til að vera ósammála um efnisleg pólitísk atriði, meira að segja innan flokka. Innan allra flokka á Íslandi eru mismunandi áherslur í Evrópumálum og sjálfsagt að menn takist á með rökum. Þannig er lýðræðið.

Ég var reyndar að svara tveimur greinum í senn, annarri frá Eiríki Bergmann (sem ég má til með að hrósa fyrir frábæra grein um Machiavelli og Reykjavík í 24-stundum í gær) og hin frá Andrési. Eiríkur var mjög hörundsár að ég skyldi nefna hann á nafn um daginn í grein og sagði að ég ætti að vita að hann væri jú hættur í pólitík. Ég vissi svo sem ekki hvernig ég ætti að vita það og til þess að fyrra mig skömmum í þá áttina slysaðist út úr mér sú aukasetning og kannski hálfgildings skrýtla að ég vonaðist til að Andrés væri nú ekki hættur líka. Þó þetta sé sagt í einhverjum hálfkæringi get ég ekki séð að í því kommenti sé særandi eða furðuleg pilla eins og Ómar kallar það í bloggi sínu.

En bara til að öllu sé hér til skila haldið eru hérna aftan við blogg Ómars, allar þessar greinar þ.e. grein mín um viðtal við Eirík Bergmann, grein Eiríks, grein Andrésar og síðast svargrein mín í gær hér að neðan...

Villigötur Evrópusinna

Eiríkur Bergmann fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og lengi einn ötulasti talsmaður Evrópusamtakanna, samkvæmt heimasíðu þeirra samtaka, helgar undirrituðum heila blaðagrein í 24 stundum í desember sl. Fyrir það ber að þakka og sömuleiðis viðbrögð formanns sömu samtaka við skrifum mínum milli hátíða.sm0026-Europe(e4218)

Mér þykir auðvitað leitt ef Eiríkur telur það jaðra við að ég geri hann ómarktækan að ég skuli spyrða hann við Evrópusamtökin og hefi beðið hann velvirðingar á því. Hitt þykir mér miklu mun undarlegra í grein dósentsins Eiríks að hann skuli reikna með að alþjóð viti að pólitískum afskiptum hans sé lokið. Ég hef talið að öll okkar sem tökum virkan þátt í pólitískri umræðu teljumst hafa þar afskipti.

Aftur á móti er margt í skrifum Eiríks á jaðri eðlilegrar pólitíkur eins og þegar hann skrifar um flokksbróður minn Birki Jón Jónsson. Í stuttri en afar ómálefnalegri umfjöllun um ágreining Birkis og Guðmundar Ólafssonar hagfræðings tekst lektornum að hraungla saman í einni málsgrein nokkrum neikvæðum lýsingarorðum. Sagt að það sé grautfúll pyttur í að falla að efast um orð Guðmundar Ólafssonar, það sé ennfremur vont að svamla í for og illt að vera í leiðindapytt en aldrei vikið orði að rökum, hvorki Guðmundar, né Birkis Jóns. Svona er kannski umræðan hjá þeim sem eru hættir í pólitík.

Alvöru einangrunarsinnar

Andrés Pétursson formaður Evrópusamtakanna sem ég vona að sé ekki líka hættur í pólitík beitir reyndar svipuðum röksemdafærslum í Evrópuumræðunni í grein sinni 29. desember sl. Þar er ég útmálaður sem hættulegur einangrunarsinni og maklega settur á bekk með þeim sem gagnrýndu EES samninginn á sínum tíma. Ég er ennþá mjög gagnrýninn á þann samning, en látum það liggja milli hluta. Ég er nefnilega ekki einangrunarsinni eins og þeir félagar Andrés og Eiríkur eru svo sannarlega.

Allar miðaldir trúðu Evrópumenn því að hinn eiginlegi og siðmenntaði heimur næði ekki út fyrir Evrópu og allt þess utan voru lönd kýklópa og kynjadýra. Líkt er þeim mönnum farið sem nú telja að Ísland muni einangrast frá umheiminum ef það gengst Evrópuvaldinu ekki á hönd. Fyrir nokkru færði Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður fram þau rök að Ísland ætti ekki að ganga í Evrópusambandið vegna þess að þá myndi það einangra sig um of og tapa tækifæri sínu til þess að þróa hér áfram alþjóðlega fjármálamiðstöð. Lönd eins og Lúxemburg hafa sopið seyðið af einangrunarstefnu Evrópu á undanförnum árum og þar er nú langt því frá eins blómleg alþjóðaþróun eins og var áður og fyrr. Staðreyndin er að Evrópusambandið er fyrst og fremst múr tolla, fólks og fjármagns í heimi þar sem Evrópa er bara pínulítil. EES samningurinn hefur gefið okkur forsmekkinn af þessari einangrun m.a. í því að nú er næsta útilokað fyrir fólk utan Evrópu að fá atvinnu á Íslandi. Léleg alþjóðavæðing það.

Ofbeldi skriffinnanna

Það er ekki rétt hjá Andrési Péturssyni að samrunaþróun Evrópu hafi orðið af fúsum og frjálsum vilja þjóðanna. Í reynd álíka lygi eins og að Íslendingar hafi gerst kristnir af fúsum og frjálsum vilja þegar gíslatöku var í reynd beitt. Samrunaþróuninni hefur verið þröngvað upp á þjóðir Evrópu með ofbeldi skriffinna sem leitt hafa fólk aftur og aftur að kjörborði um sama hlutinn þangað til það kýs rétt - og þá aldrei aftur. Ömurlegri nauðgun á lýðræðinu er vandfundin.

Báðum er hinum meintu Evrópusinnum ákaflega misboðið að ég skuli nefna þá félaga Hitler og Stalín í sambandi við Evrópusambandið. Andrés bendir þar á að Evrópusambandið sé einmitt sett upp til að koma í veg fyrir endurtekin stríð. Hitler fullvissaði Gunnar Gunnarsson líka á sínum tíma um að hann væri ákafur friðarsinni og Stalín var af mörgum talin mikil friðardúfa.

Ég dró þá kumpána fram til að minnast á þá glapstigu sem hugsjónafólk gjarnan leiðist. Allir þeir sem sjá í útlöndum eitthvert fyrirheitna land í rósrauðum bjarma eru á vondum vegi. Getur átt við um þá sem trúa á Evrópusambandið líka.

Fólkið sem trúði á Hitler og Stalín var hvorki með klaufir né hala. Sjálfur gekkst ég bæði Pol Pot og Maó á hönd í fyrsta bekk Menntaskóla. Við lásum Stalín í leshringjum. Slíkar barnagrillur eru lærdómsríkar en líka víti til að varast.

Villigötur hinna hrifnæmu

Hinir meintu Evrópusinnar eru velflestir í hópi þessara hrifnæmu manna og sjá eins og lektorinn Eiríkur Bergmann merkingabær stjórnmál í því sem hann sjálfur kallar symbólisma Evrópusambandsins. Fyrir mér er þetta dæmi um alvarlegar villigötur margra Evrópusinna. Sem og það að skrifa undir þá tilhneigingu Evrópusambandsins að setja reglur um alla skapaða hluti. Evrópusambandið á það skylt með kommúnismanum og nasismanum að vera enn ein tilraunin til alræðis í mannlegu samfélagi. Slíkt mun nú eins og áður skila sér í verra hagkerfi og minna frelsi borgaranna.

Í stað persónudýrkunar hefur innan Evrópusambandsins vaxið upp dýrkun á samrunaþróun Evrópu, ofuráhersla á einsleitni þjóða innan ESB og margskonar furðuleg kenningasmíð um góða Evrópuborgara. Auðvitað eiga talsmenn Evrópusamtakanna ekki skilið að skreyta sig með heitinu Evrópusinnar, ekki frekar en bolsarnir gömlu sem kölluðu sig verkalýðssinna. Fyrst og síðast eru hugsjónamenn skrifræðisins í Brussel alræðissinnar og slíka menn ber að varast í pólitískri umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Ómar er málafylgjumaður mikill, og áhugvert hversu vel honum hefur tekist til við að hafa hemil á Gunnari Birgisyni.  Eg vissi ekki að það væru sauðir eða sauðkindur í Framsókn, en sem betur fer veit maður ekki allt.

haraldurhar, 26.1.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hef aldrei skilið þáttöku Andrésar Peturssonar í Framsóknarflokknum. Formaður sjálfra Evrópusamtakanna. Því
í ósköpunum er maðurinn  ekki í Samfylkingunni? Þar eiga ALLIR
Evrókratar heima, og hvergi annars staðar. Svo má ekki anda á
svona menn!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.1.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

grein var færð til af tæknilegum ástæðum en þá voru þessi komment komin - takk fyrir þau og önnur...1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir fín skrif.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.1.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

 

Góðir punktar hjá þér Bajrni.  Það er merkilegt hvað menn geta verið blindir á alræðishyggjuna. Kannski vegna þess að þeir horfi að einhverju leiti frá líkum sjónarhól.

Stundum er ég hissa á hvað mönnum sést yfir að það eru í raun sömu öflin bak við hugmyndina um sameinaða Evrópu undir einni stjórn og skópu hugmyndirnar um hernumda Evrópu, sem Hitler setti í framkvæmd.  Þegar stríðið tapaðist ákváðu þessi öfl að ná markmiði sínu með slægð en án styrjaldar, þannig að fólk flykktist um að fá að ganga í fjötra alræðisins.

Er ekki dásamlegt að sjá hve mannfólkið getur verið blint og sjálfu sér erfitt. 

Guðbjörn Jónsson, 26.1.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Gunnar Bragi Sveinsson

 

Gott framlag Bjarni. Takk.

Gunnar Bragi Sveinsson, 26.1.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd [Innskráning]

Þú ert innskráð(ur) sem bjarnihardar.

Þú hefur ekki réttindi til að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem höfundur hennar leyfir það einungis tilteknum notendum. InnskráningNotandanafn:Lykilorð:Hætta við innskráningu | Nýskráning

Bjarni Harðarson, 26.1.2008 kl. 18:02

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Meðan þú Bjarni heldur fram þessum samræðuvinkli sýnist mér ekki miklar líkur á að Framsókn jafni sig og nái að koma fram með heildstæða félagshyggju og yfirvegaða stefnumótun - sem heldur fram hagsmunum almennings  um allar byggðir landsins.   

Það getur ekki verið til neitt sem heitir "annað hvort eða" og allt og ekkert" - fyrir stefnumótun Framsóknar sem miðjuflokks - með frjálslyndi og félagshyggju að vopni.  

Sauðaklippur eru þekkt verkfæri fyrir Norðan - frá þeim tíma sem vélrúningur þekktist ekki - og eldri bændur grípa ennþá til við að snyrta svið fyrir svíðingu . . .  t.d.

Benedikt Sigurðarson, 27.1.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Bjarni. Evrópuumræðan er flókið mál. Þinn stærsti kostur er að draga upp skondnnarog skemmtilegar myndir af málefnum líðandi stundar. Fannst að þú hafir þó farið yfir strikið með að tengja sambandið við helstu einræðisherra aldarinnar. Vissulega nærðu fram sterkum litum með þeim hætti, en fælir þó frekar aðra frá rökræðum. Tel að þetta hafi verið mistök. Það er allt í lagi að viðurkenna það og vera svona svolítið "lige glad". En gangi þér allt í haginn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.1.2008 kl. 17:17

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta svar Guðbjörns Jónssonar við þessu hugnast mér best/ en stattu þig Bjarni i þessu /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.1.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband