Magnaðir Eyjamenn

Áttum magnaðan fund í Krónni í DSC_0028
Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Þar var troðfullt og fengu færri sæti en vildu. Umfjöllunarefnið samgöngumál Eyjanna og aðalframsögumaður Gísli Viggósson á Siglingamálastofnun sem gerst þekkir til Bakkafjöru. Fundarboðendur vorum við Guðni og fengum fyrir fundarstjóra sjálfan sýslumanninn Karl Gauta Hjaltason.

Umræðan var mjög hreinskiptin og góð. Hér töluðu bæði andstæðingar og talsmenn Bakkafjöruhafnar og Gísli svaraði fjölmörgum fyrirspurnum á sinn hæverska og einlæga hátt.

Ég ætla ekki að fullyrða að fundurinn hafi eytt öllum efasemdum manna um Bakkafjöru en hann var hreinskiptin og hreinsaði um margt andrúmsloft í eldfimri umræðu.

Heimsóknin í Eyjarnar var líka öll hin skemmtilegasta. Komum meðal annars til hins aldna höfðingja Bjarna Sighvatssonar í sumarsloti hans í Þórlaugargerði og þáðum þar kaffi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvernig er það Bjarni, en hafa konur í Eyjum engan áhuga á málinu?  Sé bara endalausa karla á myndinni.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Já þessi umræða er eldfim, það er rétta orðið og við Frjálslynd vorum í Eyjum siðasta föstudag á sama stað þar sem Bakkafjara var eitt helsta umræðuefni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.4.2008 kl. 01:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver er snúningshringur Framsóknarflokksins í þessu máli, Bjarni minn? Sætta lundakallarnir sig við hann?

Þorsteinn Briem, 30.4.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband