Af skætingi og rassálfum...

Mikill lofthiti getur oft verið vitsmunalífinu stoldið andstæður og sannaðist í gær þegar tveir blaðamenn urðu sér og stétt sinni til skammar í beinni, fyrst Sverrir Stormsker og síðan Helgi Seljan.

helgi seljansverrir_stormsker_435548

Það er reyndar dálítið út í hött að listamaðurinn Sverrir Stormsker skuli vera útvarpsmaður. Hann er að mörgu leyti skemmtilegur listamaður og þá meðal annars fyrir það að hafa engar grensur í því sem hann segir - ekki frekar en sjálfur Megas.

Ég heyrði ekki viðtal Sverris við Guðna Ágústsson í gær sem frægt varð fyrir að Guðni gekk að lokum út í beinni. Það má deila um hvort það séu rétt viðbrögð en af því sem hefur verið bloggað um þáttinn af þeim sem heyrðu er lítill vafi á að Sverrir var hér utan við allt velsæmi. Alltaf spurning hvernig eigi að bregðast við slíku en það eru nokkuð svo eðlileg viðbrögð að standa upp og fara þegar manni er misboðið.

Stormskerinn ku meðal annars haft yfir ærumeiðandi gaspur um fjarstadda menn eins og Sigurbjörn gamla biskup, Árna Matt og Steingrím J. Það er allavega ekki stórmannlegt að sitja undir hvaða rugli sem er bara af því að sá sem ruglar heldur á hljóðnema, vopni fjölmiðlavaldsins. Sumir hafa tekið þann kostinn að þegja í þáttum Stormskersins sem er þekktur fyrir allskonar subbugang og sóðatal í hljóðnemann. Skömm þessa þáttar er allavega Sverris en ekki Guðna...

Annar sem hljóp á sig í beinni var Helgi vinur minn Seljan sem gekk alltof langt í þráspurningum í viðtalivið Ólaf F. borgarstjóra. Reyndar held ég að Ólafur hafi frekar farið maður að meiri úr þeim þætti og veitir svosem ekki af að bæta aðeins við sig fylgi. Helgi minnti helst á rassálfana í myndinni um Ronju ræningjadóttur sem voru í senn fyndnir og fáránlegir. Helgi er oft góður og þá góður í að vera harður eins og fréttamaður á að vera. En það getur misst marks í dónaskap og þá er eins og Helgi lendi í að hlusta bara  á sjálfan sig. Það er vont, afar vont, í blaðamennsku.

Ég er sjálfur ekki fjarri því að borgarstjóri hafi nokkuð til síns máls þegar kemur að málefnum Listaháskólans við Laugaveg og er þar mikilstil sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni skipulagshagfræðingi - hitt er hafið yfir allan vafa í mínum huga að brottvikning hinnar mætu konu Ólafar Guðnýjar úr skipulagsráði var utan við allt velsæmi...


mbl.is Guðni gekk út í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst Helgi alveg frábær, þetta var einsog listrænn gjörningur: ólafur, ólafur... stórskemmtilegt, absúrd af því það var einsog borgarstjóri væri sofandi að tala uppúr svefni, í eigin draumaheimi, og vildi breyta kastljósi í kosningafund, það var einsog Helgi væri að reyna að vekja hann... ólafur, ólafur... og borgarstjóri grét uppúr svefninum... einsog venjulega.

skemmtilegt blogg hjá annars, ég hætti við að henda ónýtum sófa sem ég á eftir Einar Ben, eftir að lesa um StóruRauð.  

Elísabet J0kulsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er þér algjörlega ósammála þér varðandi Helga Seljan. Ég sá allan kastljóssþáttin þar sem hann tók viðtal við Ólaf F Magnússon og fannst Helgi ekki ókurteis heldur krafðist hann heiðanlegra svara. Ólafur aftur á móti gaf ekki tæmandi svör og var hortugur í tilvsvörum og vildi ekki ræða málin. Mér finnst ekki að politíkusar eigi að komast upp með að vera úti á túni í tilsvörum og tala um sauðfé og fjallagras þegar er verið að tala um allt aðra hluti. 

Það er algjör lágmarks krafa til stjórnmálamanna að þeir gefi fólki rétt og heiðanleg svör. Mér fannst Ólafur ekki gera það og það á ekki að láta menn komast upp með slíkt í sjónvarpsþáttum.  

Brynjar Jóhannsson, 31.7.2008 kl. 15:21

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Aðgát skal höfð i nærveru sálar" Þessi aðför fór algjörlega úr böndum!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.7.2008 kl. 15:21

4 identicon

Ég heyrði ekki samtal Sverris og Guðna, én ég er þér algjörlega ÓSAMMÁLA varðandi Helga Seljan, sem mér fannst standa sig virkilega vel í Kastljósi gærkvöldsins. Það er ekkert grín að ræða við mann, sem svarar öllu út í hött. 

Stefán (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:21

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega ósammála þér með Helga Seljann, Óli F kom aftur á móti hörmulega út eins og honum einum er von og vísa..  Ég á enn eftir að heyra þátt Stormskersins en það vita allir sem þangað hætta sér að sá þáttur er ekki fyrir viðkvæma stjórnmálamenn í fortíðarhyggju..  og ég hef séð blogg í báðar áttir eftir þann þátt Bjarni.

Óskar Þorkelsson, 31.7.2008 kl. 17:30

6 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Mér finnst það ekki stórmannlegt af alþingismanni að segja að einhver hafi orðið sér til skammar fyrir eitthvað viðtal sem þingmaðurinn hefur þó alls ekki heyrt, eins og hann segir hér sjálfur.

Nú hef ég hvorugt samtalið séð sem hér er til umfjöllunar - enda búsettur úti í Frakklandi. Dettur mér því ekki í hug að fella einhverja dóma. Punktur.

Nú er hinn fyndni og ágæti þingmaður, Bjarni Harðarson, reyndar ekkert einn um þetta. Mér finnst þetta hálfgerð lenska hjá fólki, alltof algeng, að dæma um menn og málefni án þess að hafa kynnt sér málið sjálft.

Og til að taka af allan vafa, þá geri ég ekkert meiri kröfur til þingmanna en annarra. Allt erum við venjulegt fólk, breyskt og margslungið.

Ágúst Ásgeirsson, 31.7.2008 kl. 17:51

7 identicon

Við borgarbúar erum heppnir að þú skulir ekki búa hér, stuðningsmönnum Ólafs myndi fjölga mikið hlutfallslega. Og reyndar þú líka. Heppinn að búa í kjördæmi sem sýnir slíka víðsýni að kjósa þig og Árna Johnsen á þing. Eða er það kannski bara samúð með minnimáttar.

Aðkomumaður (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:33

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson


Ég sakna svara frá Bjarna við athugasemdirnar :)

Óskar Þorkelsson, 31.7.2008 kl. 20:03

9 Smámynd: Dunni

Heill og sæll Tungnamaður.

 Mér gengur illa að koma auga á hvenær Seljan varð sér til skammar í viðtalinu við borgarstjórann. Má vera að hann hafi sýnt smá þrákelkni en hann gerði ekkert annað en að reyna að vinna vinnuna sýna sem best. Hann er jú að leita eftir svörum við spurningum sínum en ekki að hlusta á langar einræðu Ólafs um alls óskyld mál.

Má vera að Ólafi finnist hvorki mannaráðningar borgarinnar eða bygging Listaháskóla i borginni ekki borgarmál. En þá á hann bara að segja það hreint út en ekki reyna að svara út í hött.

Í gær mætti Ólafur borgarstjóri verulega illa undirbúinn í viðtalið og varð sjálfum sér til skammar og borgarbúum til skapraunar.  Hann sýndi embætti sínu lítilsvirðingu með framgöngu sinni.

Dunni, 31.7.2008 kl. 20:05

10 identicon

Mér sýnist að borgarstjórinn verði að semja sjálfur spurningar sem

honum þóknast að svara þegar hann fer í viðtal.

Rúnar (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 21:13

11 Smámynd: Heimir Tómasson

Þættina með Sverri er hægt að nálgast hér. Þátturinn er reyndar ekki kominn inn enn en það er væntanlega stutt í það.

Ólafur hinsvegar, afsakið orðbragðið, skeit á sig opinberlega og í beinni.

Heimir Tómasson, 31.7.2008 kl. 22:18

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Helgi Seljan fór yfir strikið í sígjammi þótt við erfiðan kjaftask væri að eiga sem núverandi borgarstjóri er.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.7.2008 kl. 23:49

13 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Sæll Bjarni

Ég er nokkuð sammál þér með Helga Seljan.

Fyrir Sverri hef ég ekki hugsað mér að bera fram  varnir , enda þarf þess ekki hann er maður til að gera það sjálfur.

En ég velti því hinsvegar fyrir mér af hverju þú skautar yfir alvarlegasta atriðið málsins sem átti sér stað, þar sem Guðni bað Arnþrúði að endurflytja ekki þáttinn.

Ritskoðun er eitt alvarlegasta sem menn viðhafast í nútíma þjóðfélagi. 

Er þessi tilraun Guðna til ritskoðunar sem hann lagði til við Arnþrúði atriði sem hann hafði vana til þegar hann var Ráðherrar ?

Ef Arnþrúður fer að ósk Guðna um ritskoðun þá er síðasta vígi um ritskoðun á Íslandi fallið ! 

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.8.2008 kl. 00:07

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvað varðar Helga Seljan vs Ólaf F. finnst mér þeir báðir hafa tapað.

Helgi greip um of fram í fyrir Ólafi. reyndar fannst mér það réttlætanlegt á stundum, eins og þegar Ólafur var kominn út í móa að tala um Jakob Frímann og hreinsun í borginni, sem var langt utan efnisdagskrárinnar. Ólafur vildi, held ég, helst tala um kleinubakstur og útsaum.

hvað varðar Stormsker og Guðna, get ég ekki tjáð mig efnislega um viðtalið. ég heyrði það ekki og það er ekki enn komið á netið.

hinsvegar ætti hver fullnuma maður að vita að Sverrir er strigakjaftur. það vita allir sem muna aftur til ársins 1985 og uppúr. hlusti menn á upptökur af eldri þáttum hans má auðveldlega heyra hvaða tökum hann tekur viðmælendur sína.

annað hvort er Guðni alveg úti á þekju, hvað varðar vitneskju hans um karakterinn Sverri Stormsker og/eða hann hefur ekki undirbúið sig undir téð viðtal. hefði hann verið 'professional' hefði hann aflað sér upplýsinga um spyrilinn Sverri. það hefur hann greinilega ekki gert. líklega hefur hann haldið hann fengi þarna þægilegt drottningarviðtal. kannski hann hafi haldið hann yrðu þéraður, eins og tíðkaðist í gamla daga á RÚV?

nei. Guðni gerði í buxurnar. só sorrý

Brjánn Guðjónsson, 1.8.2008 kl. 04:00

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eins og Þórarinn Eldjárn gerði í sama þætti, fyrr í sumar. hann bara svaraði með þögn þegar honum fannst spurningarnar um of. svaraði síðan þegar Skerið hafði umorðað spurningarnar. hann tæklaði þetta með stæl.

Brjánn Guðjónsson, 1.8.2008 kl. 04:04

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég velti fyrir mér, hvers vegna enginn virðist hafa áhuga á því sem mér fannst meginatriði viðtals Helga og Ólafs borgarstjóra. Ætla Reykvíkingar að leyfa byggingu nýrrar Morgunblaðshallar við Laugaveginn ? Ég vil reyndar ræða um hvenær sú við Austurstræti verður rifin !

Helgi Seljan vildi eingöngu ræða um brotvikningu stúlku einnar úr starfi hjá Borginni, sem þar hafði verið í umboði Ólafs. Getur verið að Seljan eigi hagsmuna að gæta í málinu ? Ekki hefur hann áhuga á eyðileggingu Laugavegarins með Listabákninu.

Ólafur borgarstjóri komst vel frá þessu viðtali og andstæðingar hans í Samfylkingunni eru hættir að nefna Klepp í sömu andrá og nafn hans. Ef Ólafi og sómamanninum Magnúsi Skúlasyni tekst að hindra að Listabákninu verði plantað við Laugaveginn, hefur Ólafur haft þarft erindi í Borgarmálin.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.8.2008 kl. 10:29

17 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Hvernig væri nú að hlusta fyrst á viðtalið sem þú gagnrýnir manninn fyrir, félagi? Að því loknu geturðu sem best hakkað það í þig ef þér býður svo við að horfa. En andskotakornið ekki fyrr.

Ef Guðni vissi ekki hverju hann mátti eiga von á í spjallþætti við Sverri þá eru sögusagnir af greind hans og skopskyni sennilega stórlega ýktar.

Krafa hans um að viðtalið yrði aldrei endurflutt lýsir svo náttúrlega ekki bara húmorsleysi, með því afhjúpaði hann sig sem ótrúlegan frekjuhund - og eiginlega bara þann afdankaða og kauðalega karlsauð sem hann sennilega er.

En hann er nú auðvitað bara Framsóknarmaður, kall anginn, svo það er kannski flónska í manni sjálfum að gera ráð fyrir einhverju öðru.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.8.2008 kl. 11:31

18 Smámynd: Lýður Pálsson

Þeir mætu menn  Guðni og Ólafur F. gerðu sig seka um að mæta illa undirbúnir í viðtöl hjá þessum tveimur spyrlum. 

Hinn ungi Helgi Seljan hefur sýnt það og sannað að hann er einn öflugasti sjónvarpsspyrill landsins og hann ætlaði sér greinilega að tosa upp úr borgarstjóranum ýmis atriði sem hann hefur væntanlega talið sig vera bundinn trúnaði gagnvart. Þessvegna þróaðist viðtalið út í þennan tragikómíska farsa. Báðir vildu ráða gangi viðtalsins! Ekki í fyrsta sinn sem stunsað er út úr settinu milli kynninga - ég man ekki betur en að sjálfur Helgi Seljan hafi stunsað út úr settinu eftir harkalegar skammir Jónínu Bjartmarz í hans garð vorið 2007.

Ég hélt að vinur minn Guðni þekkti Sverri Stormsker!  Sverrir Stormsker er háðfugl af bestu gerð. Ég hef annars ekki hlustað á viðtalið en ég er nokkurnveginn viss um að Guðni hefur ekki áttað sig á húmor Sverris Stormskers og því lokið viðtalinu fyrr en ætlað var. 

Lýður Pálsson, 1.8.2008 kl. 12:15

19 identicon

Bjarni.  Ertu ekki gamall blaðamaður og núverandi þingmaður?  Hvernig getur þú leyft þér að birta álit á hlutum sem þú hefur ekki kynnt þér?  Það var komin tími til að einhver birti þá hlið á Guðna sem að meðvirkir fjölmiðlamenn hafa falið vandlega vegna einhvers misskilnings um að hann sé fyndinn og skemmtilegur.  Þá hlið sem er öllu mikilvægari en tilgerðarlegur rembingstónn.  Hlið afdalamennskunar, afturhaldsins og sérhagsmunagæslunnar.

Það kemur svo sem ekkert á óvart að þú birtir álit án þess að kynna þér málin.  Málatilbúnaður þinn sem stjórnmálamanns ber þess glöggt merki að þú kynnir þér yfirleitt ekki þau mál sem þú tjáir þig um.

marco (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 12:20

20 Smámynd: Bjarni Harðarson

Óskar Þorkelsson kallar eftir því að ég svari athugasemdum. það geri ég yfirleitt ekki - ég lýsi mínum skoðunum í bloggi og gef svo frjálst veiðileyfi á sjálfan mig. ég gæti til dæmis farið í að svara þeim síðasta sem skrifar hér undir dulnefni: "Málatilbúnaður þinn sem stjórnmálamanns ber þess glöggt merki að þú kynnir þér yfirleitt ekki þau mál sem þú tjáir þig um." Auðvitað geri ég það ekki enda veit ég ekki hvar svör við slíku myndu enda. En af því að Óskar spyr eftir svörum í fyllstu kurteisi og er einn þeirra bloggara sem ég lít inn til skal ég gera hér undantekningu og svara sumu.

Ég hafði ekki miklar væntingar til borgarstjóra í viðtalinu við Helga Seljan og hef aldrei haft. En ég hef væntingar gagnvart Helga og oft hrifinn af hans töktum. Þessvegna er ekki fólgin nein almenn  viðurkenning á frammistöðu Ólafs þó ég segi að Helgi hafi gengið of langt.

Það að ég fjalli um viðtal Stormskersins án þess að kynna mér málið er einfaldlega rangt. Ég heyrði ekki viðtalið en hef frásögn þriggja manna (annarra en Guðna) sem heyrðu það og þar á meðal að spyrjandinn hafi úthúðað fjarstöddum heiðursmönnum. Þetta eru einfaldlega heimildir sem ég treysti. Það að stjórnmálamaður eigi að kynna sér fjölmiðlamenn sem þeir mæta hjá er frekar langsótt. Miklu frekar er það skylda stjórnmálamanns að gefa öllum sjens á því að þeir fari eftir almennum mannasiðum - og bregðast við ef það bregst. Sem kallinn Guðni gerði. Punktur.

PS.: Viðtal Guðna og Sverris er enn ekki komið á netið en þó svo væri myndi ég ekki nenna að eyða tíma mínum í það. Til hvers?

Bjarni Harðarson, 1.8.2008 kl. 13:21

21 identicon

Það er gott Bjarni að þú leggur metnað þinn í að kynna þér málið.  Eru skoðanir þínar á Evrópusambandsaðild t.d. byggðar á svipuðum grunni.  Þú hefur þá kannski spjallað við Guðna, Steingrím J. og Ragnar Arnalds og búið þér til lífsskoðun upp úr þeim samtölum.  (Fyrirgefðu að ég skuli nefna þessa heiðursmenn.)

marco (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 13:37

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir svarið Bjarni :)

Óskar Þorkelsson, 1.8.2008 kl. 13:49

23 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ólyginn sagði mér...

Þar útilokum við Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn og Samfylkingarbrjóstin. -Hvar fannstu þessa

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.8.2008 kl. 17:35

24 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hlustaði nokkur á viðtal Srormskers við Hannes Hólmstein Gizzurarson,það gerði ég.Hannes hótaði að ganga út ef Stormsker léti ekki af þessu orðbragði sem honum hugnaðist illa.Nú vita þetta allir,þessir ungu strákar eru með nýjan stíl sækja hart að viðmælendum sínum og þeir verða bara að verjast eða eins og snillingurinn Þórarinn Eldjárn,svara með þögn.

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2008 kl. 04:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband