Hugsađ og lesiđ um Pál í Sandvík

Enn eru ađ birtast minningagreinar um vin minn Pál Lýđsson. Fann sjálfur til ţess ţegar ég keyrđi Eyrarbakkaveginn í fyrragćr hvađ ég á enn langt í land međ ađ sćtta mig viđ ţađ ađ nú sé enginn Páll í Sandvík. Skáldiđ Hallgrímur Helgason skrifar einkar góđa grein um sveitarhöfđingjann i Fréttablađiđ í gćr og sama gera Jón Hermannsson og fleiri í Mogganum í dag, sunnudag. Sjálfur hripađi ég niđur og birti í síđasta Sunnlenska eftirfarandi:pallyds200lang

Páll Lýđsson minning

Á ţriđjudagskvöldi í apríl sat ég hér viđ tölvuskjá ţeirra erinda ađ rita í Sunnlenska stutta frétt um sviplegt andlát Páls Lýđssonar bónda og frćđimanns í Litlu - Sandvík. Sat lengi kvölds yfir fáeinum línum um fćđingardag, trúnađarstörf og fjölskyldu sem samt sögđu svo átakanlega lítiđ um ţann missi sem orđinn var. Missi fyrir fjölskyldu og vini en einnig missi fyrir hérađ sem átti í Páli sinn langfremsta frćđimann á sviđi sögu og samtíma okkar Árnesinga.

Páll Lýđsson var engum manni líkur. Látlaus og hćverskur bóndi af gamla skólanum. Afkomandi hérađshöfđingja og hélt ţví merki uppi međ reisn sem ţó var laus viđ allt sem heitiđ gćti tildur eđa mont. Flóamađur af ţeim gamla skóla sem jafnan fetađi varlega jafnt í orđrćđu sem athöfnum og virtist hćgfara. Afköstin voru ţó eins og um heila stofnun vćri ađ rćđa á nútímamćlikvarđa. Skrifađi látlaust bćkur, greinar, heimildaviđtöl og margskonar frćđiverk. Safnađi af ástríđu handritum, tímaritum og bókum. Afritađi, skráđi og útdeildi međal annarra frćđimanna af brunni ţekkingar og gagna sem hann gekk ađ vísum uppi á háalofti eđa í möppum inni í frćđakompu sinni. Minniđ međ ólíkindum og líkast afli ţeirra fornkappa sem sagt var um ađ enginn vissi afl ţeirra.

Samhliđa öllu ţessu búskaparstörf og umsvifamikiđ félagsmálavafstur. Rak umferđarmiđstöđ Sandvíkurhrepps međ sínu hreppstjóra- og oddvitaembćttum til skamms tíma. Bóndi af guđs náđ sem ekki taldi eftir sér ađ bisa á rófnaakri haustdaga, drekka kaffi međ okkur slćpingjunum á kvöldin og settist svo viđ skriftir ţegar ađrir gengu til náđa. Hafđi alltaf tíma hvort sem var í löng símtöl eđa gestamóttöku heima.

Fyrir ungan blađamann var opinberun ađ kynnast Páli Lýđssyni sem var ţađ allt ţađ sem mig alltaf dreymdi um ađ verđa, blađamađur, bóndi og sagnfrćđingur. Sem bóndi var Páll af gamla skólanum og allt yfirbragđ hins hlýja og góđa heimilis ćttarinnar var eins og annarrar aldar. Ţrjár til fjórar kynslóđir deildu hér kjörum undir sama ţaki og gengu sameiginlega ađ ţeirri vinnu sem var miklu frekar partur af persónum og leikendum heldur en einhverskonar kvöđ launaţrćlsins. Andrúmsloft sem bar í senn međ sér ćđruleysi aldanna, ţrautseigju og góđvild.

Viđ Elín sendum Elínborgu og öđrum ađstandendum okkar dýpstu samúđarkveđjur.

Bjarni Harđarson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég ţekkti Pál ekki mikiđ en ţađ var í gegnum besta vin minn sem var náfrćndi hans. Einu sinni heimsóttum viđ hann. Ég skynjađi hve óvenjulegur hann var. Ţegar ţessi vinur minn dó sýndi Páll mér einstaka hlýju. En mér finnst skrýtiđ ađ hugsa til ţess ađ ekki grunađi mig ţegar ég tók í hönd hans í erfisdrykkju vinar míns ađ hann sjálfur myndi deyja hálfu ári síđar. En svona er gangur lífsins.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.4.2008 kl. 10:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband